Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 104
Eftir því sem ég kemst næst er gott að græða, en slæmt að
tapa. Þessa þulu tuldrar nútíma-
maðurinn fyrir munni sér. Samt
tapa allir á endanum í gröfinni, en
það er víst önnur saga. Þangað til
er hámarksgróði eina markmiðið
og skiptir þá litlu hvort þrælahald
komi við sögu eða ekki.
bara hvað gróði og
gróðapungar eru leiðinleg fyrir-
bæri. Fréttir af gróða einhverra
gróðapunga eru drepleiðinlegar
og manni er alveg sama þótt Odda-
flug fari upp fyrir Gnúp, eins og
ég las í blaði í fyrradag. Á meðan
bæði Oddaflug og Gnúpur stuðla
ekki að öðru en fokdýrum flugfar-
miðum gæti manni ekki verið
meira sama hvor á meira í FL-
grúpp.
dó náungi sem hét
Tony Wilson. Hans hagfræði var
pönk. Hann kom Manchester á
tónlistarkortið og er alræmdur
fyrir að tapa peningum. Hann
stofnaði Factory-útgáfuna og tap-
aði stíft með því að gefa út bönd
sem fáir vildu hlusta á í bland við
bönd eins og Joy Division og
Happy Mondays, sem fleiri vildu
hlusta á. Hann gerði aldrei skrif-
lega samninga við listamenn og
skipti innkomu 50/50 á milli fyrir-
tækis og listamanna. Mest selda
platan er smellurinn Blue Monday
með New Order. Umslag plötunn-
ar var svo dýrt í framleiðslu að
það var tap á hverju einasta ein-
taki. Platan seldist og seldist og
endaði sem mest selda 12” plata
sögunnar svo það varð auðvitað
stórtap á laginu. Samt datt Tony
ekki í hug að láta framleiða ódýr-
ara umslag því hann virti óskir
hönnuðarins!
með Happy Mondays var
síðasti naglinn í líkkistu Factory.
Hún var tekin upp á Barbados því
söngvarinn, Shaun Ryder, var for-
fallinn heróínfíkill og Barbados
þótti ákjósanlegur upptökustaður
því þar var víst ekkert heróín. Þar
var hins vegar allt flæðandi í
kókaíni sem Shaun skipti yfir í og
lét fyrirtækið blæða. Ekki gekk
Tony betur að græða á skemmti-
staðnum sínum, Hacienda. Þetta
var á alsæluárunum svo enginn
vildi annað en ókeypis vatn á
barnum.
var „Some
people make money, others make
history“. Hann varð 57 ára og lífs-
hlaups hans verður minnst sem
endalausrar raðar af skemmtileg-
um sögum – jafnvel flestum sönn-
um. Í gröfinni er það örugglega
ekkert verri eftirskrift en að hafa
komist upp fyrir Gnúp.
Pönkhagfræði
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
2
2
5
1
3
Gríptu augnablikið og lifðu núna
Heimasíminn
hjá Vodafone
– enn betri leið
Og1 hefur fært þúsundum fjölskyldna
umtalsverðan sparnað
• 0 kr. í alla heimasíma
Viðskiptavinir í Og1 geta hringt ótakmarkað og án þess að greiða nokkuð
í alla heimasíma innanlands.
• 0 kr. í vin í útlöndum
Ókeypis símtöl í 120 mínútur á mánuði í heimasíma í einu af 30 löndum
sem Íslendingar eiga mest samskipti við.
• Að auki njóta Og1 viðskiptavinir verulegs ávinnings í GSM og Interneti.
Heimili sem eru með GSM (minnst einn í áskrift), heimasíma og Internet hjá
Vodafone geta skráð sig í Og1.
Komdu við í verslunum okkar eða hringdu í 1414 til að fá nánari upplýsingar.
* Mánaðargjald í Betri leið hjá Símanum er 3.490 kr.
Heimasími – aðeins 1.445 kr. á mánuði *