Fréttablaðið - 26.07.2007, Page 70
Sænski landsliðsmaðurinn
Freddie Ljungberg, nýjasti liðs-
maður Íslendingaliðsins West Ham
í ensku úrvalsdeildinni, fékk góðan
samning hjá stjórnarformanninum
Eggerti Magnússyni. Er hann það
góður að hann ætlar að hætta öllum
fyrirsætustörfum samhliða boltan-
um, eins og hann hefur gert þau níu
ár sem hann hefur verið hjá Arsen-
al. Þessu er haldið fram í sænskum
fjölmiðlum í gær.
Ljungberg hefur lengi verið kyn-
tákn í augum sænskra kvenna og
fleiri kynsystra þeirra um allan
heim, en Ljungberg hefur verið
vinsæl fyrirsæta í tískuheiminum
og meðal annars verið eitt helsta
andlit tískuvörurisans Calvins
Klein. Nú mun Ljungberg hins
vegar vera búinn að fá nóg af fyrir-
sætustörfunum í bili og ætlar að
setja alla sína krafta í að gera West
Ham að toppliði í ensku úrvals-
deildinni.
Að sögn umboðsmanns Ljung-
bergs, Claes Elefalk, hefur leik-
maðurinn litið framhjá áhuga ótal
félaga öll þau níu ár sem hann var á
mála hjá Arsenal. „Það þurfti eitt-
hvað mjög mikið til að fá hann burt
frá Arsenal,“ segir Elefalk.
Framtíðaráætlanir Eggerts með
West Ham, auk fjögurra ára samn-
ingsins sem hann bauð Ljungberg,
varð til þess að hann ákvað að yfir-
gefa Arsenal. „Þetta er ótrúlegur
samningur. Hann er sögulegur fyrir
sænskan fótbolta,“ segir Elefalk.
Heimildum sænskra og enskra
fjölmiðla ber ekki saman um laun
Ljungbergs og heyrast tölur frá 60 til
allt að 100 þúsundum punda í viku-
laun. Það eru um 7-12 milljónir
íslenskar krónur á viku, sem gerir
Ljungberg að einum launahæsta
leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar.
Eggert er hins vegar í skýjunum
með komu Ljungbergs til félagsins
og af ummælum hans telur hann
sænska landsliðsmanninn vera
hverrar krónu virði. „Þetta hefur
verið einn af stærstu dögum lífs
míns,“ sagði Eggert eftir að hann
kynnti Ljungberg sem leikmann
West Ham.
„Hann mun koma til með að lyfta
þessu félagi á næsta stall. Hann
hefur með sér allt sem þarf til að
gera West Ham að sigursælu liði,“
segir Eggert, auk þess sem hann er
ekki í vafa um að fjölga muni í
kvenkyns aðdáendahópi félagsins.
„Freddie mun koma til með að
lokka nýja áhangendur til félags-
ins. Hann er þekktur í öllum heim-
inum og á eftir að gera West Ham
að heimsfrægu vörumerki.“
Freddie Ljungberg ætlar að hætta að starfa sem fyrirsæta og einbeita sér algjörlega að fótboltanum með
West Ham, enda hefur hann nú efni á því. Umboðsmaður Ljungbergs lýsir samningi hans við West Ham sem
ótrúlegum. Eggert Magnússon er sannfærður um að kvenkyns aðdáendum liðsins muni fjölga á næstunni.
Landsliðskonan Ásthild-
ur Helgadóttir, leikmaður Malmö
í Svíþjóð, mun gangast undir
aðgerð á liðþófa þann 9. ágúst
næstkomandi og mun því að
öllum líkindum missa af leik
Íslands og Slóveníu ytra í
undankeppni Evrópumóts kvenna
sem fram fer 26. ágúst. Ásthildur
hefur verið sárþjáð í hnénu frá
því um miðjan maí og segir
aðgerð óumflýjanlega.
„Ég get ekki spilað meira en 20-
25 mínútur í leik og því verður að
láta laga þetta,“ segir Ásthildur,
sem verður væntanlega um 4-6
vikur að ná sér. „Ég vil ekki alveg
útiloka að geta tekið þátt í
landsleiknum en auðvitað er það
hundsvekkjandi að missa af þeim
leik. En ef ég hefði átt að missa af
einhverjum leik, þá er þessi
líklega skásti kosturinn,“ segir
Ásthildur og vísar til þess að
Slóvenía er neðst í riðlinum og
hefur ekki skorað mark til þessa.
Fer í aðgerð
á liðþófa
Enn er verið að ganga
frá smáatriðum í kaupum sænska
handboltaliðsins Malmö á
miðjumanninum Valdimar
Fannari Þórssyni hjá Fram og
verður væntanlega ekki gengið
frá félagsskiptunum fyrr en eftir
helgi. Á meðan viðræður félag-
anna standa yfir er Valdimar í
æfingabúðum með sænska liðinu
þar sem hann segir álagið heldur
meira en hann hefur áður kynnst.
„Þetta er hörkupúl og það er
æft þrisvar dag, samtals í rúma
fimm tíma. En mjög gaman,“
segir Valdimar. „Liðið er gott og
leikmenn eru mun teknískari en
heima. Ég er sannfærður um að
ég verði betri handboltamaður
hérna úti,“ bætti hann við.
Æfir þrisvar á
dag í Svíþjóð
Spilum vonandi saman í Landsbankadeildinni
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
O
R
K
3
81
51
0
7
/0
7