Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 81
Gerðarsafn og Listasafn ASÍ grípa bæði til eldri safneignar þegar kemur að sýningarhaldi nú í sumar: Safn Alþýðusambandsins við Freyjugötu státar af hinni glæsilegu gjöf Ragn- ars Jónssonar sem kenndur var við smjörlíkis- gerðina Smára en hann lagði ASÍ til mikinn fjölda mynda eftir alla helstu listamenn á fyrri hluta síðustu aldar og myndar sú gjöf kjarnann í safninu, en það hefur hin síðari ár einbeitt sér að verkum unnum á pappír. Gerðarsafn varð líka til fyrir höfðinglegar gjafir, bæði frá ættingjum Gerðar Helgadóttur og þeirra hjóna Barböru og Magnúsar Á. Árna- sonar, en þar er líka vistað hið glæsilega safn hjónanna Ingibjargar og Þorvalds í Síld og fisk. Þau voru rétt eins og Ragnar og Björg kona hans ástríðufullir safnarar á íslenska myndlist og gátu leyft sér það í skjóli atvinnurekstrar. Um helgina verður hnykkt á verkum úr þess- um söfnum, en þau eru bæði uppspretta sýn- inga sem gefa fjölbreytt snið af íslenskri mynd- list á síðustu öld. Í Ásmundarsal á Freyjugötunni eru perlur eins Fjallamjólk Kjarvals en einnig verk yngri myndlistarmanna á borð við Birgi Andrésson og Olgu Bergmann. Þar mun söng- hópurinn Evridís skemmta á laugardag með söng kl. 16 og aftur kl. 20. Í Gerðarsafni eru margir kjörgripir sem Þorvaldur og Ingibjörg komust yfir á sínum mektarárum. Á sýningunni gefst því gott tæki- færi til að sjá nokkur af helstu meistaraverk- unum úr þessu merkasta einkasafni landsins í bland við fáséðari gersemar. Meðal þeirra má nefna verk frá fyrri hluta ferils Kjarvals, skúlptúra eftir Gerði Helgadóttur, Einar Jóns- son, Sigurjón Ólafsson og fleiri. Þá er á sýning- unni leyndardómsfullt skúlptúrverk eftir Kjar- val – listilega máluð brennivínsflaska! Ekki er kunnugt um annað verk af þessu tagi eftir þennan mikla meistara. Það var alla tíð vilji þeirra hjóna að safn þeirra væri til sýnis svo almenningur fengi notið verkanna. Í samræmi við það var þetta merka safn falið Gerðarsafni til varðveislu og eru verk úr því sýnd reglulega. Báðar sýning- arnar standa fram í september þótt gott tæki- færi verði um helgina að skoða þær. Verk úr söfnum Ragnars og Þorvalds Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.