Fréttablaðið - 16.06.2007, Page 77
Íslensku Idol/X-Factorplöturnar
eru alveg hreint ótrúlegt fyrir-
bæri. Plöturnar hafa selst misvel
en samt virðist trúin á þær alltaf
jafn sterk hjá útgefendum þeirra.
Hins vegar verður að viðurkenn-
ast að plata Jógvans er það lang-
skásta sem kemur hefur út í þess-
ari sérstæðu plötuútgáfu hér á
landi og býður upp á örlítið árang-
ursríkari metnað en áður.
Það helsta sem gerir plötu Jóg-
vans betri en forvera hans er að
heildarmynd plötunnar er meira
spennandi. Útsetningarnar eru
vandaðri, jafnvel frjóar, og söng-
ur Jógvans sjálfs, en um hann
snýst auðvitað allt heila klabbið,
afar lipur. Ég stóð reyndar ekki
upp í sætinu mínu og klappaði,
né finnst söngurinn vera algjör-
lega framúrskarandi og á heims-
vísu, og mig langar ekkert að fara
á stefnumót með þessum ágæta
Færeyingi enda hélst sætið mitt
alveg skraufþurrt meðan ég hlust-
aði á plötuna. Jógvan sýnir samt
sem áður ágætis takta, hefur fína
breidd og fer vel með lögin, þó
hann klikki á nokkrum tónum.
Lagavalið heldur samt áfram að
vera jafn ófrumlegt. Einfaldlega
þekktar ballöður settar í annan
ballöðubúning. Mætti alveg hugsa
út fyrir rammann í þeim efnum.
Frumsömdu lögin koma bæri-
lega inn í pakkann og er ákveðna
línu að finna á plötunni, frá upp-
hafi til enda, sem gerir þennan
fyrrnefnda heildarsvip plötunnar
ágætlega sterkan.
Plata þessi áreitir mann á
engan hátt, inniheldur engan lík-
legan ofursmell, hróflar ekki við
tónlistarlegum vitum manns eða
krefst nokkurs af hlustendanum.
Hún er hins vegar besta plata sem
Idol/X-Factorstjarna hefur sent frá
sér, er fagmannlega unnin, notaleg
og líkleg til söluafreka. Veit reynd-
ar ekki alveg hvers ég á að krefjast
frá plötum af þessum toga, helst
myndi ég vilja að útgáfu þeirra
yrði hætt. Eitt annað: Sena verð-
ur að fara að leggja meiri metn-
að í hönnun á plötuumslögum. Þau
halda áfram að vera jafn ferlega
hugmyndasnauð og ófrumleg að
það nær einfaldlega engri átt. Það
hlýtur að vera hægt að hafa öðru-
vísi framhlið á plötu en með ein-
faldri mynd af söngvaranum, smá
photoshop-breytingum og stöfum
sem maður finnur í Word.
Aðeins meiri gæði
TILBOÐ SLOGGI TAI
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
B&L