Fréttablaðið - 26.07.2007, Side 42
26. JÚLÍ 2007 FIMMTUDAGUR10 fréttablaðið ísmót
Heildverslunin Aría er með
umboð fyrir Schwarzkopf og Ind-
ola hárliti og er eitt þeirra fyrir-
tækja sem halda litakeppni innan
ÍSMÓTS. Sigrún Ægisdóttir á
Hársögu er einn af eigendum
Aríu og telur fyrirtækið eiga
góða möguleika í keppninni milli
umboðsaðila.
„Litirnir frá Indola og
Schwarzkopf eru sérlega öruggir
í notkun þannig að það er hægt
að stóla mjög á þá,“ segir Sig-
rún og bætir við: „Þeir eru
bjartir, fallegir, djúpir og
hreinir auk þess sem þeir
tolla vel í, þannig að ég held
að við eigum góða möguleika
í keppninni.“
Sigrún sér fyrir sér að rauð-
ir litir komi sterkar inn með
haustinu en verið hefur en
að auki fallegir ljósir litir í
ýmsum litbrigðum. „Það er
mikið um kalda, bleika tóna
sem eru þá fölir og koma inn
sem aukalitir með öðrum,“
segir Sigrún og bætir því
við að litatækninni hafi fleygt
fram. „Heillitun er mikið notuð
í dag en svo er ýmiss konar lita-
tækni notuð til að ná fram dýpt og
hreyfingu í hárið. Með flottri lita-
tækni er hægt að ná fram flottri
útkomu með ýmsum skyggingum
og litbrigðum.“
Sigrún segir að á stofunum sé
litun orðið mjög mikilvægt atriði.
„Þá skiptir gríðarlegu máli
hvernig þetta er gert
og með hvaða litum
þannig að það má
segja að þetta sé
orðin listgrein.“- sig
Litun er listgrein
Heildverslunin Ison í Kópa-
vogi er með umboð fyrir
Z.One hárlitina frá New
Attitude. Hjónin Jakob
R. Garðarsson og Sólrún
Óskarsdóttir eru eigendur
heildverslunarinnar og
ætla að taka þátt í lita-
keppni umboðsaðila á
ÍSMÓT 2007.
Jakob segir allt vera
í gangi í litum og í raun
allt leyfilegt líka. „Kaldir
litir hafa verið mest áber-
andi undanfarið en við selj-
um samt rosalega mikið
af hlýjum, brúnum litum
líka,“ segir Jakob.
Spurður hverjir kost-
ir litalínunnar séu, segir
Jakob: „Línan hefur marga
kosti og má nefna að litirn-
ir innihalda andoxunarefn-
ið Integrity 41, sem gerir
það að verkum að litirnir
haldast betur í hárinu auk
þess sem meiri dýpt verð-
ur í litunum.“ Jakob bætir
því við að þetta efni sé líka
í sjampóunum frá Z.One,
sem styðji því einstaklega
vel við hárlitinn. „Litirnir
eru mjög þægilegir í blönd-
un og ilma af apríkósum
þannig að það er ekki mikil
ammoníakstækja í litun-
um. Þá fara þeir líka rosa-
lega vel með hárið enda er
efnasamsetningin þannig
að það er ólífuolíuþykkni
með vítamín- og steinefna-
blöndu í litunum þannig að
hárið getur oft verið í betra
ástandi eftir litun heldur
en fyrir ef góðir litir eru
notaðir. Liturinn fyllir þá
upp í glufur í hárinu og það
má segja að hann fínpússi
hárið,“ segir Jakob.
Jakob segir að um sjötíu
stofur á landinu noti litina
frá Z.One og væntir góðr-
ar þátttöku frá stofunum
í keppninni. „Síðan verð-
um við líka með í sýning-
unni og kynnum þar allt til
hárlengingar. Mesti vaxtar-
broddurinn í faginu í dag
tengist hárlengingum enda
eru þar mestu nýjungarn-
ar. Hárlengingar eru rosa-
lega skemmtilegt fyrir-
bæri og mjög vandað hár
notað í þær,“ segir Jakob
og bætir því við að margar
konur geti vart án lenging-
anna verið þegar þær hafi
vanist þeim. - sig
Kaldir litir vinsælir í ár
Ásbjörg Högnadóttir, sölumaður og litaráðgjafi Ison, Jakob R. Garðars-
son og Sólrún Óskarsdóttir, eigendur Ison, ætla að halda utan um
litakeppni fyrir hönd heildverslunarinnar Ison á ÍSMÓT 2007.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Sigrún Ægisdóttir á Hársögu segir
litina frá Schwarzkopf og Indola
hafa marga kosti sem veita Aríu
góða möguleika í litunarkeppn-
inni á ÍSMÓT.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
60% MARKAÐSHLUTDEILD Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2004
MANITOU skotbómulyftarar - Þarfur þjónn, sem uppfyllir ströngustu gæði og væntingar þeirra kröfuhörðustu.
HANN ER GRIMMUR!
MANITOU MLT 634 TURBO INTERCOOLER
- VIÐURKENND VARAHLUTAÞJÓNUSTA í 44 ár
- Útvegum notaða skotbómulyftara
- Úrval notaðra lyftara á lager
Fjórhjóladrifinn
Fjórhjólastýrður
Lyftigeta: 3.400 KG
Lyftihæð: 6.050 MM
Gafflar: 1.200 MM
Vél: Perkins Turbo intercooler, 123 HÖ
LOAD SENSING!! Samtímis glussahreyfingar
án aukins snúningshraða vélar.
SKOTBÓMULYFTARI
PON PÉTUR O. NIKULÁSSON ehf.
Melabraut 23 • 220 Hafnarfjörður
Símar 552 2650 & 552 0110 • FAX: 552 1588 • e-maiL: pon@pon.is
Upplýsingar og skráning á www.si.is/ismot