Fréttablaðið - 26.07.2007, Síða 19
MITSUBISHI L-200
ÓTRÚLEGA FJÖLHÆFUR JEPPI
Á FRÁBÆRU VERÐI
2.990.000 kr.
Veglegur aukahlutapakki innifalinn:
Álfelgur • 32" dekk • Klæðning í palli • Dráttarbeisli
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
0
6
0
2
Virkur þ átttakandi
Mikilvægir eiginleikar
Komdu og reynsluaktu
Einnig fáanlegur sjálfskiptur á aðeins
3.230.000 kr.
verði
meðallífshamingja og lífslíkur þegn-
anna eru lágar auk þess sem þeir
nota mikið af jarðefnaeldsneyti eins
og olíu.
Í Eistlandi og Lúxemborg eru
flest „kolefnisfótspor“ á íbúa - aðal-
ástæðan fyrir því að Lúxemborg
mengar svo mikið er að í landinu er
mikið af ferða- og flutningafyrir-
tækjum sem nota um sextíu prósent
af orku landsins, sem er tvöfalt
meira en meðaltalið í öðrum löndum
Evrópu.
Höfundar skýrslunnar segja að ekk-
ert land í Evrópu búi yfir eins mikið
af endurnýjanlegum orkulindum og
Ísland en að margar þjóðir, til að
mynda Grikkir, ættu að reyna að
nýta endurnýjanlegar orkulindir
sínar betur því það skili sér í minnk-
andi losun kolefnissambanda. Jafn-
framt eigi ríkisstjórnir í Evrópu að
setja sér kolefniskvóta til þriggja til
fimm ára, til að draga úr loftslags-
breytingum.
Þeir telja einnig að ríkisstjórnir
Evrópu ættu að reyna að draga úr
efnhags- og félagslegum ójöfnuði,
og vísa sem fordæmi meðal annars
til Norðurlandanna, því ójöfnuður
ýti undir ofneyslu í samfélögum sem
að þeirra mati er helsta orsökin fyrir
alltof mikilli mengun í Evrópu.
Félagslegur jöfnuður er því helsta
forsendan fyrir því að minnka
mengun í Evrópu að mati höfund-
anna því að lífshamingja og
umhyggja þegnanna fyrir umhverf-
inu séu besta vopnið í baráttunni
gegn hlýnun jarðar.
Tveir pókerspilarar, Phil
Laak og Ali Eslami, rétt mörðu
tölvuforritið Polaris í pókerkeppni
í fyrradag. Keppendurnir spiluðu
tvö þúsund leiki á tveimur dögum
gegn forritinu á gervigreindar-
ráðstefnu í Kanada. Þetta kemur
fram á vef tímaritsins New Sci-
entist.
Keppnin fór þannig fram að
hvor spilari um sig keppti einn á
móti forritinu, hvor í sínu her-
bergi, samtímis. Spilin voru gefin
þannig að forritið fékk alltaf sömu
hendi og keppandinn í hinu her-
berginu. Ef Laak var til dæmis
með fullt hús á hendi í sínum leik
þá var forritið með nákvæmlega
sömu spil á hendi í leik sínum gegn
Eslami í hinu herberginu. Þetta
var gert til að minnka þau áhrif
sem heppni hefur á venjulega
pókerleiki.
Eftir þúsund leiki á mánudegin-
um hafði tölvan naumlega yfir-
höndina gegn mönnunum, en þeir
náðu að merja sigur daginn eftir.
Laak og Eslami sögðu keppnina
hafa verið virkilega erfiða og
þeim þætti mikið til hæfileika for-
ritsins koma.
Úrslitin þýða að manneskjur
hafa enn yfirburði yfir tölvum í
póker, en damm var leyst á dögun-
um með forriti sem spilar alltaf
fullkominn leik. Ef forritið spilar
gegn sjálfu sér lýkur öllum leikj-
um með jafntefli.
Ekki er hægt að leysa póker á
sama hátt því spilarinn hefur ekki
allar upplýsingar um leikinn
hverju sinni, eins og í dammi, og
þarf því að reiða sig á líkur og
blekkingar til að vinna.
Mörðu tölvu í pókerkeppni