Fréttablaðið - 26.07.2007, Síða 18

Fréttablaðið - 26.07.2007, Síða 18
fréttir og fróðleikur Vonuðust eftir lægri tölum Íslendingar eru efstir á lista þrjátíu þjóða í Evrópu þar sem deilt er í lífshamingju þegnanna með mengun. Helsta ástæðan er sú hversu Íslendingar losa lítið af kol- efnissamböndum út í and- rúmsloftið samanborið við önnur lönd. Fjórar Norður- landaþjóðir eru í sex efstu sætunum. Sjálfstæð bresk hugmyndaveita sem kallast New Economics Foundation (NEF) gerði rannsóknina. Hún telur að niðurstöðurnar séu innlegg í baráttuna við hlýnun jarðar. Hugmyndaveitan kemst að þeirri niðurstöðu að Ísland sé efst á skala sem hún kallar Happy Planet Index (HPI). Hann er fenginn með því að deila í lífshamingju þegnanna með því magni kolefnissambanda sem losað er út í andrúmsloftið í land- inu. Lífshamingja þjóða í könnuninni er fundin út með því að skoða þætti eins og lífslíkur, menntunarstig og verga landsframleiðslu, en einnig huglæga þætti eins og lífsham- ingju þegnanna í löndunum þrjátíu úr fjórum rannsóknum sem gerðar voru á árunum 2003 til 2004. Hamingja Íslendinga goldin lægra Niðurstaðan er sú að Íslending- ar séu mjög hamingjusamir þrátt fyrir að menga lítið; að þeir greiði lífshamingju sína lægra verði en aðrar þjóðir. Ísland fær rúm 72 stig á skalanum og er Svíþjóð í næsta sæti með rúm 63. Ástæðan fyrir því að Ísland er í efsta sæti á listanum er að landið er í þriðja sæti yfir hamingjusöm- ustu þjóðir á listanum, aðeins Danir og Svisslendingar eru ham- ingjusamari, lífslíkur í landinu eru þær þriðju hæstu og aðeins í Lettlandi er losað minna af kolefn- issamböndum út í andrúmsloftið að meðaltali á íbúa. Íslendingar eru með 1,06 „kolefnisfótspor“ á íbúa eins og höfundarnir kalla það. Þarna skilur að meðal Íslendinga og hinna Norðurlandaþjóðanna því þær menga meira en þeir. Að mati höfunda skýrslunnar er miklvægasta forsendan fyrir því að Íslendingar losi minna af kol- efnissamböndum út í andrúms- loftið sú að þeir noti mikið af end- urnýjanlegum orkugjöfum, meðal annars að heitt vatn sé notað til að kynda híbýli í stað jarðefnaelds- neytis. Þeir segja að þetta spari íslenska þjóðarbúinu tæpar sex- hundruð milljónir króna á ári, því annars þyrfti að flytja inn olíu til húshitunar. Auk þess sem 99,9 pró- sent af öllu rafmagni í landinu sé búið til í vatnsafls- eða jarðvarma- virkjunum. Höfundarnir segja að eingöngu í þunga- og fiskiðnaði, sem og í útblæstri farartækja, sé losað umtalsvert magn kolefnis- sambanda út í andrúmsloftið á Íslandi. Þeir segja að grunngerð sam- félagsins á Íslandi líkist þeirri á hinum Norðurlöndunum því miklum fjármunum sé varið í grunnþjónustu við þegnana. Jafn- framt verji ríkisstjórn landsins meira fé til heilbrigðismála en nokkurt annað land í Evrópu og því sé lífslíkur háar - lífslíkur á Íslandi eru tæp áttatíu ár og eru aðeins hærri í Sviss og Svíþjóð. Jafnframt segja höfundarnir að Íslendingar treysti stjórnvöld- um í landinu vel og að hræðsla við glæpi sé lítil. Þeir nefna einnig að Íslending- ar horfi lítið á sjónvarpið saman- borið við aðrar þjóðir; til að mynda tæplega þrjátíu prósent- um minna að meðaltali á dag en Bretar. Ísland, Svíþjóð og Noregur eru í þremur efstu sætunum á listanum og Danmörk í því fimmta. Skýrslu- höfundar telja því að önnur lönd geti lært ýmislegt af þeim. Meðal þeirra atriða sem höfundarnir undirstrika eru þau að tekjumunur sé lítill á milli manna á Norðurlöndunum, rík- isvaldið verji miklu fé til heilbrigð- is- og menntamála og að stjórnvöld og þegnarnir láti sig umhverfismál miklu varða. Eistland, Lúxemborg og Búlgaría reka lestina á listanum með um 30 stig hvert. Margar þeirra þjóða sem eru neðstar á listanum eru í Austur- Evrópu. Þær þjóðir sem eru neðstar eiga það flestar sameiginlegt að Trjám plantað til að vega á móti mengun

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.