Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 36
greinar@frettabladid.is Lögreglustjórinn á höfuðborgar-svæðinu birti fróðlega grein í Morgunblaðinu 13. ágúst. Þar segir: „Tölur upplýsinga- og áætlanadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sýna, að ofbeldisbrotum á höfuðborgar- svæðinu hefur fækkað jafnt og þétt á undanförnum árum.“ Ennfremur segir í grein lögreglu- stjórans: „Að sama skapi sýna þessar tölur að alvarlegum ofbeld- isbrotum hefur fækkað umtals- vert á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra.“ Með greininni birtir lögreglustjórinn auk annars ítarefnis mynd, sem kollvarpar þessum fullyrðingum hans. Myndin sýnir, að kærðar líkams- árásir á fyrri hluta þessa árs voru fleiri – já, fleiri! – en þær voru 1998 og 2002, bæði í 101 Reykja- vík og öðrum borgarhlutum. Myndin sýnir einnig berlega, að kærðum líkamsárásum í skilningi 217. greinar hegningarlaga hefur fjölgað um meira en helming síðan í fyrra; samanburðurinn á við fyrstu sex mánuði beggja ára. Það er að vísu rétt hjá lögreglu- stjóra, að meiri háttar líkamsárás- um í skilningi 218. greinar hegningarlaga hefur fækkað frá sama tíma í fyrra, en þær voru eigi að síður tvöfalt fleiri fyrstu sex mánuði þessa árs en á sama tíma 1998. Lögreglustjórinn segir í grein sinni: „Fjöldi lögreglumanna á vakt um hverja helgi er að minnsta kosti tvöfaldur miðað við það sem venjulegt er.“ Með þessum orðum staðfestir hann fyrir sína parta það, sem allir vita og margir hafa sett út á: að lögreglan er nánast ósýnileg í miðborg Reykjavíkur á síðkvöld- um um helgar. Þess vegna meðal annars eru ofbeldisverkin eins yfirgengileg og aðalvarðstjóri hjá lögreglunni lýsti þeim í viðtali við DV 30. júlí: „Í dag linna menn ekki látum fyrr en fórnarlambið er annaðhvort meðvitundarlaust eða verulega illa farið.“ Fyrir viku lýsti ég að gefnu tilefni eftir auknu fé handa lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, svo að hún geti staðið tryggari vörð um eyru, líf og limi borgarbúa og stemmt stigu fyrir grófu ofbeldi, sem saklausir vegfarendur verða fyrir flestar helgar og stundum einnig í miðri viku, á öllum tímum sólarhrings. Ætla hefði mátt, að lögreglustjórinn á höfuðborgar- svæðinu tæki fagnandi undir svo frómar óskir úr óvandabundinni átt, en það gerði hann ekki í grein sinni í Morgunblaðinu. Hann reynir heldur að varpa ábyrgðinni á ófremdarástandinu í löggæzlu- málum höfuðborgarinnar yfir á aðra. Hann segir berum orðum: „Þar er ábyrgð borgaryfirvalda og rekstraraðila veitinga- og skemmti- staða mest.“ Og hann bætir við eins og til málamynda: „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leikur þar einnig hlutverk ...“, en það virðist vera aukahlutverk í augum lögreglustjórans. Í grein minni á þessum stað fyrir viku lýsti ég menningarástandi löggæzlumálanna svo, að þar séu allir kallaðir til ábyrgðar, svo að enginn beri ábyrgð. Þetta var ítalskt grín og átti að vera auðskil- ið. Þar suður frá var stundum sagt, þegar vitleysan og spillingin keyrðu um þverbak í stjórnartíð kristilegra demókrata: „Nú breytum við öllu, svo að ekkert breytist.“ Og þá kemst ég að því fyrir einskæra tilviljun, að dómsmálaráðherra hafði komizt að svo felldri niðurstöðu á vefsetri sínu tveim dögum fyrr: „Besta leiðin til að auka næturöryggi í miðborg Reykjavíkur er að kalla alla til ábyrgðar.“ Í þessi orð ráðherrans vitnar lögreglustjórinn með velþóknun, en hann var einmitt starfsmaður dómsmála- ráðuneytisins þar til fyrir skömmu. Sem sagt: það er opinber ásetning- ur dómsmálaráðuneytisins og lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu, að allir – það er að segja enginn! – beri ábyrgð á öryggi borgaranna. Er hægt að hugsa sér skýrari skilaboð til ofbeldismanna? Er ekki kominn tími til að setja þessum mönnum stólinn fyrir dyrnar? Í grein sinni í Morgunblaðinu ber lögreglustjórinn sig aumlega undan umræðunni um öryggismál íbúa höfuðborgarsvæðisins og gesta þeirra og segir: „Þar hafa ekki heldur verið kynntar raun- hæfar tillögur um lausnir á þeim vanda sem við er að fást.“ Ég er á öðru máli. Ég lagði það góðfúslega til fyrir viku, að dómsmálaráð- herra yrði ásamt yfirstjórn lögreglunnar kallaður til ábyrgðar á ítrekuðum ofbeldisverkum í höfuðborginni og ábyrgir menn, sem borgararnir geta treyst, tækju við yfirstjórn dómsmála og efldu löggæzlu. Sú tillaga þætti ekki bara fyllilega raunhæf, heldur beinlínis sjálfsögð í öðrum löndum, þar sem stjórnmálamönnum og embættis- mönnum er gert að axla ábyrgð á alvarlegum misbrestum í mála- flokkum, sem þeir stjórna. Ég hef spurt þingmenn um málið. Þeir segja mér, að það taki því ekki að flytja vantraust á dómsmálaráð- herrann, því það sé löngu ákveðið, að hann verði innan tíðar gerður að sendiherra. Þannig sæta menn ábyrgð á Íslandi. Ábyrgðarleysi sem lífsstíll H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Nánari upplýsingar á marathon.is. NETSKRÁNINGU LÝKUR Í DAG KL. 20 F air Trade eru alþjóðleg regnhlífarsamtök sem starfa með það markmið að efla viðskiptasambönd við þriðja heiminn. Fair Trade-merkið á að tryggja að sanngjarnt verð hafi verið greitt fyrir vöruna. Barnaþrælkun er ekki heldur liðin við framleiðslu vörunnar, starfsmenn mega vera í verkalýðsfélögum og fara á eftir Mannréttindayfir- lýsingu Sameinuðu þjóðanna auk þess sem varan á að vera fram- leidd á umhverfisvænan hátt. Fjallað var um Fair Trade, sem kalla mætti sanngjörn við- skipti, í Markaðnum í síðustu viku og var tilefnið að opnuð hefur verið lítil verslun í miðbæ Reykjavíkur sem eingöngu verslar með vörur sem eru Fair Trade-vottaðar. Slíkar vörur fást einn- ig í einhverjum mæli í heilsuverslunum og jafnvel venjulegum stórmörkuðum. Fair Trade-aðferðin hefur verið gagnrýnd og þá aðallega á þeim forsendum að um misskilda góðmennsku sé að ræða, að verðið sem greitt sé fyrir vörurnar sé iðulega hærra en raun- verulegt markaðsverð sem leiði til offramleiðslu sem aftur leiði til enn lægra verðs hjá þeim sem ekki framleiða undir merkjum Fair Trade. Það getur þó aldrei verið nema sanngjarnt að borga mann- sæmandi laun fyrir vinnu, svo ekki sé minnst á að mannréttindi framleiðendanna séu tryggð. Þannig hlýtur að vera eftirsóknar- vert að leggja sitt af mörkum til að þessari starfsemi vaxi fiskur um hrygg. Með því að velja Fair Trade-vörur er hver og einn neytandi að leggja sitt af mörkum til að bæta líf fólks í þriðja heiminum. Því meiri eftirspurn eftir vörunum því fleiri hljóta að fá tækifæri til að tengjast viðskiptanetinu. Vestrænir neytendur verða stöðugt meðvitaðri. Meðan hluti neytenda heldur vissulega áfram að auka neyslu fer sá hópur stækkandi sem velur fremur að kaupa meiri gæði í minna mæli. Þessi hópur neytenda hefur líka í vaxandi mæli áhuga á að vita hvar og við hvernig aðstæður varan er framleidd. Þessum hópi neytenda er ekki aðeins umhugað um eigin heilsu. Hann vill leggja sitt af mörkum, ekki bara með því að kaupa vörur sem framleiddar eru með virðingu fyrir því fólki sem við framleiðsluna vinnur heldur einnig jörðinni sem við byggjum öll. Ef að er gáð getur nefnilega hver og einn samfélagsþegn lagt heilmikið af mörkum til að bæta lífið á jörðinni og aðferðirnar eru fjölmargar. Val á bifreið með tilliti til þess hversu mikið hann mengar er dæmi um þetta. Vistvænst er svo vitanlega að nota almennings- samgöngur eða ferðast fyrir eigin afli gangandi eða hjólandi verði því við komið. Meðferð sorps er einnig dæmi um hvernig hver og einn getur lagt sitt af mörkum. Ábyrgðinni á framtíð jarðarinnar verður ekki eingöngu varpað til stjórnmálamanna þótt vissulega gegni þeir lykilhlutverki. Hver og einn skiptir máli og fjöldahreyfing getur gert kraftaverk. Að taka ábyrgð sem neytandi Skýrsla Ríkisendurskoðunar um kaup og endurbætur á nýrri Grímseyjarferju er þungur áfellisdómur fyrir alla sem að mál- inu koma. Segir þar að nákvæmari greining á þörf, kostnaði og ábata og ítarlegri skoðun á þeirri ferju sem keypt var hefði skipt veru- legu máli. Þá kemur fram að meðferð fjár- málaráðuneytisins á skattpeningum almenn- ings hafi verið mjög ábótavant. Ábyrgðin liggur vissulega hjá fyrr- verandi samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssyni, sem virðist hafa hunsað tillögur bæði hagsmunaaðila og eigin starfshóps. Í yfirlýsingu frá sveitarstjórn Grímseyjarhrepps kemur fram að aldrei hafi verið haft samband við neinn í sveitarstjórninni né aðra Grímseyinga, hvorki til að fá álit, athugasemdir eða til að leita eftir gögnum er málið varða. Að hunsa tillögur starfshóps sem ráðherra sjálfur skipaði er út af fyrir sig undarleg ákvörðun. Mun alvarlegra er þó að virða að vettugi tillögur heimamanna, þeirra sem mestra hagsmuna eiga að gæta í málinu. Ábyrgðin liggur ekki síður hjá Árna Mathiesen fjármálaráðherra. Af lýsingum Ríkisendur- skoðunar að dæma virðist hafa verið rík þörf á að gera miklar kröfur m.a. til verktrygg- ingar og gæðavottunar á viðgerðaraðstöðu. Það að draga úr kröfum á útboðslýsingu vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum var því bæði aum ákvörðun og afdrifarík. Þá féllst fjármálaráðuneytið líka á það með samgönguráðuneytinu og Vegagerðinni að veita leyfi til að ferjan yrði fjármögnuð með ónýttum fjárlagaheimildum en sú aðferð stenst engan veginn ákvæði 6. gr. fjárlaga fyrir árið 2006, þar sem aðeins er veitt heimild til „að selja Grímseyjarferjuna m/s Sæfara og ráðstafa andvirðinu til kaupa eða leigu á annarri hentugri ferju“. Fjármálaráðuneytið hefur því farið langt út fyrir lagalegar heimildir sínar sem er ekki bara vond stjórnsýsla eins og Ríkisendurskoð- un kemst að heldur alvarleg afglöp af hálfu ráðherra. Nýr samgönguráðherra hafði stór orð um ábyrgð þeirra ráðherra sem færu með málaflokkinn í nýafstaðinni kosningabaráttu. Nú er hann í aðstöðu til að kalla til ábyrgðar þá sem raunverulega klúðruðu málinu. Af ofangreindu að dæma er það ekki bara Vegagerðin sem þarf að sæta ábyrgð. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Afglöp ráðherra Vegagerðin sem þarf að sæta ábyrgð. Höfundur er þingmaður Framsókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.