Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 6
 Landsvirkjun skrifaði í gær undir orkusamning við ítalska fyrirtækið Becromal vegna afl- þynnuverksmiðju sem áætlað er að rísi við Eyjafjörð á næsta ári. Þá hafa samningar náðst milli Becromal og Akureyrar um lóð í Krossanesi og fjárfestingarkjör. „Við sáum að starfsemi af þessu tagi myndi henta mjög vel hér og höfum átt í viðræðum við Becrom- al í nokkur ár,“ segir Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarð- ar. Becromal er stærsta fyrirtæki í aflþynnuframleiðslu í Evrópu. Í verksmiðjunni verða fram- leiddar rafhúðaðar aflþynnur úr álþynnum. Aflþynnurnar eru not- aðar í rafþétta í framleiðslu allra raftækja. Magnús á von á því að um 90 störf skapist. Samningurinn við Landsvirkjun hljóðar upp á 75 megavött af raf- magni eða 637 gígavattsstundir á ári. Það er fimmföld orkunotkun Eyjafjarðarsvæðisins. Orkan er nú þegar til staðar svo ekki þarf að virkja. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segir það, ásamt þeirri staðreynd að framleiðslan losi engar gróðurhúsalofttegund- ir, vera eitt það besta við fram- kvæmdina. „Þetta er fyrsti samningur Landsvirkjunar við orkufrekt fyr- irtæki sem ekki er hefðbundin stóriðja,“ segir Bjarni Bjarnason, yfirmaður orkusviðs Landsvirkj- unar og formaður stóriðjusamn- inganefndar. Bandaríkjastjórn íhugar nú að setja Byltingarvarðliðana í Íran á lista yfir hryðjuverka- samtök. Með þessu hyggjast Bandaríkin auka þrýsting sinn á írönsk stjórnvöld og um leið útvega sér ástæðu til að gera árás á Íran síðar meir. Þetta yrði í fyrsta sinn sem hersveit, sem heyrir undir stjórnvöld í öðru ríki, er sett á þennan lista. Með því að setja sveitina á lista yfir hryðjuverka- samtök geta Bandaríkin svipt fyrirtæki, sem tengjast Byltingarvarðliðunum, fjármagni, auk þess sem þau geta aukið þrýsting á önnur fyrirtæki sem eiga viðskipti við fyrirtæki tengd varðliðunum með því að hóta að saka þau um að styðja hryðjuverka- starfsemi. Byltingarvarðsveitirnar eru úrvalssveit hermanna, sem þó tilheyrir ekki hinum almenna her landsins og hefur yfir eigin sjóher og flugher að ráða. Byltingar- varðsveitirnar hafa æ oftar blandað sér í málefni viðskiptalífsins, einkum að því er varðar olíuvinnslu, uppbyggingu kjarnorku og byggingastarfsemi. Minnka ólætin með skemmri opnunartíma skemmtistaða? Ertu fylgjandi heræfingum á Íslandi? „Við finnum fyrir miklum mun á sumrin og haustin. Í besta veðrinu á sumrin eru fáir á stöðvunum,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri Iceland Spa and fitness. Hann segir aðsóknina fylgja opnun skólanna. „Þegar krakk- arnir fara aftur í skóla á haustin þá kemst rútínan aftur í gang, fólk fer að mæta í vinnu og líka ræktina.“ Sævar segir mætinguna aukast um 30 prósent á haustin. „Meira að segja þeir sem mæta fimm sinnum í viku á veturna detta oft út í margar vikur á sumrin.“ Landsmenn latir á sumrinGæti orðið tilefni til innrásar HUGSAÐU VEL UM HÚÐINA ÞÚ FÆRÐ DECUBAL Í NÆSTA APÓTEKI Vextir á íbúðalán- um hafa hækkað ört upp á síðkast- ið og hafa aldrei verið jafnháir hjá viðskiptabönkunum, eða 6,20 pró- sent hjá Glitni og 5,95 prósent hjá Kaupþingi og SPRON. Íbúðalána- sjóður hefur hækkað vexti úr 4,80 í 4,85 prósent og er þess nú skemmst að bíða að vextirnir verði jafn háir og þeir voru árið 2004 áður en viðskiptabankarnir fóru að bjóða upp á íbúðalán. Vextir Íbúðalánasjóðs voru 4,70 prósent í byrjun ársins og hafa hækkað fimm sinnum á árinu. Vextir sjóðsins voru 4,80 prósent í júlí 2004 og 5,10 prósent í janúar 2004. Eftir að viðskiptabankarnir fóru að bjóða upp á íbúðalán sum- arið 2004 lækkuðu vextir Íbúða- lánasjóðs niður í 4,15 prósent þegar þeir voru hvað lægstir. Við- skiptabankarnir buðu upp á 4,15 prósenta vexti í árslok 2004 og lengst framan af 2005. Stýrivextir Seðlabankans hafa hækkað verulega að undanförnu. Þeir voru 7,25 prósent í árslok 2004 en 14,25 prósent í júlí 2007. Sé miðað við lán að fjárhæð 18 milljónir króna sé tekið í dag til 40 ára með vöxtum upp á 5,95 pró- sent þá er afborgunin 98.412 krón- ur. Miðað við sömu fjárhæð með 4,85 prósenta vöxtum er afborg- unin 85.015 krónur á mánuði. Greiðslubyrðin er því hærri í dag sem nemur tæpum 13.400 krón- um. Sé hinsvegar miðað við vexti upp á 4,15 prósent þá er afborgun- in 76.917. Munurinn er tæplega 22 þúsund krónur. Ekki er tekið tillit til verðbólgu. Friðrik S. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri hjá Kaupþingi, segir að lán séu dýrari nú en fyrir nokkrum árum en á móti komi að verðbólgan sé lægri. Verðbólgan hækki höfuðstólinn mikið og sú hækkun geymist en vextirnir komi til greiðslu strax. Þá hafi fast- eignaverð hækkað verulega á örfáum árum. Friðrik telur að fasteignaverðið hafi tvöfaldast frá því fyrir þrem- ur árum. „Fólk þarf nú að taka stærra lán og það er auðvitað miklu erfiðara greiðslulega séð en þegar íbúðaverðið var lægra. Það hafði staðið í stað mjög lengi og var full lágt en hafði hækkað mikið erlendis. Leiðrétting var því tímabær,“ segir hann. Lúðvík Elíasson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að miðað við óbreyttar forsendur haldist vextir líklega óbreyttir næstu mánuði og fari svo lækk- andi. Vextir á íbúðalán- um hafa hækkað Vextir á íbúðalánum hafa hækkað verulega og eru nú komnir upp í um og yfir sex prósent hjá viðskiptabönkunum. Mánaðarleg afborgun er upp undir 22 þús- undum króna hærri nú en fyrir þremur árum þegar vextirnir voru lægstir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.