Fréttablaðið - 16.06.2007, Side 60

Fréttablaðið - 16.06.2007, Side 60
Standa af sér veðrið fyrir launin Maðurinn leggur misjafnlega mikið á sig til að sjá sér og sínum farborða. Á Kárahnjúkum, í 600 metra hæð yfir sjó, er allt fannhvítt stærstan hluta ársins. Starfsmennirnir segjast flestir þola veður- hörkurnar og einangrunina fyrir kaupið. Hörður Sveinsson ljósmyndari og Stígur Helgason blaða- maður hittu nokkra þeirra í sjaldséðri veðursæld. SjúkraflutningamaðurinnHörður Garðarsson ekur einum sjúkrabílanna á svæð- inu, og að eigin sögn er mikið að gera hjá honum. Hann segir starfsmenn slasa sig mjög oft. „Bara núna fyrir þremur dögum lærbrotnaði einn,“ segir hann. Herði er í fersku minni þegar hann var á vakt á síðasta ári og karlmaður frá Suður-Afríku kom til þeirra til aðhlynningar. „Hann hafði misst handlegginn í steypu- vél, og kom gangandi með hann í fanginu langa leið. Handleggurinn hékk á bláþræði og blóðið spýttist um allt.“ Til allrar hamingju tókst að græða handlegginn á aftur, og hefur maðurinn nú fengið tilfinn- ingu og mátt í hann að einhverju leyti. Hörður segir að kínverskir starfs- menn séu oft mjög hissa þegar þarf að flytja þá í nálæg byggðarlög á spítala. „Eru allir spítalar á Íslandi svona hreinir?“ spyrja þeir. Þeir hafa fæstir séð svona hreinlæti áður,“ segir Hörður. Kom gangandi með handlegginn í fanginu Borðið þið bara lambakjöt á Íslandi?“ spyr portú-galski gangaverkamaður- inn Carlos Augusto Domingues, 40 ára, blaðamann á meðan hann gæðir sér á pítsusneið sem borin er á borð í mötuneyti aðalbúðanna í tilefni sunnudags. Hann og landi hans, Paulo Renato Riedade Pires, 26 ára, segjast ekki par hrifnir af ást Íslendinga á lambinu. En hvað skyldu þeir vilja frekar? „Fisk,“ segir Pires. Báðir vita mætavel að stór hluti þess fisks sem seldur er í heimalandi þeirra á uppruna sinn á Íslandsmiðum. Báðir komu til landsins í byrj- un maí en ætla ekki að dvelja nema fram í september. En líkar þeim vinnan? „Tja...kaupið er að minnsta kosti gott,“ svarar Domingues. Ekkert nema lambakjöt? Samdi pakistanskt ljóð á skrifstofuhurðina Arshed Ali, 34 ára, stýrir dekkjaverkstæði Impreg-ilo á Kárahnjúkum. Ali er Pakistani og hefur verið starfandi á Kárahnjúkum síðan í maí 2004. Þar áður vann hann í átta ár fyrir Impregilo við stíflugerð í heima- landinu. „Hér er ágætt að vera,“ segir Ali. „Ég get ekki kvartað yfir neinu. Ég er sáttur við launin og sáttur við vinnuveitandann.“ Hann segir launin eðlilega forsendu þess að hann vilji starfa við stíflugerð- ina. „Að sjálfsögðu. Annars væri ég ekki hérna uppi í fjöllum á Ís- landi.“ Í horni verkstæðisins er lítil skrifstofukytra sem einnig er notuð sem kaffistofa. Athygli vekur stór handskrifuð letrun með arabísku letri á skrifstofuhurðinni utanverðri. „Þetta er ekki neitt,“ segir Ali aðspurður. Hann gefur undan þegar gengið er á hann. „Æ, þetta er bara lítið ljóð. Ég samdi þetta einhvern daginn þegar mér leiddist og skrifaði á hurðina.“ Hann þverneitar þó að greina frá inntaki kvæðisins. Inni á skrifstofunni er eldavél og á henni stendur stór pottur. Ali segist þó ekki elda sér hádegis- verð á verkstæðinu. „Nei, í pott- inum laga ég mér pakistanskt te. Ég vil ekki þetta kaffi sem allir drekka hér.“ Ali bíður nú í ofvæni eftir því að fara heim til Pakistans í frí 25. júní. Þar mun hann hitta konu sína og börnin tvö, sex og rúm- lega tveggja ára gömul. „Auðvit- að hlakka ég til. Hér gerir maður ekkert annað en að vinna og hugsa um fjölskylduna.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.