Fréttablaðið - 26.07.2007, Side 55

Fréttablaðið - 26.07.2007, Side 55
[Hlutabréf] Bandaríska álfyrirtækið Century Aluminum tapaði 60,7 milljónum Bandaríkjadala á öðrum ársfjórð- ungi. Það jafngildir 3,6 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar nam hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi í fyrra 45,8 milljónum Bandaríkjadala. Tekjur Century námu 464 milljónum Bandaríkjadala. Þær jukust um 3,7 prósent frá fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Sá var metfjórðungur í sögu fyrirtækis- ins. Century Aluminum er móðurfé- lag Norðuráls sem rekur álverið á Grundartanga. Félagið er skráð í bandarísku kauphöllina Nasdaq og í Kauphöll Ísland. Bréf félagsins lækkuðu um 5,3 prósent í Kauphöll Íslands í gær. Á Nasdaq í gær höfðu bréfin lækkað um rúm tvö prósent á hádegi. Century tapar 3,6 milljörðum „Nánast er óskiljanlegt hvernig krónan getur verið svona sterk, meðan viðskiptahallinn er jafn mikill og raun ber vitni. Eina hugs- anlega skýringin er náttúrlega hið háa vaxtastig,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, á kynningarfundi bankans í gær. Hreiðar sagði óvissutíma fram- undan í íslensku efnahagslífi og tók Bandaríkin sem dæmi „Við munum hvernig fór fyrir Banda- ríkjadalnum. Mikill viðskiptahalli varð á endanum til þess að dalur- inn veiktist hratt.“ Verðbólga, sterk staða krónunn- ar og mikil viðskipti á mörkuðum voru helstu ástæður góðrar afkomu þess hluta starfsemi Kaupþings sem hér fer fram, að sögn Hreiðars. Hreinar vaxtatekj- ur bankans hér námu til dæmis tæplega 12,5 milljörðum króna á fyrri hluta árs og jukust um fimm- tíu prósent milli ára. Starfsmönnum Kaupþings hefur fjölgað hratt og eru nú 2.970 tals- ins. Þrjú hundruð hafa verið ráðn- ir það sem af er ári og kvaðst Hreiðar hlakka til að ráða þann þrjúþúsundasta. Krónan óskilj- anlega sterk Exista hf. fer nú með A-hluti í finnska tryggingafélaginu Sampo sem nema 19,93 pró- sentum af heildarhlutafé í félaginu, samkvæmt tilkynn- ingu til kauphallarinnar í Helsinki. Exista kynnir í dag hálfsársuppgjör félagsins. Samkvæmt finnskum lögum má félagið eiga allt að 20 prósentum án þess að til þurfi sérstakt leyfi ISA, finnska tryggingaeftirlitsins. Fram kemur í tilkynningunni að Exista og samstæðufélög hafi í gær nýtt réttindi sam- kvæmt afleiðusamningum sem áður höfðu verið tilkynntir og farið þar með yfir 15 pró- senta flöggunarmörk. „Nemur hlutur félags- ins nú 15,58 prósentum af útgefnu hlutafé í Sampo. Í tilkynningunni kemur einnig fram að Exista Trading ehf., dóttur- félag Exista, hefur gert sam- bærilega samninga sem gefur því tilkall til 4,35 prósenta hlutafjár í Sampo til viðbót- ar,“ segir í tilkynningu til Kauphallarinnar hér. Haft er eftir Lýði Guðmundssyni stjórnarformanni Exista að litið sé á Sampo sem kjöl- festueign til langs tíma, en félagið sé hlutdeildarfélag í reikningum Exista. „Því er rökrétt að við aukum hlut okkar í Sampo sem þessu nemur og undirstrikum þannig enn frekar trú okkar á félaginu.“ Sampo Oyj er leiðandi á norrænum trygg- ingamarkaði auk þess að vera umsvifamik- ill fjárfestir. Félagið er skráð á OMX Nordic Exchange í Helsinki. Með fimmtungshlut í Sampo Kringlunni • sími 553 3536

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.