Fréttablaðið - 26.07.2007, Side 45
FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2007 13ísmót fréttablaðið
Á ÍSMÓT 2007 verða veittar viðurkenningar fyrir
stofu ársins í öllum þeim greinum sem keppt er í á
hátíðinni. Brynjar Ragnarsson, markaðsstjóri Sam-
taka iðnaðarins, segir vegleg verðlaun í boði fyrir
stofur ársins en stærstu verðlaunin eru titillinn
Stofa ársins 2007.
„Það er sama keppnisregla fyrir allar stofurnar
og er tekið tillit til fimm þátta sem varða rekstur
stofanna: ímynd og umgjörð stofunnar, markaðs-
setning, samskipti og viðmót við viðskiptavini, ný-
sköpun og framtíðarsýn,“ segir Brynjar og bætir
því við að í dómnefndinni sé þrautreynt fagfólk úr
viðskiptalífinu.
Keppnin er haldin að erlendri fyrirmynd sem
gengur fyrir allar þessar mismunandi greinar. „Það
er ekkert launungarmál að sú hátíð sem við höfum
sem fyrirmynd er Global Salon Award í Hollywood.
Sú hátíð er þó eingöngu haldin fyrir hárgreiðslu-
stofur og mun hársnyrtistofa ársins verða tilnefnd
til verðlauna á hátíðinni í Hollywood auk þess
sem hún fær aðstoð við að útfylla umsóknina í þá
keppni.“
Brynjar segir hin fagfélögin vera að kanna hvort
hægt sé að senda stofur ársins í einhverjar slíkar
keppnir á erlendri grundu en helsta viðurkenning-
in felist þó í því að vera stofa ársins í hverju fagi
fyrir sig.
- sig
Stofur ársins að erlendri fyrirmynd
Brynjar Ragnarsson, markaðsstjóri Samtaka Iðnaðarins, var fangaður af Tískuteymi-
SI á sýningunni Konan í október síðastliðnum. Á myndinni eru Helga Jónsdóttir gull-
smiður, Edda Nína Heide úrsmiður, Margrét Sverrisdóttir stjórnmálakona, Heiðdís
Rúna Steinsdóttir snyrtifræðingur, Sigrún Kristín Ægisdóttir hársnyrtimeistari, Edda
Hrönn Atladóttir í Leðuriðjunni Atson og Selma Ragnarsdóttir klæðskeri.
Kormákur Geirharðsson var
hluti af tískuteymi hjá Sam-
tökum iðnaðarins árið 2003
og var hæstánægður með út-
komu teymisins. „Þátttaka
mín varð út af því að ég var
að verða fertugur og leit-
aði til klæðskera til að láta
sauma á mig jakkaföt,“ segir
Kormákur og bætir við:
„Móðir mín hafði gefið bræðr-
um mínum íslenska þjóðbún-
inginn í fertugsafmælisgjöf
en ég vildi frekar fá hnébux-
ur. Síðan var þessi skradd-
ari sem ég talaði við í þessu
teymi þannig að þetta passaði
afskaplega vel.“
Kormákur fékk fötin ódýrari
en ella fyrir þátttökuna gegn
því að sitja fyrir á myndum.
„Það leiðist mér aldrei,“ segir
hann og hlær.
Spurður hvort það hafi
verið skemmtilegt að taka
þátt í teymisvinnunni segir
Kormákur: „Það var alveg
þess virði að taka þátt í þessu
og ég hef notað fötin við há-
tíðleg tækifæri síðan og er
búinn að fá mér nokkur í við-
bót í sama stíl.“ - sig
Nýtist við
hátíðleg
tækifæri
Kormákur Geirharðsson hefur
notað fötin úr teymisvinnunni við
hátíðleg tækifæri en upphaflega
voru þau saumuð fyrir fertugsaf-
mælið hans.
Umsjón með vöru- og þjónustusýningu ÍSMÓTS 2007:
AP-sýningar, sími 511 1230, netfang ismot@appr.is
AP SÝNINGAR
Sími 511 1230
Netfang ismot@appr.is
fagmennsku í tísku, íslenskt handverk og hönnun,
gæði og glæsileika - og allt um heilsu, hollustu,
dekur og vellíðan - fyrir fólk á öllum aldri
Enginn aðgangseyrir
Búist er við þúsundum gesta alla helgina
Fyrirtæki, félög og stofnanir kynna m.a.
Sýning
sem skapa
mun ný
viðmið
Heitasta sölusýning
haustsins
Í tengslum við ÍSMÓT 2007:
helgina 1. og 2. september í nýju Laugardalshöllinni
Nánari upplýsingar á www.si.is/ismot