Fréttablaðið - 16.08.2007, Side 78
Pína Jóhönnu af Örk í kvöld
Tilkynnt var í gær að meðal atriða
á Akureyrarvöku sem haldin verð-
ur um aðra helgi í lok mánaðarins
verði flutt ópera Verdis eftir sögu
Dumas yngri, La Traviata. Það er
hin nýstofnaða Ópera Skagafjarð-
ar í samvinnu við Sinfóníuhljóm-
sveit Norðurlands sem stendur
fyrir flutningnum. La Traviata er
ein ástsælasta ópera Verdis og var
samin eftir hinni vinælu sögu
Dumas, Kamelíufrúnni. Sviðsetn-
ing Óperu Skagafjarðar var frum-
flutt á Sæluviku í vetur en nú gefst
norðanmönnum kostur að sjá
verkið í Íþróttahúsi Glerárskóla
laugardaginn 25. ágúst kl. 16.
Leikstjóri og sögumaður er Guð-
rún Ásmundsdóttir, en hljómsveit-
arstjóri er Guðmundur Óli Gunn-
arsson og stjórnar hann fjórtán
manna kammersveit Sinfóníu-
hljómsveitar Norðurlands. Ein-
söngvarar eru Alexandra Chern-
yshova sem syngur hlutverk
Violettu, Alfredo: er sunginn af
Ara Jóhanni Sigurðssyni, Þórhall-
ur Barðason syngur Germont,
Jóhannes Gíslason lækninn, Íris
Baldvinsdóttir Floru og Sigríður
Ingimarsdóttir Anninu. Þá skipar
kór Óperu Skagafjarðar stórt hlut-
verk í uppsetningunni.
Listrænn stjórnandi Óperu
Skagafjarðar er Alexandra Chern-
yshova og er tilkoma þessa fram-
farafyrirtækis hennar hugarfóst-
ur. Forsala miða fer fram í
Pennanum/Akureyri, Kaupþingi/
Sauðárkróki og á midi.is.
Traviata á Akureyri
Kl. 20.00
Í kvöld verður óvissuför um Kvosina
í boði safna Reykjavíkurborgar. Síðasta
kvöldganga sumarsins á þeirra vegum. Þó að
ekki sé vert að segja of mikið um gönguna í
ár, er þó víst að þar mun sjónum verða beint
að ólíkum hurðum og þær skoðaðar í nýju og
óvæntu samhengi við sögu, listir og bók-
menntir. Leiðsögn verður í höndum starfs-
fólks Borgarbókasafns Reykjavíkur, Lista-
safns Reykjavíkur, Ljósmyndasafns
Reykjavíkur og Minjasafns Reykjavíkur.
Gangan leggur af stað úr Grófinni kl. 20 og er
gert ráð fyrir að hún taki rúma klukkustund.
Svo var sagt í ævintýrum
til forna og gripu forráða-
menn Norræna hússins til
þessa orðs, reyfis, þegar
þeir vildu fanga athygli
vina og kunningja hússins
þegar það opnaði að nýju
eftir breytingar. Af því
tilefni eru mikil hátíðahöld
í Vatnsmýrinni og hefjast á
morgun: norræn menning-
arhátíð stendur síðan til 26.
ágúst.
Víst vonast forráðamenn Reyfis
til að samkomuhald með fjöl-
breyttri dagskrá fleyti Norræna
húsinu og starfinu þar áfram inn í
veturinn og þetta upphaf marki
vöxt í vinsældum. Dagskráin sem
er í boði þá tíu daga sem Reyfi
varir er óhemju fjölbreytt: matar-
list og matarlyst, danslist og leik-
list, myndlist, gjörningar og mynd-
bönd, hönnun og leikur, auk
bókmennta og tónlistar sem er
fyrirferðarmest á dagskránni.
Á laugardag verða tónlistar-
menn í röð í glerskálanum sem
risinn er við hlið Norræna hússins
fyrir endanum á gamla háskóla-
vellinum. Byrjar ballið kl. 13 og
stendur fram yfir miðnætti – látlít-
ið. Lay Low, Tepokinn, Maria
Winther, Democrazy of Jazz, Eirík-
ur Þorri og félagar og Djasskvart-
ett Kára Árnasonar spila fram á
rauða nótt.
Þá verða opnaðar sýningar í Nor-
ræna húsinu sjálfu, Plötur teknar
frá gluggum og þung hurðin verð-
ur upp á gátt: Rebekka Guðleifs-
dóttir opnar ljósmyndasýningu,
hönnunarsýning frá Álandseyjum
og sýning um norrænan arkitektúr,
auk framlags frá Vinnuskóla
Reykjavíkur. Um miðjan dag, kl.
15, hefst fimm tíma löng sýning á
íslenskum myndbandsverkum.
Mun það vera fyrsta alvarlega
úttektin á þessu listformi sem gerð
hefur verið.
Árið 2005 kom yfirlýsing um
hinn nýja norræna mat frá tólf
kokkum Norðurlanda. Henni er
ætlað að skapa nýja skóla í matar-
gerð á Norðurlöndum og helst
víðar. Norræna ráðherranefndin
samþykkti í kjölfarið „áætlun um
nýjan norrænan mat“. Á laugardag
kl. 15 gerir yfirmatreiðslumeistari
Norræna hússins, Mads Holm,
grein fyrir hvað í þessu felst, en á
veitingastofum hússins verður nýr
matseðill í framtíðinni sem byggir
á nýjum markmiðum í matargerð:
vönduðu hráefni og hugmyndaríkri
vinnslu á hollu fæði sem byggt er á
fornum grunni.
Bæklingur með dagskrá Reyfis
hefur þegar verið borinn inn á flest
heimili. Á vefnum www.reyfi.is má
skoða dagskrána, en á þessum
síðum verður dagskráin birt dag-
lega meðan hátíðahöldin standa.
Borgartún 29
SÍMI 510 3800
FAX 510 3801
www.husavik.net
Reynir Björnsson
Elías Haraldsson
Lögg. fasteignasalar
HÚSAVÍK – ÞAR SEM GOTT ORÐSPOR SKIPTIR MÁLI
Kristnibraut 77 - Stór sólpallur
Opið hús í dag frá kl. 19 - 20:30
Fr
um
Vorum að fá fallega og rúmgóða 3-4ra herbergja 106,2 fm íbúð á 2.
hæð í 4. hæða lyftuhúsi. Húsið var byggt árið 2002 og er fallega inn-
réttuð með samstæðum innréttingum og parketi á gólfum. Þvottahús
innan íbúðar og flísalagt baðherbergi. Þrjú herbergi og stór stofa með
útgangi út á ca 50 fm sólpall með skjólveggjum. Verð 26,7 millj.
Auðun og Rannveig taka vel á móti gestum
í dag frá kl. 19 - 20:30. Teikningar á staðnum.