Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 12
 „Við viljum að hægt sé að reikna með Íslending- um í bráðalæknisþjónustu þegar skaði verður á Norður-Atlants- hafinu,“ segir Már Kristjánsson, sviðsstjóri á bráða- og slysasviði Landspítalans. Forstjóri Landspítalans, Magn- ús Pétursson, sendi í maí bréf til utanríkisráðuneytisins þar sem reifaðar voru hugmyndir stjórn- enda spítalans um hvernig mætti fylla skarð Bandaríkjahers í björgunar- og sjúkraflutningum á Norður-Atlantshafi. Í fylgiskjali bréfsins segir að brotthvarf hersins hafi gert það að verkum að landið sé berskjald- aðra fyrir stóráföllum, sérstak- lega úti á landi. „Gleymum því ekki heldur að tugir flugvéla fara yfir landið hvern dag. Það kemur að því að reyni á aðstöðu okkar til bráða- lækninga. Þetta snýst því öðrum þræði um framtíðarhlutverk okkar í almannavörnum,“ segir Magnús. Forstjórinn telur að á Landspít- alanum eigi að vera fullmönnuð miðstöð bráðalækninga og telur að erlendir háskólar gætu komið að þjálfun mannafla. Harvard-læknaskólinn og sjúkrahús hans í Boston í Banda- ríkjunum eru nefnd í þessu sam- hengi og með stuðningi Harvard yrði gengið til samstarfs við Reiknað verði með Íslandi á Atlantshafi Innan Landspítala eru hugmyndir um aukið hlutverk Íslendinga á Norður-Atl- antshafshafi, í kjölfar brotthvarfs hersins. Hér verði miðstöð bráðalæknisþjón- ustu. Utanríkisráðuneytisstjóri segir vandkvæði við fjármögnun verkefnisins. Kínversk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau munu skera upp herör gegn „fölskum fréttum“ og ólöglegum útgáfum í aðdrag- anda flokksþings Kommúnista- flokksins sem haldið er á fimm ára fresti. Talið er að það verði haldið um miðjan október. Herferðin, sem mun standa yfir til 15. október, beinist einnig gegn blaðamönnum sem taka við mútum frá fyrirtækjum fyrir að flytja jákvæðar fréttir og sitja á neikvæðum fréttum, að því er kemur fram í tilkynningu stjórn- valda. Er herferðin sögð „markviss aðgerð til að skapa heilbrigt og samstillt umhverfi fyrir árangurs- ríkt 17. flokksþing flokksins.“ Á flokksþinginu er stefna flokks- ins og landsins ákveðin til næstu fimm ára. Herferð gegn „falsfréttum“ Héraðsyfirvöld í Úljanovsk í Rússlandi hafa lýst því yfir að 12. september verði framvegis „dagur getnaðar“ og verður hjónafólki gefið frí í vinnunni til að fjölga héraðsbú- um. Hugmyndin er sú að nákvæmlega níu mánuðum síðar, þjóðhátíðardaginn 12. júní, fæðist fullt af börnum í Úljan- ovsk, þar sem fæðingartíðnin hefur lækkað jafnt og þétt eins og annars staðar í Rússlandi. Pör sem eignast barn þennan dag fá veglegar gjafir frá hinu opin- bera, svo sem bifreið, ísskáp eða peningagjöf. Dagur getnaðar í Úljanovsk Gríðarleg eftir- spurn er eftir starfsmönnum á flestum sviðum atvinnulífsins og hefur eftirspurnin verið mun meiri í allt sumar en á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi er aðeins 0,9 prósent í nýjustu mælingu Vinnumálastofn- unar og hefur ekki mælst svo lítið frá því í árslok 2000. Hinrik Fjeldsted, eigandi Atvinnu, telur að „þenslan í þjóðfé- laginu hljóti að segja til sín. Þjóðin er að mennta sig meira og þá vant- ar fólk í stöður því fyrirtækin vaxa,“ segir hann. Hinrik telur að fólk vanti til dæmis í hjúkrun og umönnunar- störf, alltaf sé þörf fyrir bókara, lagermenn, faglærða þjóna og veit- ingafólk, jafnvel bílstjóra fólks- flutningabíla. Best gangi að ráða menntað fólk, til dæmis viðskipta- fræðinga í bankana. Guðrún Símonardóttir, eigandi Ábendis, segir að sá tími fari í hönd þar sem fólk endurskipuleggi sig eftir sumarfrí og fari þá að líta í kringum sig eftir störfum. „Fólk er vakandi fyrir tækifærum og skann- ar markaðinn,“ segir hún og telur mikla þörf á tölvunar- og kerfis- fræðingum, skrifstofufólki og bók- urum. Valgerður Janusdóttir sér um ráðningar í grunnskólum borgar- innar. Hún telur að búið sé að ráða í flestar stöður en það skýrist betur í lok vikunnar. Í Kópavogi og á Akur- eyri er ástandið einnig gott. Vantar bókara og bílstjóra Prestur og tveir meðhjálparar hans létust þegar vopnaður maður hóf skothríð inni í kirkju í Missouri í Banda- ríkjunum á sunnudag. Fimm safnaðarmeðlimir særðust. Maðurinn skipaði öllum börnum að yfirgefa kirkjuna áður en hann hóf skothríðina og hélt svo 25 til 50 manns í gíslingu í stuttan tíma áður en að hann gafst upp eftir tíu mínútna samningaviðræður við lögreglu. Nokkrum tókst að flýja úr kirkjunni meðan á skothríðinni og samningavið- ræðunum stóð. Lögregla vildi ekki tjá sig um tildrög árásarinnar en greindi frá því að maðurinn væri skyldur einhverjum í söfnuðin- um. Prestur og með- hjálparar létust Skota, Færeyinga og Grænlend- inga. „Það er enginn vafi á að við þurf- um að mennta fleiri lækna,“ segir Magnús. Brugðist hafi verið við brotthvarfi hersins með auknum þyrlukosti. Hins vegar hafi ekki verið gert ráð fyrir læknum til að sinna auknum flutningum, eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu. Már kveður það stefnu spítalans að efla bráðalækningarnar. „Hug- myndin er að efla menntun allra þeirra sem að björgunarmálum koma. Þá getum við sinnt björgun- arstörfum, ekki bara á Íslandi heldur á öllu Norður-Atlantshafs- svæðinu.“ Undirbúningur að kröfugerð Starfsgreinasam- bandsins hófst í framkvæmda- stjórn sambandsins í gær. Kristj- án Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að sambandið fari fram með kröf- ur um verulegar launahækkanir „og þá ekki í neinum fáum þús- und köllum skulum við segja. Við viljum hærra kaup, það er á hreinu.“ Kristján telur ráðamenn hafa sett tóninn fyrir komandi kjara- samninga. „Þeir sendu okkur tón- inn þegar þeir hækkuðu laun seðla- bankastjóranna um tugi þúsunda,“ segir hann og bendir á að nærri 512 verkamenn þurfi til að vinna fyrir mánaðarlaunum Hreiðars Más [Sig- urðssonar, forstjóra Kaupþings]. „Án þess að það sé raunhæfur sam- anburður,“ segir Kristján. Á framkvæmdastjórnarfundin- um í gær hófst undirbúningur að þingi Starfsgreinasambandsins sem haldið verður í október og svo var mönnum skipað til verka varð- andi kröfugerðina í kjarasamnings- viðræðunum sem framundan eru. Kristján segir að félögin séu að draga að sér upplýsingar með skoð- anakönnunum og á þeim grunni verði byggt. Áhyggjur hafa verið af því að Starfsgreinasambandið verði lagt niður en Kristján segir svo alls ekki verða. Sama forysta bjóði sig fram á þinginu í haust. „Það var ókyrrð í kringum óskýran fréttaflutning í sumar en það er engan bilbug á okkur að finna og mjög góð sam- heldni í sambandinu.“ Viljum fleiri þúsund kalla Bjarni töframaður grínar og kynnir Hara systur syngja Gis Jóhannsson syngur kántrýtónlist Gospel kórinn syngur Guðmundur Jónsson flytur eigin tónlist Grillveisla Golf og berjamór Hoppukastalar Gospelmessa Uppistand Dorgveiðikeppni Línudans SJÁ DAGSKRÁ: www.skagastrond.is HUGVERKASM IÐJA DAGAR Kántrý FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ NORÐURSINS SKAGASTRÖND 17.-19. ÁGÚST 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.