Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 98
Það er Valsmenn eru langhættulegastir af liðum Landsbankadeildarinnar þegar kemur að uppsettum atriðum en þetta kemur í ljós þegar tölfræðin er skoðuð yfir mörk skoruð eftir horn, aukaspyrnur, innköst eða vítaspyrnur í fyrstu tólf umferðum sumarsins. Valsmenn hafa skorað 15 af 26 mörkum sínum í Landsbankadeildinni í sumar undir þessum kringumstæðum sem þýðir að 58 prósent marka liðsins hafa komið eftir föst leikatriði. Það vekur enn meiri athygli að þar af er aðeins ein vítaspyrna og hin fjórtán mörkin hafa komið eftir aukaspyrnur (6), horn (5) og innköst á síðasta þriðjungi vallarins (3). Valsmenn búa vel því þeir hafa innan sinna raða góða spyrnumenn í þeim Guðmundi Benediktssyni, Baldri Aðalsteinssyni og Rene Carlsen sem allir hafa átt þrjár stoðsendingar í föstum leikatriðum. Guðmundur hefur einnig átt fjórar sendingar til viðbótar úr horni eða aukaspyrnum sem hafa verið fram- lengdar og hafa í kjölfarið skilað marki og hefur því lagt upp sjö af þessum fimmtán mörkum liðsins úr föstum leikatriðum. Markahæsti maður deildarinnar, Helgi Sigurðsson, hefur líka verið hættulegur í hornum og aukaspyrn- um en fimm marka hans hafa komið eftir föst leikatriði, tvö eftir horn, tvö eftir aukaspyrnu og loks eitt úr víti. Víkingurinn Sinisa Kekic er einnig með fimm mörk eftir föst leikatriði en fjögur af þeim eru vítaspyrnur sem hann hefur nýtt örugglega. Fylkir og HK hafa skorað fæst mörk eftir föst leikatriði, þrjú mörk hvort lið, en hlutfallslega er það topplið FH-inga sem skorar fæst mörk úr uppsettum atriðum því aðeins 20,8 prósent marka liðsins í sumar (5 af 24) hafa komið eftir föst leikatriði. Breiðablik, Keflavík og Fylkir skora líka öll yfir 70 pró- sent marka sinn í opnum leik. Skagamönnum gengur aftur á móti vel að verjast föstum leikatriðum en mótherjar þeirra hafa aðeins skoraði 3 slík mörk þar af hafa tvö þeirra komið úr vítaspyrnum. Eina markið sem eftir stendur skoraði Valsmaðurinn Dennis Bo Mortensen eftir innkast í upphafi leiks liðanna á Akranesi 19. júní. Víkingar eru það lið sem hefur fengið á sig flest mörk úr föstum leikatriðum en 12 af 19 mörkum mótherja þeirra hafa komið úr uppsettum hlutum leiksins. Það eru í rauninni aðeins þrjú lið deildarinnar sem koma út í plús þegar reiknuð er út marka- tala eftir mörk skoruðum úr föst- um leikatriðum. Valsmenn hafa skorað 10 mörkum fleiri en móth- erjar sínir úr föstum leikatriðum, Skagamenn eru með fimm mörk- um fleiri en andstæðingar sínir og FH-ingar eru síðan með eitt mark í plús. Blikar standa á jöfnu en hin sex lið deildarinnar eru í mínus. Valsmenn hafa skorað fimmtán mörk úr föstum leikatriðum, sjö mörkum meira en næsta lið og tíu mörkum meira en mótherjar þeirra hafa skorað á þá eftir horn, aukaspyrnur, innköst eða úr vítaspyrnum. Blikar þurfa að yfirbuga grýlur í hverjum deildarleik þessa dagana. Í síðasta deildarleik unnu þeir sinn fyrsta sigur á Suðurnesjum síðan 1983 þegar þeir unnu Keflvíkinga 3-0 og í kvöld mæta þeir Val í Laugardalnum þar sem þeir hafa ekki unnið leik í efstu deild síðan 21. júní 1981. Blikar unnu þá 3-1 sigur á KR- ingum á Valbjarnarvelli þar sem Sigurjón Kristjánsson skoraði tvö marka liðsins. Síðan þá hafa Blikar spilað 26 leiki í röð í efstu deild í Laugardalnum án þess að fara heim með öll þrjú stigin en marga þessa leiki léku Blikar á Valbjarnarvelli eða gömlu Hallarflötunni sem nú hýsir gervigrasið. Sigurlausir í Dalnum í 26 ár KR-ingar heimsækja Víkinga í Víkina í kvöld í miklum fallbaráttuslag í 13. umferð Landsbankadeildar karla. Víkingar unnu fyrri leik liðanna 2- 1 á KR-vellinum sem var fyrsti sigur liðsins á KR í fjórtán ár en þeir hafa aldrei unnið þá svart-hvítu í Víkinni frá því að þeir fóru að spila heimaleiki sína í Fossvoginum 1988. KR-ingar hafa unnið fimm af sex deildarleikjum liðanna á Víkingsvelli, þeir hafa farið með öll þrjú stigin í leikjum sínum þar undanfarin sextán ár og einu töpuðu stig KR-inga í Víkinni eru í 1-1 jafntefli 15. júlí 1990. Trausti Ómarssson jafnaði þá leikinn fyrir Víkinga með skalla korteri fyrir leikslok eftir aukaspyrnu Harðar Theódórssonar sem er einmitt aðstoðarmaður Magnúsar Gylfasonar í dag. Víkingar unnu KR-inga reyndar 3- 2 á heimavelli 11. ágúst 1993 en sá leikur var spilaður á Laugardalsvellinum en ekki í Víkinni. KR hefur aldrei tapað í Víkinni Meistaradeild Evrópu Enska úrvalsdeildin Ensku liðin spiluðu sína fyrstu leiki í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi. Bæði áttu Liverpool og Arsenal erfiðar viðureignir á útivelli fyrir höndum en komust vel frá verkefninu. Liverpool vann Toulouse í Frakklandi, 1-0, og Arsenal bar sigurorð af Sparta Prag, 2-0. Nýliðinn hjá Liverpool, Andryi Voronin, skoraði eina mark þeirra ensku með glæsilegu skoti af 25 metra færi. Rafael Benitez gerði margar breytingar á liði sínu frá síðustu helgi og var rólegur í leikslok. „Þetta er ekki búið enn enda aðeins eitt mark komið. Við vitum að Toulouse er með gott lið sem beitir skyndisóknum og það munu það gera á Anfield.“ Cesc Fabregas og Aleksandr Hleb skoruðu mörk Arsenal í Tékk- landi fremur seint í leiknum. Ars- enal átti erfitt uppdráttar framan af og var nærri lent undir á 9. mín- útu þegar Jan Rezek skaut í stöng- ina. En sigur Arsenal var sann- gjarn, þegar á heildina er litið. BATE vann FH í síðustu umferð og mætti Steaua Búkarest í Hvíta- Rússlandi. FH náði þar jafntefli og það gerðu Búlgararnir líka en leikn- um lauk með 2-2 jafntefli. Ljóst er að eitt lið frá Skandin- avíu verður í riðlakeppni Meistara- deildarinnar og líklega verða það Noregsmeistarar Rosenborg. Liðið vann 3-0 sigur á Tampere United í Finnlandi. Liverpool og Arsenal í góðri stöðu Englandsmeistarar Manchester United eru enn án sig- urs eftir fyrstu tvo leiki liðsins á tímabilinu í Englandi. Í gær gerði liðið 1-1 jafntefli gegn Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth. Á sama tíma vann Chelsea dýrmætan útisigur á Reading eftir að hafa lent undir. Chelsea er eitt þeirra liða sem eru enn með fullt hús stiga. Heiðar Helguson var í byrjun- arliði Bolton í fyrsta sinn og þakk- aði fyrir sig með því að skora gegn sínum gömlu félögum í Fulham á Craven Cottage. Það dugði ekki til því Fulham vann leikinn, 2-1. Paul Scholes kom United yfir gegn Portsmouth með fallegu skoti eftir undirbúning Carlos Tevez sem var í liði United í fjarveru Waynes Rooney. En Benjani skoraði í sínum öðrum leik í röð og bjargaði stigi fyrir sína menn með skalla snemma í síðari hálfleik. Cristiano Ronaldo fékk rautt spjald í leiknum sem og Sulley Muntari. Ívar Ingimarsson var í byrjun- arliði Reading og átti stoðsending- una sem gaf mark liðsins gegn Chelsea. Andre Bikey færði sér mistök Petr Cech markvarðar í nyt og kom Reading yfir. Chelsea skoraði tvívegis á þriggja mínútna kafla í síðari hálf- leik og tryggði þar með sigurinn. Brynjar Björn Gunnarsson kom inn á sem varamaður á 74. mínútu í leiknum. Manchester City er einnig með fullt hús stiga eftir 1-0 sigur á Derby og Sunderland og Birming- ham gerðu 2-2 jafntefli. Þá vann Wigan 1-0 sigur á Middlesbrough. Manchester United enn án sigurs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.