Fréttablaðið - 31.05.2007, Side 82

Fréttablaðið - 31.05.2007, Side 82
 FH-ingar eru á góðri leið með því að leggja grunninn að Ís- landsmeistaratitlinum í fyrri um- ferð alveg eins og undanfarin tvö ár. Eftir 2-0 sigur á Fram í Laugar- dalnum á þriðjudagskvöldið er ljóst að Hafnarfjarðarliðið er búið að ná sögulegum árangri. FH hefur nefnilega fullt hús eftir hraðmótið og er komið með fjög- urra stiga forskot á næsta lið sem er Valur. Þetta er aðeins í áttunda sinn í 31 árs sögu tíu liða efstu deild- ar sem að lið vinnur fjóra fyrstu leiki sína og eru FH-ingar bæði fyrsta liðið til þess að gera það tvö ár og nú þrjú ár í röð. Af fyrri sjö liðum sem hafa ná slíkri drauma- byrjun hafa fjögur unnið Íslands- meistaratitilinn um haustið og tvö lent í 2. sæti. Eina liðið til að missa fótana eftir slíka byrjun var lið Keflavíkur sem vann sex fyrstu leiki sína sumarið 1997 en endaði síðan mótið í 6. sæti. Árangur FH-liðsins er ekki síst athyglisverður fyrir þær sakir að liðið hefur aðeins spilað 3 af þess- um 12 leikjum á heimavelli sínum í Kaplakrika. Öll árin hefur liðið þurft að byrja mótið á tveimur úti- leikjum. Það var ekki alveg sama staða í upphafi sumarsins 2004 þegar FH- ingar unnu sinn fyrsta Íslands- meistaratitil. FH vann þá KR 1-0 í fyrsta leik en lék síðan næstu þrjá leiki án þess að ná að vinna, tapaði 0-1 fyrir Fylki og gerði jafntefli við Keflavík og Víking. Daði Lárusson og Freyr Bjarna- son eru einu leikmenn FH sem hafa spilað allar 1080 mínúturn- ar í hraðmótinu þessi þrjú tímabil. Freyr er enn fremur eini leikmað- urinn sem hefur verið meðal efstu manna í einkunnagjöf Fréttablaðs- ins öll þrjú árin. Nýju mennirnir eru öll árin að falla mjög vel inn í leik liðsins sem sést á því að í öll skiptin er nýr leikmaður liðsins efstur í ein- kunnagjöf Fréttablaðsins. Sumarið 2005 voru það félag- arnir Tryggvi Guðmundsson og Auðun Helgason sem báðir voru að koma heim úr atvinnumennsku, í fyrra var Sigurvin Ólafsson meðal þeirra fjögurra bestu eftir að hafa komið frá KR og í ár er það Matthí- as Guðmundsson sem hefur spilað best að mati íþróttafréttamanna Fréttablaðsins en hann kom til FH frá Val fyrir þetta tímabil. Tryggvi Guðmundsson hefur byrjað öll tímabilin vel og er alls með 12 mörk í þessum 12 leikjum. Hann var einn markahæstur sumrin 2005 og 2006 en situr nú í efsta sætinu með Matthíasi Guð- mundssyni sem hefur skorað í fjórum fyrstu deildarleikjum sínum í FH-búningnum. Þegar tölfræði FH-liðsins er borin saman í fyrstu fjórum um- ferðunum þessi þrjú tímabil virðist sem sóknarþungi liðsins sé meiri í ár en undanfarin sumur. FH-liðið hefur þannig náð mun fleiri skot- um á mark í ár, er að fá fleiri horn og ganga oftar í rangstöðugildrur andstæðinganna. Andstæðingar FH hafa líka verið að ná færri skotum á mark með hverju árinu og hafa sem dæmi aðeins náð 13 skotum á FH- markið í fyrstu fjórum leikjum þessa tímabils. Í töflum með grein- inni má sjá samanburð á byrjun- um FH-inga þessi þrjú tímabil. FH-ingar hafa fengið öll tólf stigin í boði í hraðmótinu undanfarin þrjú tímabil og eru komnir með gott forskot á toppi Landsbankadeildar karla alveg eins og í fyrra. Tryggvi Guðmundsson og Freyr Bjarnason hafa verið efstir á blaði öll þessi þrjú ár og nýju mennirnir koma alltaf mjög sterkir til leiks. Norsku meistararn- ir í Rosenborg hafa áhuga að fá Stefán Gíslason, leikmann Lyn, í sínar raðir. Félagið hefur þegar haft samband við Lyn og feng- ið leyfi til að ræða við Stefán og umboðsmann hans, Arnór Guð- johnsen. „Það er rétt, Rosenborg hefur áhuga sem og fleiri lið víða úr Evrópu,“ sagði Arnór. „Stefán hefur staðið sig gríðarlega vel og munum við meta stöðuna vel og vandlega í framhaldinu.“ „Þetta er allt enn á frumstigi,“ sagði Stefán við Fréttablaðið í gær. „Rosenborg er stórt félag og það eitt og sér er viðurkenning að það sýni mér áhuga.“ Stefán segir að það kæmi sér ekki á óvart ef félagið reyndi að fá sig áður en tímabilinu lyki. Samn- ingur Stefáns við Lyn rennur út í haust og vilji félagið fá eitthvað fyrir hann þarf það að selja Stef- án fyrir þann tíma. Félagaskipta- glugginn í Noregi opnar í júlí. Sjálfur hefur Stefán þó áður sagt að hann vilji prófa sig í öðru landi eftir að tímabilinu ljúki í Noregi. Það gæti þrátt fyrir það ekki reynst slæmur leikur að fara til Rosenborg. „Liðið tekur þátt í undankeppni Meistaradeildar- innar í haust sem yrði stór plús fyrir mig. Það yrði vissulega góð auglýsing fyrir mig að spila með Rosenborg.“ Lyn er sem stendur í áttunda sæti deildarinnar og hefur fengið flest mörk allra liða í deildinni á sig, fimmtán talsins. Um síðustu helgi vann liðið 4-3 sigur á Tromsö. „Við getum ekki alltaf unnið þegar við fáum þrjú mörk á okkur í einum leik. Þetta hefur verið okkar stærsta vandamál til þessa,“ sagði Stefán. Rosenborg hefur áhuga á Stefáni Ellefu íslenskir knatt- spyrnumenn komu við sögu í átt- undu umferð norsku úrvalsdeild- arinnar sem lauk um liðna helgi. Það er mesta þátttaka Íslendinga á tímabilinu og er vafalaust með því mesta sem hefur gerst hing- að til. Tólfti maðurinn, Birkir Bjarna- son hjá Viking, sat á bekknum hjá sínu liði en alls leika fjórtán Ís- lendingar í norsku úrvalsdeild- inni. Hinir tveir, Viktor Bjarki Arnarsson hjá Lilleström og Höskuldur Eiríksson, Viking, eru meiddir. Kristján Örn Sigurðsson fékk hæstu meðaleinkunn fjögurra stóru fjölmiðlanna í Noregi og Garðar Jóhannsson kom næst- ur. Báðir skoruðu þeir í sínum leikjum en Garðar var að þreyta frumraun sína í deildinni. Ellefu Íslend- ingar spiluðu Ekkert handknattleiks- lið verður sent frá ÍBV í meist- araflokki kvenna á næsta tíma- bili. Eftirfarandi yfirlýsing frá ÍBV birtist á heimasíðu félagsins í gær. „Handknattleiksráð ÍBV hefur tekið þá ákvörðun að senda ekki lið til keppni á Íslandsmót- inu 2007-2008 í meistaraflokki kvenna. Ákvörðunin er tekin eftir að allir möguleikar á þátt- töku höfðu verið kannaðir. Stað- reyndin er því miður sú að enginn leikmaður á meistaraflokksaldri verður í Vestmannaeyjum næsta vetur.“ Ekkert kvenna- lið frá ÍBV Á heimasíðu KSÍ má sjá frétt um að síðasti dagur félaga- skipta fyrir samningsleikmenn erlendis sé í dag. Þetta á þó að- eins við leikmenn sem skráðir eru sem atvinnumenn en með því að haka við áhugamaður í stað at- vinnumanns á félagaskiptaeyðu- blaðinu má áfram fá félagaskipti fyrir erlenda leikmenn til Íslands. Magnús Gylfason, þjálfari Vík- ings, er einn þeirra sem vonast til að bæta við sig erlendum leik- manni en stór og sterkur fram- herji frá Serbíu mun hugsanlega ganga í raðir félagsins. Magnús sagði við Fréttablaðið í gær að enn væri verið að taka ákvörðun um það hvort samið yrði við leik- manninn sem æfði með Víkingum í vikutíma. „Mér leist vel á hann,“ sagði Magnús. Hægt að semja með smugu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.