Fréttablaðið - 26.07.2007, Side 10
Bæjarráð
Grundarfjarðar samþykkti á
fundi sínum á þriðjudag áskorun
til ríkisstjórnar Íslands og
þingmanna um að taka þegar í
stað ákvarðanir sem stuðli að
raunhæfum aðgerðum vegna
skerðingar á þorskveiðiheimild-
um í bænum. Bæjarráðið skorar á
ríkisstjórnina að huga alvarlega
að flutningi opinberra starfa til
Grundarfjarðar og framlagi til
staðbundinna verkefna.
Í áskoruninni segir að afar
mikilvægt sé að þegar í stað komi
fram tilllögur um aðgerðir svo
sveitarfélagið viti hvar það
stendur og geti eftir atvikum
hafist handa um staðbundnar
mótvægisaðgerðir.
Vilja raunhæfar
aðgerðir strax
„Það er stefnt á að
bæklingurinn verði kominn í alla
bílaleigubíla fyrir verslunar-
mannahelgi,“ segir Einar
Guðmundsson, forvarnafulltrúi
Sjóvár.
Fyrirtækið hefur í samstarfi
við lögregluna unnið að útgáfu
fræðslubæklings sem ætlaður er
erlendum ökumönnum.
Í Fréttablaðinu á mánudag var
sagt frá því að hækkaðar sektir
hefðu ekki skilað sér meðal
erlendra ökumanna. Til að
bregðast við þessu var ákveðið að
koma út upplýsingabæklingi og
nú hefur fengist fjármagn til að
prenta hann.
Útlendingum
kennt að keyra
Kínversk stjórnvöld vara
fólk við því að kyssast mikið á
almannafæri, því slíkt athæfi gæti
náðst á öryggismyndavélar og
vakið grun um afbrot.
Fréttastofan Xinhua segir að
„innilegar athafnir gætu í byrjun
flokkast undir „mannrán“ eða
„rán“ í tölvunum, sem eru
forritaðar til að nema brot á
öruggri fjarlægð milli fólks.“
Lögreglumenn á vakt, sem
fylgjast með vélunum, ættu þó að
meta í hverju tilviki hvort hætta
sé á ferðum. Á næstunni verða
sett upp viðvörunarskilti fyrir
ástfangin pör um að myndavélar
séu að fylgjast með.
Fólk varað við
að kyssast
Hagnaður hluthafa í
Kaupþingi banka nam 45,8 millj-
örðum króna eftir skatta á fyrstu
sex mánuðum árs og jókst um
43,8 prósent milli ára. Sé hlut-
deild minnihluta tekin með í
reikninginn telst hagnaðurinn
46,8 milljarðar króna. Tekjur
Kaupþings námu 51,8 milljörðum
króna á fyrri árshelmingi.
Hagnaður hluthafa á öðrum árs-
fjórðungi nam 25,5 milljörðum
króna, og jókst um 95,5 prósent
miðað við sama tímabil í fyrra.
Uppgjörið var talsvert yfir vænt-
ingum, en meðaltalsspá greining-
araðila hljóðaði upp á tæplega
20,9 milljarða hagnað.
Hreiðar Már Sigurðsson, for-
stjóri Kaupþings, sagði uppgjörið
einkennast af mikilli aukningu
þóknanatekna og góðum vexti í
hreinum vaxtatekjum. Þá sagðist
Hreiðar ánægður með mikinn
viðsnúning í rekstri Kaupþings
Singer og Friedlander á Bret-
landi, auk þess hve vel rekstur
allra helstu afkomueininga bank-
ans gengi. „Uppgjörið einkennist
af miklum vexti á öllum vígstöðv-
um. Sérstaklega er ánægjulegt að
sjá hversu vel hefur gengið að
safna innlánum í bankanum, þar
við höfum náð í kringum fimm
hundruð milljarða.“
Hreiðar játti því að góð frammi-
staða Kaupþings hér á Íslandi
skýrði að miklu leyti þetta góða
uppgjör. „Afkoman hér heima var
töluvert betri en við áttum von á.
Markaðurinn hefur verið alveg
ótrúlega sterkur, og mikil við-
skipti sem er náttúrulega gott
fyrir banka eins og okkar.“
Aðspurður sagði Hreiðar að
ekkert hefði verið ákveðið um
hvort fara ætti fram á leyfi frá
norska fjármálaeftirlitinu til að
auka hlut Kaupþings í norska
tryggingafélaginu Storebrand.
Kaupþing á nú tuttugu prósenta
hlut í félaginu, sem metinn er á
52,5 milljarða króna, en áður
hefur verið gefið út að stefnt sé
að því að eignast fjórðungshlut.
Fjármálaeftirlitið heimilaði
Kaupþingi á sínum tíma að fara
með tuttugu prósenta hlut að
hámarki.
Fram kom í máli Hreiðars á
uppgjörsfundinum að Kaupþing
ætti nú um einn milljarð evra, eða
sem samsvarar 82 milljörðum
króna, sem mætti nýta til fjár-
festinga, Með útgáfu nýs hluta-
fjár mætti síðan þrefalda þá upp-
hæð. Hann tók þó fram að engar
ákvarðanir hefðu verið teknar
um frekari fjárfestingar bank-
ans.
Geta fjárfest fyrir 246 milljarða
Kaupþing skilaði 25,5 milljarða króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi. Fjárfestingargeta bankans nemur allt
að þremur milljörðum evra. Hagnaður hluthafa á fyrri helmingi ársins nemur 45,8 milljörðum króna.
Kona sór í gær emb-
ættiseið forseta Indlands í fyrsta
skipti í sögunni. Í setningarræðu
sinni sagði Pratibha Patil að for-
gangsmál hennar yrðu að taka á
misrétti gegn konum á Indlandi.
Þrátt fyrir að þetta sé almennt
álitið mikilvægt skref fyrir kven-
réttindabaráttuna á Indlandi hefur
einnig borið á gagnrýni í garð Patil
frá konum sem segja hana ekki
þess umkomna að vera leiðtogi
þeirra. „Hún var valin vegna holl-
ustu sinnar,“ sagði Madhu Kish-
war, ritstjóri Manushi, tímarits
um femínisma og mannréttindi,
og vísar þar til alkunnrar tryggð-
ar Patil við hina valdamiklu
Nehru-Gandi-fjölskyldu. Patil var
handvalin í embættið af Soniu
Gandhi, leiðtoga ráðandi flokksins
á Indlandi, Þingflokksins, og vann
öruggan sigur á andstæðingi
sínum þar sem hún naut stuðnings
flokksins og pólitískra samherja
hans.
Þrátt fyrir að konur hafi setið í
valdamiklum embættum á Ind-
landi, á borð vid Gandhi og tengda-
móður hennar, Indiru Gandhi sem
var kjörin forsætisráðherra 1966,
er misrétti gagnvart konum
útbreitt á Indlandi.
Dætur eru oft álitnar byrðar á
fjölskyldum sínum þar sem sam-
kvæmt hefð borga fjölskyldur
þeirra með þeim háan heiman-
mund. Algengt er að menntun
þeirra sé ábótavant og margar fái
ekki læknisþjónustu þegar þær
veikjast.
Ætlar sér að efla rétt kvenna
umboðið
ALLIR Á VÖLLINN!
UNDANÚRSLIT
Í EM KVENNA U-19
ÞÝSKALAND - FRAKKLAND
ENGLAND - NOREGUR KR-völlur, fim. 26. júlí - kl. 19.00
Laugardalsvöllur, fim. 26. júlí - kl. 16.00