Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 78
Pína Jóhönnu af Örk í kvöld Tilkynnt var í gær að meðal atriða á Akureyrarvöku sem haldin verð- ur um aðra helgi í lok mánaðarins verði flutt ópera Verdis eftir sögu Dumas yngri, La Traviata. Það er hin nýstofnaða Ópera Skagafjarð- ar í samvinnu við Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands sem stendur fyrir flutningnum. La Traviata er ein ástsælasta ópera Verdis og var samin eftir hinni vinælu sögu Dumas, Kamelíufrúnni. Sviðsetn- ing Óperu Skagafjarðar var frum- flutt á Sæluviku í vetur en nú gefst norðanmönnum kostur að sjá verkið í Íþróttahúsi Glerárskóla laugardaginn 25. ágúst kl. 16. Leikstjóri og sögumaður er Guð- rún Ásmundsdóttir, en hljómsveit- arstjóri er Guðmundur Óli Gunn- arsson og stjórnar hann fjórtán manna kammersveit Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands. Ein- söngvarar eru Alexandra Chern- yshova sem syngur hlutverk Violettu, Alfredo: er sunginn af Ara Jóhanni Sigurðssyni, Þórhall- ur Barðason syngur Germont, Jóhannes Gíslason lækninn, Íris Baldvinsdóttir Floru og Sigríður Ingimarsdóttir Anninu. Þá skipar kór Óperu Skagafjarðar stórt hlut- verk í uppsetningunni. Listrænn stjórnandi Óperu Skagafjarðar er Alexandra Chern- yshova og er tilkoma þessa fram- farafyrirtækis hennar hugarfóst- ur. Forsala miða fer fram í Pennanum/Akureyri, Kaupþingi/ Sauðárkróki og á midi.is. Traviata á Akureyri Kl. 20.00 Í kvöld verður óvissuför um Kvosina í boði safna Reykjavíkurborgar. Síðasta kvöldganga sumarsins á þeirra vegum. Þó að ekki sé vert að segja of mikið um gönguna í ár, er þó víst að þar mun sjónum verða beint að ólíkum hurðum og þær skoðaðar í nýju og óvæntu samhengi við sögu, listir og bók- menntir. Leiðsögn verður í höndum starfs- fólks Borgarbókasafns Reykjavíkur, Lista- safns Reykjavíkur, Ljósmyndasafns Reykjavíkur og Minjasafns Reykjavíkur. Gangan leggur af stað úr Grófinni kl. 20 og er gert ráð fyrir að hún taki rúma klukkustund. Svo var sagt í ævintýrum til forna og gripu forráða- menn Norræna hússins til þessa orðs, reyfis, þegar þeir vildu fanga athygli vina og kunningja hússins þegar það opnaði að nýju eftir breytingar. Af því tilefni eru mikil hátíðahöld í Vatnsmýrinni og hefjast á morgun: norræn menning- arhátíð stendur síðan til 26. ágúst. Víst vonast forráðamenn Reyfis til að samkomuhald með fjöl- breyttri dagskrá fleyti Norræna húsinu og starfinu þar áfram inn í veturinn og þetta upphaf marki vöxt í vinsældum. Dagskráin sem er í boði þá tíu daga sem Reyfi varir er óhemju fjölbreytt: matar- list og matarlyst, danslist og leik- list, myndlist, gjörningar og mynd- bönd, hönnun og leikur, auk bókmennta og tónlistar sem er fyrirferðarmest á dagskránni. Á laugardag verða tónlistar- menn í röð í glerskálanum sem risinn er við hlið Norræna hússins fyrir endanum á gamla háskóla- vellinum. Byrjar ballið kl. 13 og stendur fram yfir miðnætti – látlít- ið. Lay Low, Tepokinn, Maria Winther, Democrazy of Jazz, Eirík- ur Þorri og félagar og Djasskvart- ett Kára Árnasonar spila fram á rauða nótt. Þá verða opnaðar sýningar í Nor- ræna húsinu sjálfu, Plötur teknar frá gluggum og þung hurðin verð- ur upp á gátt: Rebekka Guðleifs- dóttir opnar ljósmyndasýningu, hönnunarsýning frá Álandseyjum og sýning um norrænan arkitektúr, auk framlags frá Vinnuskóla Reykjavíkur. Um miðjan dag, kl. 15, hefst fimm tíma löng sýning á íslenskum myndbandsverkum. Mun það vera fyrsta alvarlega úttektin á þessu listformi sem gerð hefur verið. Árið 2005 kom yfirlýsing um hinn nýja norræna mat frá tólf kokkum Norðurlanda. Henni er ætlað að skapa nýja skóla í matar- gerð á Norðurlöndum og helst víðar. Norræna ráðherranefndin samþykkti í kjölfarið „áætlun um nýjan norrænan mat“. Á laugardag kl. 15 gerir yfirmatreiðslumeistari Norræna hússins, Mads Holm, grein fyrir hvað í þessu felst, en á veitingastofum hússins verður nýr matseðill í framtíðinni sem byggir á nýjum markmiðum í matargerð: vönduðu hráefni og hugmyndaríkri vinnslu á hollu fæði sem byggt er á fornum grunni. Bæklingur með dagskrá Reyfis hefur þegar verið borinn inn á flest heimili. Á vefnum www.reyfi.is má skoða dagskrána, en á þessum síðum verður dagskráin birt dag- lega meðan hátíðahöldin standa. Borgartún 29 SÍMI 510 3800 FAX 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson Elías Haraldsson Lögg. fasteignasalar HÚSAVÍK – ÞAR SEM GOTT ORÐSPOR SKIPTIR MÁLI Kristnibraut 77 - Stór sólpallur Opið hús í dag frá kl. 19 - 20:30 Fr um Vorum að fá fallega og rúmgóða 3-4ra herbergja 106,2 fm íbúð á 2. hæð í 4. hæða lyftuhúsi. Húsið var byggt árið 2002 og er fallega inn- réttuð með samstæðum innréttingum og parketi á gólfum. Þvottahús innan íbúðar og flísalagt baðherbergi. Þrjú herbergi og stór stofa með útgangi út á ca 50 fm sólpall með skjólveggjum. Verð 26,7 millj. Auðun og Rannveig taka vel á móti gestum í dag frá kl. 19 - 20:30. Teikningar á staðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.