Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 8
Hversu mörgum starfsmönn- um Ratsjárstofnunar var sagt upp á mánudag? Frá hvaða löndum eru hermennirnir sem tóku þátt í heræfingunni Norðurvíkingi í vikunni? Erfitt er að fá dýralækna út á land. Hversu margir dýralækn- ar eru starfandi á Vestfjörðum? Eigandi náttúrugarðs í Slésvík-Holstein í Þýskalandi græðir á tá og fingri á að leigja kindur og endur til einkanota. Garðeigendur geta notað dýrin til að hirða garðinn, kindurnar til að bíta grasið og endurnar til að éta snigla. Í kjölfar sniglaplágu fékk dýraleigan pantanir hvaðanæva af landinu. Að sögn eigenda er betra að nota endur en eitur til að losna við snigla. „Dýrin veita þér líka ókeypis áburð, svo að þetta eru ekki slæm kaup,“ segir eigandi dýraleigunnar. Vinsælt að leigja kind eða önd Grétar Mar Jónsson alþingismaður óttast að hafnar- gerð í Bakkafjöru verði nýtt Grímseyjarferjuævintýri. Mikil hætta sé á því að fjárveitingar séu vanáætlaðar og að hafnargerðin kosti tvöfalt og jafnvel þrefalt meira þegar upp verður staðið. Grétar bendir á að 300 metrum fyrir utan væntanlegan hafnar- garð sé rif og því þurfi hafnar- garðurinn að ná út fyrir rifið til að höfnin verði nothæf. Búast megi við að straumur beri sand inn í höfnina og honum þurfi að dæla burt. Enginn viti hve mikið það verði. „Taka þarf með í reikninginn að fara þarf í eitt mesta landgræðslu- verkefni sem sögur fara af því svo mikill sandbylur er þarna á landi. Þá þarf að gera nýja brú til að koma grjóti niður á sandana og bæta veginn frá Bakka upp á Suð- urlandsveg,“ segir hann. Grétar bendir á að enginn tíma- sparnaður verði við ferðalög þótt höfn rísi í Bakkafjöru. Breytingin felist í því að ferðamenn verði hálf- tíma á sjó og aki sjálfir til Reykja- víkur í stað þess að sigla í tvo tíma til Þorlákshafnar. Grétar leggur til að annaðhvort verði keypt stærri og hraðskreiðari ferja milli Vestmannaeyja og Þor- lákshafnar eða tvær minni ferjur verði keyptar fyrir þessa leið. Þannig væri auðvelt að fjölga eða fækka ferðum eftir þörfum. Á þessu ári hafa aldrei fleiri bílar farið um Hvalfjarðargöngin en síðastliðinn sunnudag. Þá töldu starfsmenn Spalar um 10.000 bíla fara í gegnum göngin. Fleiri bílar fóru um göngin um síðustu helgi en um verslunar- mannahelgina. Knattspyrnumót voru á Sauðárkróki og Siglufirði, handverkshátíð í Eyjafirði og síðast en ekki síst Fiskidagurinn mikli á Dalvík, en þar voru rúmlega 30.000 manns saman- komnir. Frá fimmtudegi til mánudags fóru 40.000 bílar um göngin. 10.000 bílar á einum degi Sex Ítalir voru drepn- ir í Duisburg í vesturhluta Þýska- lands aðfaranótt miðvikudagsins. Lík þeirra fundust í tveimur bif- reiðum hundrað metrum frá stærstu lestarstöðinni í borginni. Mennirnir, sem voru á aldrinum 16 til 38 ára, voru allir skotnir í höfuðið. Um sjötíu skothylki fund- ust á morðstaðnum og er talið að fleiri en einn maður hafi framið morðin. Sexmenningarnir voru allir óvopnaðir og höfðu verið að fagna átján ára afmæli eins þeirra á pítsustað í nágrenni morðstaðar- ins. Lögreglan í Duisburg sagðist í gær ekki vita hverjir frömdu morðin. Innanríkisráðherra Ítalíu, Giuli- ano Amato, greindi frá því í gær að morðin væru líklega hluti af fæðardeilu á milli tveggja hópa innan glæpasamtakanna Ndrang- heta frá Kalabríu-héraði á Suður- Ítalíu. Samtökin eru talin valda- meiri og hættulegri en sikileyska Cosa Nostran og napólska Camor- ran. Talið er að Ndranghetan flytji inn um áttatíu prósent af því kóka- íni sem flutt er inn til Evrópu. Amato telur að hinir myrtu hafi komið úr hópi innan Ndrangheta sem heitir Pelle-Romeo en að morðingjarnir hafi komið úr hópi sem heitir Strangio-Nirta. Fæðardeilan á milli hópanna er kennd við smábæinn San Luca í Kalabríu. Fimmtán morð hafa verið framin frá því deilan hófst árið 1991. Innanríkisráðherrann Amato segir að einn hinna myrtu hafi tekið þátt í fæðardeilunni þegar hún hófst. Frá árinu 2000 þar til í desember 2006 voru ekki framin morð í fæðardeilunni en þá var Maria Strangio, kona eins höf- uðpaursins í Stangio-Nirta hópn- um, myrt. Síðast var framið morð í deilunni 3. ágúst þegar Antonio Giorgi var skotinn til bana í San Luca. Yfirmaður lögreglunnar í Kalabríu-héraði, Luigi De Sena, segir að Ndrangheta-samtökin stundi umfangsmikla glæpastarf- semi í Þýskalandi en að hingað til hafi meðlimir samtakanna haft hægt um sig í landinu. Yfirvöld á Ítalíu sögðu í gær að morðin á sex- menningunum mörkuðu tímamót því þarlend glæpasamtök hefðu ekki áður átt í fæðardeilu erlend- is. Saksóknari frá Kalabríu, Salvat- ore Beomi, sagði í gær að búast mætti við frekari morðum í fæð- ardeilunni eftir blóðbaðið í Duis- burg í gær. Sex ítalskir mafíósar myrtir í Duisburg Morðingjarnir hafa enn ekki fundist. Morðin eru hluti af gamalli fæðardeilu á milli tveggja hópa í kalabrísku Ndrangheta-glæpasamtökunum. Ítölsk yfirvöld segja að þarlend glæpasamtök hafi ekki áður átt í fæðardeilu erlendis. Í Tyrklandi krefjast imamar þess að fá hærri laun fyrir vinnu sína, sem þeir eru bundnir við í átján tíma á dag alla daga vikunnar. Imamar eru trúarleiðtogar í moskum, sem stjórna þar bænahaldi og öðrum helgiathöfn- um. Þeir þurfa að vakna klukkan fjögur að morgni til að hefja bænakall og starfinu lýkur ekki fyrr en á miðnætti þegar síðustu bæn dagsins er lokið. Um 70 þúsund imamar eru í Tyrklandi. Þeir þiggja laun frá ríkinu og nema þau innan við 40 þúsund krónum á mánuði. Aðrir ríkisstarfsmenn fá greidda yfirvinnu, en ekki imamar. Imamar krefj- ast hærri launa – og farsælan vinnudag! Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Eigum einnig til notaðar vel meðfarnar TASKI gólfþvottavélar, nýkomnar úr 3ja ára rekstrarleigu frá viðskiptavinum RV. Tækifæri til að gera ótrúlega góð kaup. Einstaklega lipur vél sem hentar á svæðum þar sem aðkoma er þröng. Vél sem kemur á óvart! Reiknuð afköst 1250m2/klst Lítil og nett, en afkastamikil vél með innbyggðu hleðslutæki sem hindrar afhleðslu rafgeyma. Reiknuð afköst 1935m2/klst Á tilb oði í ágú st 20 07 U ni qu eR V 07 07 02 Rúmeni var rekinn úr vinnu sinni á dögunum eftir að móðir hans heimsótti hann í vinnuna. Mínútum áður hafði maðurinn sagt yfirmanni sínum að hún væri látin og beðið hann um pening til að borga fyrir jarðarför hennar. Yfirmaðurinn lét hann fá jafnvirði 20.000 íslenskra króna, en krafðist peninganna strax aftur þegar móðirin birtist ljóslifandi. Í kjölfarið var maðurinn rekinn og sætir rannsókn lögreglu fyrir fjársvik. Rekinn eftir innlit frá móður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.