Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 54
16. ÁGÚST 2007 FIMMTUDAGUR12 fréttablaðið menningarnótt
Dagskrá menningarnætur
Fullorðnir
Fullorðnir ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi á menningarnótt sem stendur svo
sannarlega undir nafni. Fjölmenning, fornsögur og frægir málarar koma meðal annars við
sögu víða um bæ.
11.00 23.00 OPIÐ HÚS Á ÖLLUM HÆÐUM
Íslensku skinnhandritin, vesturfararnir til Utah, Surtseyjarsýningin, veitingar og verslun. Til kl.
23.00. Þjóðmenningarhúsið, Hverfisgötu 15.
13.00 22.00 FJALLAMJÓLK OG FLEIRA GOTT
Listasafn ASÍ býður upp á fjölbreytta sýningu á verkum eldri og yngri listamanna úr safneigninni.
Þar má meðal annars sjá málverk Jóhannesar Kjarvals og Jóns Stefánssonar sem eiga það sameigin-
legt að sýna hið dramatíska og stórbrotna í íslenskri náttúru, þar á meðal Fjallamjólk, eitt þekktasta
verk Kjarvals og jafnframt íslenskrar listasögu. Einnig má sjá nýleg verk eftir Guðrúnu Kristjáns-
dóttur, Birgi Andrésson, Olgu Bergmann og Önnu Eyjólfsdóttur sem hvert á sinn hátt fjalla um nátt-
úru og/eða menningu í samtímanum. Opið til kl. 22.00. Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41.
14.00 FORNSAGNAGANGA Í NORÐURMÝRINNI
Sigurður Jón Ólafsson og Ingibjörg Hafliðadóttir leiða gönguna. Gangan tekur rúmlega klukkustund
og hefst á Kjarvalsstöðum við Flókagötu.
16.00 KYNNUMST AFRÍKU
Áhöfn alþjóðaskipsins Logos II kynnir gestum menningarnætur afríska menningu. Litrík sýning þar
sem blandað er saman söng, dansi og leik. Lækjartorg.
17.00 LISTAVERKAUPPLIFUN Á HÓTEL HOLTI
Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur tekur á móti fólki, fer um húsið og fjallar um málverkin og lista-
mennina eins og kostur er. Hótel Holt, Bergstaðastræti 37.
OPIÐ HÚS
Þjóðmenningarhúsið, Hverfisgötu
LISTAVERKAUPPLIFUN
Hótel Holt, Bergstaðastræti
MYNDLISTASÝNING
Listasafn ASÍ, Freyjugötu
FORNSAGNAGANGA
Kjarvalsstaðir, Flókagötu
AFRÍSK MENNING
Lækjartorg
Dagskána í heild er að finna á www.menningarnott.is