Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 96
Jill Mansfield er 22 ára
bandarísk knattspyrnukona sem
hefur spilað við góðan orðstír með
Breiðabliki í sumar. Það uppgötv-
aðist nýlega að stelpan getur kast-
að lengra en flestir aðrir.
Með því að gera höfuðstökk nær
hún að kasta boltanum langt inn í
markteig. Jörundur Áki Sveins-
son, þjálfari Breiðabliks, vissi
ekkert um innköstin þegar Jill
kom til liðsins.
„Við vorum að tala um löng inn-
köst og ég fór að spyrja út í það
hver gæti kastað langt og þá sagð-
ist hún geta gert þetta svona og
þannig þróaðist þetta,“ segir Jör-
undur Áki.
„Þegar maður komst að því að
hún gæti þetta var engin spurning
um að reyna þetta. Hún hefur
alveg ótrúlega tækni í þessu og
sleppir boltanum alveg á hárrétt-
um tíma. Hún er með mjög
skemmtilega tækni og kastar líka
langt þegar hún tekur venjuleg
innköst,“ segir hann.
Jill var ekkert að básúna það að
hún gæti tekið svona löng innköst.
Það uppgötvaðist ekki fyrr en uppi
í stúku á Keflavíkurvelli þegar
Greta Mjöll Samúelsdóttir og
Kathryn Moos, vinkona Jill, sátu
saman og ræddu málin en þær
voru þá báðar í leikbanni. Moos
sagði Gretu frá innköstum Jill og
eftir það var þetta fljótt að spyrj-
ast út. „Ég sagði engum frá því að
ég gæti tekið svona innköst því ég
vildi að fólk sæi mig sem alvöru
knattspyrnukonu en væri ekki
bara upptekið af því að ég gæti
tekið svona innkast. Mig grunar
að liðsfélagi minn frá Bandaríkj-
unum, Kathryn Moos, hafi síðan
sagt einhverjum frá þessu,“ segir
Jill sem er nýútskrifuð úr Brown-
háskólanum í Providence á Rhode
Island. Hún vildi halda áfram að
spila fótbolta og stökk á tækifærið
þegar henni bauðst að spila á
Íslandi.
Jill segir föður sinn hafa átt
hugmyndina. „Ég var í fimleikum
áður en ég fór í fótbolta og þegar
pabbi sá stelpu gera þetta í leik
hjá eldri systur minni þá datt
honum í hug að ég gæti gert þetta.
Við byrjuðum bara að gera þetta í
garðinum heima og það tók mig
síðan um eitt ár að ná alvöru
tökum á þessu þannig að boltinn
færi alltaf á sama stað,“ rifjar Jill
upp en hún vakti mikla athygli á
árum sínum í Brown-háskólanum.
„Við skoruðum mörg mörk eftir
þessi innköst og mótherjarnir ótt-
uðust örugglega þessi innköst því
þeir voru ekki vanir að verjast
slíkum innköstum,“ segir Jill.
Innköstin hennar Jill hafa aðeins
skilað einu marki til þessa en þeir
sem hafa séð allan uslann sem þau
valda fyrir framan mark andstæð-
inganna vita að það er bara tíma-
spursmál hvenær markatalan
margfaldast.
„Ég geri mér alveg grein fyrir
því að þetta er nýtt fyrir flestum
stelpunum í Breiðabliksliðinu og
þær þurfa að gera sér betur grein
fyrir því hvert boltinn er að koma.
Ég er viss um að við förum að fá
fleiri mörk ef við æfum þetta
betur,“ segir Jill sem segir ekkert
vera erfitt að taka mörg svona
innköst en það sem sé lýjandi sé
að spretta fram og svo aftur til
baka til þess að taka innköstin, því
hún spili í vörninni.
Jörundur Áki segir innköst Jill
vera einstök. „Við vorum með
Steinþór Frey Þorsteinsson sem
tók einnig svona innköst þannig að
þetta helst innan raða Blika. Þetta
eru baneitruð innköst og ég hef
aldrei séð svona löng innköst. Hún
kastar lengra heldur en Steinþór.
Hún nær boltanum eiginlega alveg
yfir á fjærstöng. Það liggur við að
þetta sé hættulegra en horn,“ segir
Jörundur Áki.
Það uppgötvaðist á miðju sumri að bandaríska stúlkan Jill Mansfield gæti tekið óvenjuleg innköst sem
bjóða ekki aðeins upp á frábær tilþrif heldur skapa ávallt stórhættu upp við mark andstæðinganna.
Teitur Örlygsson
hefur fengið til sín Bandaríkja-
manninn Joe Webb til þess að
spila með Njarðvík í Iceland
Express-deildinni í vetur.
Webb er 24 ára gamall og 198
sentimetra framherji sem hefur
síðustu tvö ár spilað með Bellev-
ue-skólanum í 2. deild NAIA-
boltans sem er minni háskóla-
deildin í Bandaríkjunum. Webb
var með 16,1 stig, 5,7 fráköst og
2,0 stoðsendingar að meðaltali í
61 leik með skólanum.
Nýr Kani til
Njarðvíkinga
Pavel Ermolinskij
hefur verið lánaður frá Unicaja
de Málaga til Ciudad de Huelva í
spænska körfuboltanum næsta
vetur en þessi tvítugi og 202
sentimetra hái leikstjórnandi mun
þar spila við hlið Damons Johnson
sem er einnig nýkominn til
Huelva.
Pavel hefur spilað með Clínicas
Rincón Axarquia undanfarin
tímabil en það er varalið Unicaja
sem spilar í C-deildinni. Pavel var
með 7,8 stig, 3,4 fráköst og 1,6
stoðsendingar á 23,6 mínútum að
meðaltali með Axarquia á síðasta
tímabili.
Pavel hefur bara spilað alls 8
leiki og í 31 mínútu með Unicaja
de Málaga í ACB-deildinni frá því
að hann kom til liðsins frá franska
liðinu Vichy haustið 2004.
Spilar við hlið
Damons
fös. 17. ágúst kl. 19:15 Breiðablik – ÍR
fös. 17. ágúst kl. 19:15 Fjölnir – Stjarnan
lau. 18. ágúst kl. 14:00 Keflavík – Valur
lau. 18. ágúst kl. 16:00 Fylkir – Þór/KA
13. UMFERÐ
Landsbankinn býður 16 ára og yngri á völlinn.
Sækja þarf boðsmiðann í næsta útibú Landsbankans.
LANDSBANKADEILD KVENNA
fim. 16. ágúst kl. 19:15 HK – Keflavík
fim. 16. ágúst kl. 19:15 Víkingur – KR
fim. 16. ágúst kl. 19:15 Valur – Breiðablik
fim. 16. ágúst kl. 19:15 ÍA – Fylkir
fim. 16. ágúst kl. 19:15 FH – Fram
LANDSBANKADEILD KARLA
13. UMFERÐ