Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 10
 „Fólk hefur oftast mjög takmarkaða þekkingu á öllu því sem viðkemur lífi og menningu blindra. Þessu viljum við sem erum blind endilega bæta úr yfir kaffi og með því,“ segir Bergvin Oddsson, formaður ungliðahreyfingar Blindrafélagsins Ungblind. Á laugardag ætla Bergvin og félagar hans í Blindrafélaginu að bjóða sjáandi í blint kaffihús, eins og það er kallað, í húsnæði Blindra- félagsins í Hamrahlíð. Öll ljós verða slökkt á kaffihúsunum og munu meðlimir í Ungblind sjá um að þjóna til borðs. Gestirnir fá svo að reyna hvernig það er að snæða bakkelsi og drekka kaffi í svartamyrkri. „Þetta verður oft æði skrautlegt. Þjónarnir hafa því verið lengi að þurrka af borðun- um eftir að sjáandi fólk hefur reynt fyrir sér við borðhaldið án þess að hafa sjónina til aðstoðar,“ segir Bergvin og skellir upp úr við tilhugsunina. „Svo er það þannig að sjáandi fólk er svo ótrúlega vant sjónrænu áreiti. Strax og sjónin er ekki fyrir hendi á það því til að verða svolítið lumpið og sofnar jafnvel við kaffi- drykkjuna,“ bætir hann við. Bergvin segir að kaffihúsið í Blindrafélag- inu eigi ekki aðeins að gefa fólki kost á að athuga hvernig það er að snæða án þess að sjá það sem er á boðstólum heldur geti það einnig kynnt sér það starf sem fer þar fram. Kaffihúsið taki til starfa um klukkan tvö á laugardag í tengslum við dagskrá menning- arnætur og verði opið til sex. Um að gera sé fyrir gestina að kynna sér brot af menningu blindra og reyna fyrir sér með blindrastaf í heimsókninni. „Sjáandi fólk er svo skelfilega háð augunum sínum að það reiknar oft með því að við sem ekki sjáum séum algerlega ósjálfbjarga. Ef það ætlar að vísa manni veginn vill það helst ríghalda í handlegginn á manni og tosa mann áfram, helst vill það samt bera mann. Verst er það þó þegar fólk kynnir sig ekki þegar það heilsar. Það eru ótrúlega margir sem detta inn í „gettu hver“ leik þegar það hittir blint fólk,“ segir Bergvin sem þykir lítið til þess koma að þurfa giska á við hvern hann talar. „Auðvitað vilja samt allir vel en þeir sem vilja bæta sig í samskiptum og kynnast menningu okkar betur ættu endilega að kíkja í kaffi, það verður samt ekki boðið upp á neina görótta drykki heldur aðeins hefðbundið bakkelsi í svartamyrkri.“ Blindir veita sjáandi fólki sýn yfir kaffisopa um helgina Bergvin Oddsson, formaður ungliðahreyfingar Blindrafélagsins, segir vanþekkingu á málefnum og menn- ingu blindra algenga. Fólki gefist þó tækifæri til að sjá heiminn með augum blindra á kaffihúsi um helgina. Frá og með deginum í gær má ekki reykja á börum, veitingastöðum og öðrum opinberum stöðum í Danmörku. Reykingabannið átti að taka gildi 1. apríl en var frestað til 15. ágúst svo veitingahúsaeigendur gætu undirbúið sig fyrir reyk- ingabannið. Samkvæmt dönsku lögunum má fólk reykja í sérstökum reykherbergjum á veitingastöðum og einnig á stöðum sem eru minni en fjörutíu fermetrar. Danmörk er þar með komið í hóp landa ásamt Ítalíu, Möltu, Noregi, Svíþjóð, Bretlandi og Íslandi sem hafa bannað reyking- ar á opinberum stöðum. Reykingabann í Danmörku Mauno Koivisto, þáverandi forseti Finnlands, hafnaði tilboði Rússa um að kaupa Karjalahéruðin sem Finnar misstu til Rússa í seinni heimsstyrjöld- inni, að sögn finnska dagblaðsins Kainuun Sanomat. Verðið væri of hátt og kaupin myndu stofna inngöngu Finna í ESB í hættu. Blaðið hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum að Jeltsín Rússlandsforseti hafi gefið til kynna að Karjalahéruðin væru til sölu og sömuleiðis rússneski forsætisráðherrann Gennadij Burbulis um svipað leyti og Rússar áttu í samningaviðræðum við Japana um Kuril-eyjar. Vildi ekki kaupa Karjala Hagkaup hafa innkallað nokkrar gerðir leikfanga, vegna galla hjá framleiðandanum Mattel. Lista yfir leikföngin sem innkalla á má finna á vefslóðinni hagkaup.is/ innkollun, en leikföngin eru úr flokkunum Polly Pocket og Doggie Daycare, auk þess sem leikfanga- bíll af gerðinni Cars Sarge er inn- kallaður. Verslunin biður þá sem keypt hafa slík leikföng að skila þeim í verslanir sem fyrst gegn fullri endurgreiðslu eða farga þeim. Mattel hefur innkallað alls átján milljónir leikfanga um allan heim sem ýmist eru máluð með málningu sem inniheldur of mikið af blýi eða í þeim eru seglar sem losna auð- veldlega. Fram kom á Reuters- fréttastofunni í gær að öll innköll- uðu leikföngin hafi verið framleidd í Kína, og jafnframt að kínversku leikfangasamtökin hafi vitað af göllunum í marga mánuði. Þetta er haft eftir kínverskum embættis- manni hjá samtökunum sem ekki vildi láta nafns síns getið. Sigríður Gröndal, innkaupastjóri sérvöru hjá Hagkaupum, segir að lítið af þessum tilteknu leikföngum hafi verið enn í sölu í verslunum, þar sem þau séu fæst mjög nýleg og því flest uppseld. Hún hafði ekki upplýsingar um hvort mikið hefði verið um skil. Hagkaup innkalla leikföng Árný Sigurðardóttir, forstöðumaður heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar, segir að nokk- uð hafi borið á kvörtunum undan- farið vegna hunda í nágrenni Ell- iðaánna. Á laxveiðitímabilinu sem nú stendur sem hæst er bannað að láta hunda vaða eða svamla um í ánum en mikið hefur verið um slíkt í sumarblíðunni undanfarið. „Við munum á næstu dögum setja upp skilti við ána til þess að minna hundaeigendur á það sem stendur í hundasamþykktinni. Það er stranglega bannað að fara með hunda um bakkana og því síður að láta þá baða sig eða vaða í ánni,“ segir Árný. Jón Þ. Einarsson veiðivörður í Elliðaám segir að lausaganga hunda við Elliðaár hafi truflað veiðimenn í sumar. „Það er óvenju mikið um þetta núna og það er vissulega bagalegt. Ég hugsa að góða veðrið hafi sitt að segja. Fólk kemur með hundana sína og sleppir þeim laus- um á Geirsnefi, þar sem þeir mega vera lausir, en áttar sig ekki á því að þeir mega ekki koma nálægt ánum,“ segir Jón en eins og gefur að skilja fælist laxinn burt ef hund- ar eru á sundi í ánni. Jón segir að stundum hafi þurft að kalla til hundaeftirlitsmenn vegna þessa. Þrátt fyrir þetta hefur veiðst vel í Elliðaánum í sumar og á hádegi í gær voru 764 laxar komn- ir á land. Buslið bannað á laxveiðitímanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.