Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 94
 Eggert Magnússon sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að enginn fótur væri fyrir þeim frétt- um að sendinefnd hefði farið til Barcelona á vegum West Ham til viðræðna um Eið Smára Guðjohn- sen. „Þetta er bara bull og vitleysa eins og margt í þessum blöðum hér úti. Það er ekki fótur fyrir þessari frétt né heldur öðrum fréttum sem hafa verið af þessum málum. Ég talaði um þetta mál í sjónvarpsviðtali um helgina og það stendur enn. Viðræður hafa átt sér stað en meira hef ég ekki að segja um málið á þessari stundu.“ Eiður Smári er meiddur og sagði Eggert Skúlason, blaðafulltrúi Eiðs Smára, að hann hugsaði ekki um neitt annað en að ná sér góðum af þeim meiðslum. Ekki er útséð hvort hann þurfi að fara í aðgerð vegna meiðslanna en ef kæmi til þess yrði hann væntanlega frá í einhverja mánuði. „Hann er vitanlega meiddur og því verður þetta bara að fá að koma í ljós. En það eru enn tvær vikur eftir af félagaskiptaglugg- anum,“ sagði Eggert Magnússon. Sjálfur hefur Eiður ávallt sagt að hann ætli að berjast fyrir sæti sínu hjá Barcelona. Hörð samkeppni eru um fram- herjastöðurnar en fyrir hjá félag- inu eru þeir Thierry Henry, Ron- aldinho, Samuel Eto‘o, Lionel Messi, Giovanni dos Santos og Bojan Krkic. Ekkert nema bull og vitleysa Franskir fjölmiðlar greindu í gær frá þeim orðrómi að Lyon hefði áhuga að fá landsliðsfyrirliðann Eið Smára Guðjohnsen í sínar raðir. Alain Perrin er stjóri liðsins og hefur hug á því að styrkja lið sitt um tvo sóknarmenn og einn miðvall- arleikmann. Eiður Smári hefur mjög svo verið orðaður við brotthvarf frá Barcelona að undanförnu og helst þá að hann verði seldur til West Ham. Eiður á við meiðsli að stríða og enn óljóst hversu lengi hann verður frá vegna þeirra. Eiður orðaður við Lyon ÍA hyggur á hefndir þegar það fær Fylki í heimsókn í Landsbankadeildinni í kvöld en Fylkismenn slógu þá út úr bikarkeppninni á sunnudags- kvöldið. Til þess þurfa leikmenn ÍA að bæta úr döpru gengi gegn Árbæjarliðinu á heimavelli undanfarin ár. Fylkismenn hafa gert góða hluti upp á Akranesi undanfarin fjögur sumur og hafa ekki tapað þar síðan 2002. Fylkisliðið er þar af með sex stig, fjögur mörk skoruð og hreint mark út úr tveimur síðustu deildarleikjum liðanna upp á Akranesi. Síðasta mark Skagamanna gegn Fylki á heimavelli skoraði Alan Marcina þegar 4 mínútur voru liðnar af uppbótartíma í 1-1 jafntefli liðanna í 1. umferð 16. maí 2004. Síðasti sigur Skaga- menna á Fylki á Akranesi fylgja einnig sárar minningar fyrir Árbæinga en hann kom í 18. umferð 21. september 2002 en með sigri hefðu Fylkismenn orðið Íslandsmeistarar. Hefna Skaga- menn í kvöld? Það eru vandræði hjá Gummersbach þessa dagana. Hver maðurinn á fætur öðrum er kominn á sjúkralista og nú síðast var Guðjón Valur Sigurðsson að meiðast á hné en Alfreð Gíslason býst ekki við honum aftur fyrr en um miðjan september. Fyrir voru á sjúkralistanum meðal annars menn á borð við Róbert Gunnars- son og Vedran Zrnic. Guðjón Valur meiddur Lawrie Sanchez, knattspyrnustjóri Fulham, segir að það hafi verið rétt ákvörðun að selja Heiðar Helguson til Bolton frá Fulham. „Við getum ekkert kvartað undan Heiðari, hann stóð sig vel á þeim tíma sem hann var hjá félaginu,“ sagði Sanchez. „Mín tilfinning var sú að fyrst einhver vildi kaupa hann gæti ég notað peninginn til annarra leikmanna- kaupa.“ Var kominn tími á Heiðar Algjört hrun hjá liðinu eftir að Stefán fór Fram hafnaði í gær öðru sinni tilboði frá Val í miðju- manninn Sigfús Pál Sigfússon. Jón Eggert Hallsson, formaður hand- knattleiksdeildar Fram, segir til- boðið hafa verið lélegt. „Þetta tilboð er 50 prósentum lægra en tilboð okkar í Andra Stef- an [leikmann Hauka] fyrr í sumar en því höfnuðu Haukar. Valur veit vel hvað þarf til að fá Sigfús og það er talsvert meira en þetta til- boð hljómaði upp á. Þetta tilboð er lægra en okkar tilboð í Elvar Frið- riksson sem er varamaður hjá þeim,“ sagði Jón Eggert sem er ekki par sáttur við framgöngu Valsmanna í málinu. „Það er tæpur mánuður síðan okkur var tilkynnt að Sigfús hefði skrifað undir samning við Val. Lögfræðingur Vals óskaði síðan eftir viðræðum nokkru seinna. Þá fengum við tilboð sem var langt fyrir neðan allt sem okkur fannst boðlegt. Það var jafnhátt og tilboð Vals í Annett Köbli sem spilar með kvennaliði okkar. Við höfum í kjöl- farið boðið alls kyns skipti á mönn- um og annað en það hefur engu skilað,“ sagði Jón. Sigfús Páll hefur ekkert æft með Fram síðan málið kom upp og hefur heldur ekki rætt við for- svarsmenn félagsins. Það hafa aðrir gert í hans stað. Jón Eggert segir að Valur beiti óheiðarlegum vinnubrögðum þar sem Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsfyrir- liði, fari fremstur í flokki. „Þetta er ákveðinn sigur fyrir Geir og félaga hans í Val. Þetta er lykilmaður okkar sem hefur ekki æft í mánuð og það veikir okkar lið. Ef Valur hefði raunverulegan áhuga á leikmanninum þá hefði félagið komið með almennilegt til- boð. Valsmenn eru hættir að koma mér á óvart enda ekki í fyrsta skipti sem þeir krukka í okkar mönnum. Má þar nefna Rúnar Kárason, Jóhann Gunnar Einarsson og svo Hildigunni sem fór í Val í fyrra. Það er alltaf sömu aðferð beitt. Geir hringir í leikmennina, ruglar í leikmönnum og svo neitar hann öllu. Hann er ekki forsvarsmaður hjá félaginu og því kemur alltaf meintur formaður handknattleiks- deildarinnar til að ræða málin síðar. Þetta er þeirra aðferð og hún er óheiðarleg,“ sagði Jón Egg- ert mjög ósáttur. Framarar segjast vilja fá Sigfús á æfingar aftur og reikna með honum í slaginn eins og staðan er í dag. Sigfús Páll á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið. Jón Eggert Hallsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, sakar Valsara um óheiðarleg vinnubrögð. Fram hafnaði öðru tilboði Vals í Sigfús Pál Sigfússon í gær. Jón segir tilboðið lægra en tilboð þeirra í Elvar Friðriksson, leikmann Vals. ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Rafstöðvar Bensín- og díselrafstöðvar í stærðum 2,5 kW -4,2 kW. HAGSTÆTT VERÐ Það er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.