Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.06.2007, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 16.06.2007, Qupperneq 64
Við þjóðveg 1, í um tuttugu mín- útna fjarlægð frá Akureyri er að finna lítið, krúttlegt, ofurrómant- ískt sveitaævintýri – veitingahúsið Halastjörnu. Það stendur á afar rómantískum stað, á æskuslóðum Jónasar Hallgrímssonar, í Öxna- dal undir Hraundröngum. Innviðir veitingahússins minna einmitt einna helst á fyrirmannaheimili frá fyrri hluta síðustu aldar þar sem gestir sitja á antíkhúsgögnum og gæða sér á krásum með rósótt- um borðbúnaði og jafnvel er hægt að fá einkaherbergi til snæðings. Þeir hugföngnustu geta svo fest kaup á sumum húsgagnanna en veitingahúsið hefur verið í sam- starfi við antíkverslunina Frúna í Hamborg um sölu á innanstokks- munum. Eldhúsið er ekki síður rómað en umhverfið en ýmsir frægir gestakokkar hafa dvalið á staðnum og eldað úr íslensku sjávarfangi og ferskmeti úr mat- jurtagarðinum. Fyrirtaks dægra- dvöl fyrir nostalgíutaugarnar og skáldlegan innblástur. Alltaf skulu Þingeyingar taka upp á einhverju skemmtilegu. Við erum ekki öll svo heppin að þekkja bændur á bæ og öðrum. Dreymir þó kannski mörg um að fá að smakka ylvolga mjólk, beint úr kúnum, og í villtustu draumum sumra er það að fá að handmjólka kú heilög stund. Í Mývatnssveit er hægt að reyna slíkt í Vogafjósi en í fjósinu er rekin kaffistofa sem er opnuð eldsnemma á morgnana og er opin til að verða miðnættis. Þar eru kýrnar mjólkaðar tvisvar á dag og hægt er að fylgjast með mjöltum í kaffistofunni og bragða á. Einnig standa þar til boða heimagerðar kræsingar, unnar úr fjósamjólkinni og öðrum sveita- afurðum, svo sem ostar, kæfur, konfekt og hverabakað brauð. Gömlu góðu kaupfélögin, þar sem allt fæst, eru sjaldséðir fuglar. Finnir þú eitt slíkt skaltu prísa þig sælan og þakka guði enda kraftaverk. Í kaupfélaginu sem við leitum að á að vera hægt að kaupa metravöru, gúmmístígvél, gamlar ljótar styttur, frosið kinda- hakk í bland við lopasokka, bús- áhöld og vinsældamatvöru. Kaup- félag Skagfirðinga er eitt af fáum sem enn búa svo vel að bjóða upp á þennan vörukokkteil, að metra- vöru meðtalinni, og Kaupfélag Steingrímsfjarðar, með höfuð- stöðvar á Hólmavík á Ströndum, kemur einnig sterkt inn á list- ann. Það er stórlega vanmetin skemmtun að eyða vænum hálf- tíma í fjársjóðsleit í skipulögðu kaosi þar sem ótrúlegustu vöru- tegundir dúkka upp. Það er ekki á hverjum degi sem forsetafrú heillast af farfugla- heimili en þegar Dorrit heim- sótti eitt slíkt að Berunesi átti hún vart orð til að lýsa hrifningu sinni. Enda staðurinn einstakur. Gist er í gamla bænum, virðulegu alda- gömlu húsi, og sómafólkið og hjón- in sem byggja staðinn hafa búið þar síðan þau voru ung hjón og húsfreyjan ólst þar upp. Þau sinna gestum af stakri natni enda hús- freyjan húsmóðir lífsins af gamla skólanum og sér um að elda dýr- indis heimilismat og baka hnall- þórur ofan í gesti. Hvað svefnað- stöðu gesta varðar hefur gamli tíminn fengið að halda sér og eru dæmi um að gestir sofi í meira en 100 ára gömlum rúmum og mildir pastellitir klæða veggi og muni. Þegar við bætist austfirsk nátt- úra og góð hvíld er fátt sem getur klikkað. Uppskrift að einum framandleg- asta kokkteil Austurlands er gist- ing í undrabænum Seyðisfirði. Þar er nefnilega að finna tvær sögu- frægar byggingar sem nú hýsa Hótel Ölduna og er hótelið í eigu stórstjörnu Íslendinga, Sigurjóns Sighvatssonar. Hönnun hótelsins er engu lík en þar mætast gamli tíminn og herbergi og svítur búin nútímaþægindum sem eru þó sér- staklega spes að því leyti að til dæmis að hægt er að fá herbergi sem innihalda indverskar lok- rekkjur. Í öðru húsinu er verslun og veitingastaður en þegar kvölda tekur er borðsalurinn dekkaður upp með hvítu damaski og kristal. Hveragerði er undarlegur og stór- huga bær. Nær ár hvert virðast bæjarbúar blása til einhverra stór- tækra áforma. Tívolíið var helsta stolt þeirra um nokkurra ára skeið, Hótel Örk kom, sá og sigraði á vatnsrennibrautarmarkaðnum og flottheitin á 9. áratugnum, jólaland Exótíska Ísland Það þarf ekki að fljúga til Kosta Ríka eða Indlands til að eiga exótískt sumarfrí. Litla landið okkar leynir á sér og víða leynast og leynast ekki framandlegir veitingastaðir, gistihús og afþreyingarmöguleikar. Júlía Margrét Alexandersdóttir skoðaði framandi og forvitnilega mögu- leika fyrir ferðalangana sem ætla að halda sig á fósturjörðinni. Lítil misopinber leyndarmál.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.