Fréttablaðið - 26.07.2007, Síða 21

Fréttablaðið - 26.07.2007, Síða 21
Flestir hugsa meira um magann en umhverfið þeg- ar grillað er. Útigrill geta valdið loftmengun í garðin- um, sérstaklega ef grillað er á kolagrilli. „Ég hugsa að fæstir hugsi um umhverfisþáttinn þegar þeir grilla,“ segir Þorsteinn Jóhanns- son, sérfræðingur hjá Umhverfis- stofnun. Hann segir að þótt meng- un af völdum útigrilla hafi aldrei verið mæld hér á landi sé hún eflaust umtalsverð. „Öll mengun hefur áhrif og þótt hún sé ekki yfir neinum hættumörkum er full ástæða til að huga að þessum málum,“ segir Þorsteinn sem hvetur fólk til þess að nota gas- grill fremur en kolagrill. „Kolagrill valda margfalt meiri mengun en gasgrill. Gasbruni er mjög hreinn og við slíkan bruna myndast nær eingöngu koldíoxíð sem er gróðurhúsalofttegund en skaðlaus fólki. Þegar grillað er á kolagrilli myndast kolmónoxíð og brennisteinsmónoxíð sem eru eitraðar lofttegundir,“ segir Þor- steinn og bendir á að við kola- bruna myndist einnig mikið sót eða svifryk sem getur verið hættulegt að anda að sér. Þegar grillað er á kolum varir bruninn mun lengur sem verður til þess að þeir sem grilla á kola- grilli sóa meiri orku og nota meira jarðefnaeldsneyti en þeir sem grilla á gasi. Þorsteinn segir að af því jarð- efnaeldsneyti sem í boði er sé gasið einna skást og því skynsam- legra að fjárfesta í gasgrilli þótt það sér örlítið dýrara. Svo er bara að bíða og sjá hvort þess verði krafist í framtíðinni að menn kol- efnisjafni sig eftir hverja grill- máltíð. Gasgrill eru umhverfisvænni Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is Tryggvabraut 1–3, Akureyri • Sími 460 3630 Afgreiðslutími Mánudaga–föstudaga 8–18, laugardaga 10–16 og sunnudaga 12–16 (ath. lokað sunnudaga á Akureyri)

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.