Fréttablaðið - 31.05.2007, Page 80

Fréttablaðið - 31.05.2007, Page 80
Sé árangur Íslands og Liechtenstein í síðustu undan- keppni borinn saman kemur í ljós að síðarnefnda liðið kom mun betur út. Fyrir það fyrsta fékk Liechten- stein átta stig í sínum riðli. Liðið vann báða leiki sína gegn Lúxem- borg og náði jafntefli gegn Portú- gal og Slóvakíu á heimavelli. Ísland fékk fjögur stig. Liðið náði jafntefli gegn Möltu á úti- velli og vann Maltverja svo á Laugardalsvelli. Allir aðrir leikir töpuðust. Það sem meira er að Liechten- stein fékk færri mörk á sig í keppninni en Ísland í sínum riðli þrátt fyrir að hafa spilað tveimur leikjum meira en Ísland. Ísland fékk 27 mörk á sig, Liechtenstein 23. Samanburður á markatölu lið- anna á heimavelli sýnir þennan mun greinilega. Liechtenstein skoraði átta en fékk níu á sig. Ísland skoraði níu en fékk fjórtán á sig. Knattspyrnulandslið Liechtenstein er ekki nema rétt rúmlega 25 ára gamalt en liðið lék sinn fyrsta leik við Möltu árið 1981. Þá náði liðið jafntefli en það er ef til vill lýsandi að það er það eina sem hefur nokkru sinni tapað fyrir San Marínó, öðru smáríki í Evrópu. Sá leikur var vináttulandsleik- ur sem fór fram hinn 28. apríl árið 2004. Versta tap liðsins kom árið 1996 en þá fór lið Makedóníu illa með Liechtenstein og vann 11-1. Liðið hefur þó unnið sína sigra líka og nýjasta dæmið er 1-0 sigur á Lettlandi í undankeppninni sem nú er í gangi. Þar með hefur liðið unnið jafn marga leiki og það ís- lenska í riðlinum. Ísland er þó með betri markatölu. Stærsti sigur Liechtenstein til þessa kom gegn Lúxemborg sem þó hefur fjórtán sinnum fleiri íbúa og talsvert fleiri en Ísland. Sá leikur vannst 4-0 en hann var leikinn í október árið 2004, í undan- keppni HM 2006. Fjórum dögum áður vakti lið Liechtenstein jafnvel enn meiri athygli á sér þegar það náði 2-2 jafntefli gegn stórliði Portúgals á heimavelli. Í síðari leiknum, í Portúgal, komst Liechtenstein yfir en tapaði á endanum, 2-1. Fyrir jafnteflisleikinn við Portúgal hafði liðið tapað öllum sínum tuttugu leikjum í undan- keppni HM, þar af tveimur gegn Íslandi en þeir leikir fóru fram árið 1997. Liechtenstein er eina liðið sem hefur tapað fyrir San Marínó Fékk tvöfalt fleiri stig en Ísland Ísland og Liechtenstein leika nú saman í annað skipti í sögunni í undankeppni stórmóts. Fyrir tíu árum vann Ísland báða leikina en liðin mætast á Laugar- dalsvelli um helgina. Ísland vann sinn fyrsta leik í riðlinum, gegn Norður-Írlandi. Síðan þá hafa allir leikir Íslands tapast. Liechtenstein tapaði öllum sínum leikjum framan af en vann í síðustu umferð lið Lettlands afar óvænt, 1-0. Þetta er ef til vill besti sigur Liechtenstein í sögu liðsins en þetta var sá fyrsti á liði sem hefur spilað á stórmóti í knatt- spyrnu. Þjálfari Letta sagði af sér eftir leikinn. Lettland vann Ísland á heimavelli í haust, 4-0. Ísland er þó með talsvert betri markatölu, fimm mörk í mínus, en Liechtenstein er með tólf í mínus. Frækinn sigur gegn Lettum Reynsluboltinn Ryan Giggs hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir leik- inn gegn Tékkum á laugardag í undankeppni EM. Þetta er mikið áfall fyrir Wales enda Giggs ein- hver besti leikmaður þjóðarinnar frá upphafi. Giggs hefur leikið 64 landsleiki á þessum 16 árum. Hættur með landsliðinu Thierry Henry þótti ekki sannfærandi þegar hann ræddi um framtíð sína á blaðamanna- fundi í Kína í gær. Barcelona hefur áhuga á því að fá hann til sín og jós Henry olíu á eld þess efnis að hann færi til Spánar- meistaranna í sumar. „Ég er leikmaður Arsenal í augnablikinu,“ sagði Henry, sem er ekki sáttur við uppskeru Ars- enal á tímabilinu, fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta var erfitt tímabil og enn einu sinni endum við langt á eftir topplið- unum. Ég er orðinn pirraður á því að enda alltaf í síðasta sæti af toppliðunum fjórum,“ sagði Frakkinn. Orðinn pirraður Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar í dag sinn fyrsta leik í undankeppni Evr- ópumótsins árið 2009 í Finnlandi. Stelpurnar eru komnar til Grikk- lands þar sem heimamenn eru taldir minni spámenn fyrir leikinn en árangur þeirra á knattspyrnu- vellinum undanfarin ár hefur ekki verið upp á marga fiska. Ísland og Grikkland hafa mæst í tvígang, árið 1994 vann Ísland 6-1 þar sem Ásthildur Helgadóttir skoraði fjögur mörk. Ári síðar vannst svo 3-0 sigur. Eldingu laust niður í flugvél liðsins á leiðinni út. „Smá sjokk“, viðurkenndi landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson, en að öðru leyti komst liðið klakklaust til Grikklands þar sem nokkur vand- ræði hafa verið til staðar. Grikk- ir ætluðu að láta landsliðið æfa á gervigrasi í gær en skiljanlega þvertók hópurinn fyrir það. Á end- anum, eftir langa töf, fékk liðið að æfa á keppnisvellinum sjálfum. Ásthildur, Katrín Jónsdóttir og Guðný Óðinsdóttir eru allar smá- vægilega meiddar en Sigurður vonaðist til að þær gætu tekið þátt í leiknum. Það kemur þó ekki í ljós fyrr en rétt fyrir leikinn, sem hefst klukkan 15 að íslenskum tíma. „Að mínu mati erum við með sterkara lið en við þurfum að sanna okkur. Það hefur verið sveifla hjá okkur á milli heima- og útileikja og því ætlum við að breyta. Stelpurnar eru staðráðnar í að byrja mótið vel og gefa tón- inn fyrir mótið. Það gefur líka góð fyrirheit fyrir stórleikinn gegn Frökkum í júní og því er stór gul- rót að sækja þrjú stig hér,“ sagði Sigurður, sem hugsar um þrjú stig og ekkert annað. „Við leiðum ekkert hugann að því hvað gerist ef við töpum. Við hugsum bara jákvætt enda höfum við sett markið hátt. Það er ákveð- in pressa á okkur og við þurfum að standast hana til að ná markmið- inu,“ sagði Sigurður, sem stefnir með liðið til Finnlands á EM. Liðið yrði þá fyrst allra íslenskra A- landsliða til að keppa í lokakeppni stórmóts. Stelpurnar ætla að gefa tóninn í Aþenu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.