Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 74
AFMÆLI „Ég á aldrei eftir að slá í gegn, það á ekki eftir að gerast, því að það heyrir enginn í mér fyrir öllum þessum öskrum.“ „Við munum fagna áttatíu ára afmæl- inu með tónleikum á menningarnótt þar sem Tómas R. Einarsson og hljóm- sveit hans spila frá klukkan 20 til 21.30. Fólk fær hér sögustund og ljúfa tón- list,“ segir Guðmundur Einarsson eig- andi Listvinahússins að Skólavörðu- stíg 43. Hann kveðst hafa verið með opið hús á menningarnótt undanfar- in ár og margir hafi komið til að fræð- ast um gömlu tímana. „Hér bjó öll fjöl- skyldan og oft bar listamenn eins og Kjarval og Einar Jónsson myndhöggv- ara að garði. Svo muna allir eftir þeim hlutum sem hér hafa verið gerðir, bæði steyptum og renndum og við erum enn að framleiða hraunkeramikið sem svo mikið var búið til af áður fyrr.“ Listvinahúsið er ein elsta leirlista- smiðja landsins. Hún hefur verið í eigu sömu ættar frá árinu 1927 er Guðmundur Einarsson frá Miðdal tók rekstur þess að sér og bjó líka í húsinu með fjölskyldu sína. Upphaflega var Listvinahúsið á Skólavörðuholtinu en árið 1964 færðist reksturinn á Skóla- vörðustíg 43 þar sem hann er í dag. Guðmundur sá sem ræður húsum þar núna er barna- barn Guðmundar frá Mið- dal. Hann kveðst hafa byrjað að læra leirmuna- gerð árið 1971 af föður sínum, Einari og síðan farið í Iðnskólann og á ýmis námskeið. „Ég lauk meistaranámi í greininni en svo skildu leiðir og ég flutti austur á Eyrarbakka með fjölskylduna. Þar bjó ég í þrettán ár og stundaði ýmsa vinnu, bæði á landi og sjó en lengst var ég þó fangavörður á Hrauninu. Var þó alltaf með leirverkstæði í kjallaran- um heima. Svo flutti ég í bæinn 1989 og var hér í Listvinahúsinu með pabba af og til að búa til leirmuni og keypti síðan af honum verkstæðið 2004.“ Til að byrja með og allt til ársins 1960 var leirinn sem notaður var í Listvinahúsinu íslenskur, aðallega frá Búðardal og af Reykjanesinu. Síðan var fluttur inn danskur leir. Skipta mátti framleiðslunni í tvennt. Annars vegar voru styttur af íslenskum sjó- mönnum, fögrum konum og fuglum og hins vegar renndir munir eins og skál- ar, vasar og krukkur sem voru gjarnan útskornir og skreyttir á ýmsan hátt, til dæmis með íslenskum steinum. Með Guðmundi frá Miðdal vann kona hans Lydia Pálsdóttir oft í List- húsinu. Hún renndi leirmuni skar út og málaði. Móðir hennar Ther- esía var líka flink að mála, einkum þóttu fálkarnir mikil listaverk. Oft var annríki í Listvinahúsinu og þar störf- uðu 15 til 16 manns þegar flest var. Nú hefur tempóið breyst því leirmunagerðin er auka- vinna og áhugamál eigand- ans Guðmundar. „Ég hef verið fangavörður í 26 ár og vinn núna í Hegning- arhúsinu á Skólavörðu- stíg,“ segir hann. „Listvinahúsið er þó opið allan daginn og við seljum þar leirmuni sem ég hef gaman af að búa til í frístundum. Margir hafa spurt af hverju við komum vörum okkar ekki víðar enda snýst mikið um það í þjóð- félaginu í dag að margfalda allt og markaðssetja sig alveg ofan í sokka. En mér finnst þetta alveg nóg.“ Íslensk fegurð bar af 50 ára afmæli Þar sem við Baulubændurnir, Sigrún og Kristberg (Kibbi) erum bæði 50 ára gömul á árinu, verður haldið upp á 100 ára afmæli fyrir vini og ætting ja sem vilja gleðjast með okkur í félagsheimilinu Þinghamri, laugardaginn 18. ágúst, klukkan 20. Mætum í góða skapinu og með dansskóna. Sigrún og Kibbi Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Grænumörk 3, Selfossi, sem lést sunnudaginn 12. ágúst, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 18. ágúst kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda Sigurgeir Ingvarsson Sigurgeir Reynisson Sigrún Magnúsdóttir Gunnar Valgeir Reynisson Kristina Tyscenko Pétur Kúld Margrét Auður Óskarsdóttir og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Daníel G. Einarsson Sundlaugavegi 18, Reykjavík, lést á Landakotsspítala mánudaginn 13. ágúst. Eva Þórsdóttir Sigurberg Hraunar Daníelsson Kristinn V. Daníelsson Unnur Garðarsdóttir Sigríður I. Daníelsdóttir Þórður R. Guðmundsson Þór Ingi Daníelsson Anneli Planman Einar Daníelsson Kristjana Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar dóttur, móður, tengdamóður, sambýliskonu, systur og ömmu, Agnesar M. Jónsdóttur Fífuhvammi 5, Kópavogi. Margrét A. Kristinsdóttir Bergþór Bergþórsson Ágústa Óskarsdóttir Jón Ólafur Bergþórsson Guðný Laxdal Helgadóttir Örnólfur Kristinn Bergþórsson Kristín Birna Sævarsdóttir Agnes Björg Bergþórsdóttir Sveinjón Jóhannesson Gróa Björg Jónsdóttir Guðlaug Jónsdóttir Nikulás Kristinn Jónsson og barnabörn. Ástkær móðir mín, amma okkar og langamma, Inga S. Jónsdóttir lést miðvikudaginn 8. ágúst á elli- og hjúkrunarheimil- inu Grund. Áður til heimilis á Miklubraut 84. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 17. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnarnir. Sjöfn Jóhannesdóttir Inga og Íris Reynisdætur Jóhannes Reynisson Marýna Lytvyn Malena og Elísa Þórisdætur Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, Guðmunda S. Halldórsdóttir Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, lést að morgni 11. ágúst á Landakotsspítala. Sverrir Kolbeinsson Sævar Björn Kolbeinsson Ævar Halldór Kolbeinsson Guðjón Steinar Sverrisson Patricia Velasco Sverrisson Kristín Ósk Guðjónsdóttir Adda Björg Guðjónsdóttir Viktor Ingi Guðjónsson Magnús Bjarni Guðjónsson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Auður Elimarsdóttir Birkiteig 26, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 10. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 17. ágúst kl. 14.00. Sigurður Þorkelsson Bjarni Árnason Berglind Sigurðardóttir Hákon Árnason María Dungal Freyja Árnadóttir og barnabörn. MOSAIK Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Magdalena Jórunn Búadóttir hjúkrunarfræðingur, Hvassaleiti 129, Reykjavík, lést á Landspítala, Landakoti, þriðjudaginn 14. ágúst. Útför verður auglýst síðar. Höskuldur Baldursson Margrét Jóna Höskuldsdóttir Torfi Pétursson Baldur Búi Höskuldsson Hanna Rut Jónasdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.