Fréttablaðið - 16.06.2007, Síða 77

Fréttablaðið - 16.06.2007, Síða 77
Íslensku Idol/X-Factorplöturnar eru alveg hreint ótrúlegt fyrir- bæri. Plöturnar hafa selst misvel en samt virðist trúin á þær alltaf jafn sterk hjá útgefendum þeirra. Hins vegar verður að viðurkenn- ast að plata Jógvans er það lang- skásta sem kemur hefur út í þess- ari sérstæðu plötuútgáfu hér á landi og býður upp á örlítið árang- ursríkari metnað en áður. Það helsta sem gerir plötu Jóg- vans betri en forvera hans er að heildarmynd plötunnar er meira spennandi. Útsetningarnar eru vandaðri, jafnvel frjóar, og söng- ur Jógvans sjálfs, en um hann snýst auðvitað allt heila klabbið, afar lipur. Ég stóð reyndar ekki upp í sætinu mínu og klappaði, né finnst söngurinn vera algjör- lega framúrskarandi og á heims- vísu, og mig langar ekkert að fara á stefnumót með þessum ágæta Færeyingi enda hélst sætið mitt alveg skraufþurrt meðan ég hlust- aði á plötuna. Jógvan sýnir samt sem áður ágætis takta, hefur fína breidd og fer vel með lögin, þó hann klikki á nokkrum tónum. Lagavalið heldur samt áfram að vera jafn ófrumlegt. Einfaldlega þekktar ballöður settar í annan ballöðubúning. Mætti alveg hugsa út fyrir rammann í þeim efnum. Frumsömdu lögin koma bæri- lega inn í pakkann og er ákveðna línu að finna á plötunni, frá upp- hafi til enda, sem gerir þennan fyrrnefnda heildarsvip plötunnar ágætlega sterkan. Plata þessi áreitir mann á engan hátt, inniheldur engan lík- legan ofursmell, hróflar ekki við tónlistarlegum vitum manns eða krefst nokkurs af hlustendanum. Hún er hins vegar besta plata sem Idol/X-Factorstjarna hefur sent frá sér, er fagmannlega unnin, notaleg og líkleg til söluafreka. Veit reynd- ar ekki alveg hvers ég á að krefjast frá plötum af þessum toga, helst myndi ég vilja að útgáfu þeirra yrði hætt. Eitt annað: Sena verð- ur að fara að leggja meiri metn- að í hönnun á plötuumslögum. Þau halda áfram að vera jafn ferlega hugmyndasnauð og ófrumleg að það nær einfaldlega engri átt. Það hlýtur að vera hægt að hafa öðru- vísi framhlið á plötu en með ein- faldri mynd af söngvaranum, smá photoshop-breytingum og stöfum sem maður finnur í Word. Aðeins meiri gæði TILBOÐ SLOGGI TAI 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI B&L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.