Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 48
 16. ÁGÚST 2007 FIMMTUDAGUR6 fréttablaðið menningarnótt Sirkustvíeykið Hand in hand verður með námskeið fyrir börn á menningarnótt auk þess sem tvíeykið leikur listir sínar. Tvíeykið og sirkuslistamennirnir Katja Korström og Mattias And- ersson hafa ferðast um heiminn með Cirkus Cirkör. Þau kalla sig Hand in hand og hafa slegið í gegn í Svíþjóð það sem þeim er hrósað fyrir ótrúlega færni og húmor. Ný- verið samdi Katja sirkusverk sem fléttað var saman við söngleik í Gautaborg í Svíþjóð og hlaut það afar góðar viðtökur og er Katja stjarna þar um slóðir. Þau verða í Norræna húsinu á menningarnótt þar sem norræna menningarhá- tíðin Reyfi mun hefjast sama dag. „Þau verða með sirkusnámskeið fyrir börn og unglinga. Ásamt því sem þau verða með óvænt atriði, en það er algert leyndarmál sem ég get ekki greint frá núna,“ segir Max Daager hjá Norræna húsinu. Þau munu endurtaka óvænta at- riði nokkrum sinnum yfir daginn svo enginn ætti að missa af því. „Þau eru svakalega góð og hafa vakið heilmikla athygli í föður- landi sínu Svíþjóð, þau eru alger- ar stjörnur þar,“ segir Max. Upplýsingar um þau Kötju og Mattias er að finna á vefsíðunni handinhand.se. -keþ Sirkusstjörnur frá Svíþjóð Katja Kortström og Mattias Andersson sýna hér smjörþefinn af því sem koma skal á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Mattias rúllar um í hring eins og ekkert sé auðveldara. HULIN LJÓSVERK Haukur Snorrason ljósmynd- ari opnar sýning- una Hulin ljósverk á Kaffi Sólon í Banka- stræti á menning- arnótt. Um er að ræða myndir af óþekktum formum og litum úr náttúrunni sem fólki eru hulin á jörðu niðri en hann hefur náð að fanga úr lofti á síð- ustu misserum. Stemningin er mitt á milli málverks og ljósmyndar en ekki eins og í landslagsmyndum sem við eigum að venjast. Sýningin verður uppi á opnunartíma kaffihússins til 14. september. Ljósverk Hauks eru listaverk. Það má búast við miklu stuði, miklum tónlistarmönnum og miklum mannfjölda á Mikla- túni á menningarnótt þegar Landsbankinn, Rás 2 og Menn- ingarnótt bjóða til stórtónleika í þeim fagra almenningsgarði. Tónarnir byrja að streyma um loftin blá klukkan 16; síðan verður pásað í matarhléi milli 18 og 20, en þá byrjar tóna- flóðið aftur og stendur til 22.30. „Eftir 20 ára „comeback“ hljóm- sveitarinnar Mezzoforte á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis í fyrra var ljóst að staðsetningin væri sprungin sem tónleikastað- ur Landsbankans á menningar- nótt,“ segir Jóhannes Ásbjörns- son, sérfræðingur í markaðsdeild Landsbankans. „Þá var orðið mjög erfitt að hreyfa sig í mannþröng- inni og því einstaklega hentugt og kærkomið þegar Reykjavíkur- borg bauð okkur að eiga samstarf við Rás 2 um stórtónleika á Mikla- túni,“ segir Jóhannes, en nú sem endranær verður Landsbankinn með opið hús í Austurstræti með tilheyrandi karnivalstemningu, barnadagskrá, listaverkarúnti og fagurri tónlist fyrir gesti og gang- andi. „Miklatún hefur sannað sig sem okkar eigið Central Park og hefur Reykjavíkurborg þá sýn að garðurinn sé besti vettvang- urinn fyrir stórtónleika af þessu tagi. Fyrri partinn stíga á stokk Mínus, Ampop, Pétur Ben, Von- brigði og Ljótu hálfvitarnir, en eftir matarhléið skemmta gest- um Sprengjuhöllin, Eivör ásamt færeyskri hljómsveit sinni, Á móti sól, Megas og Senuþjófarn- ir, og síðast en ekki síst Manna- korn ásamt Ellen Kristjánsdótt- ur, sem af þessu tilefni koma aftur fram í upprunalegri mynd,“ segir Jóhannes og bætir við að allir ald- urshópar muni finna eitthvað við hæfi á Miklatúni. „Kannski verður ívið meiri rokktónlist að smekk yngri kyn- slóðanna að deginum til, en ör- uggt að allir finna sitt eyrnakon- fekt um kvöldið. Ég er ekki viss um að yngsta fólkið átti sig á hve dásamlega smelli Mannakorn eiga í fórum sínum en þau eru ófá lögin sem allir þekkja og geta tekið undir með í. Svo skemmir ekki hve umgjörð tónleikanna er yndisleg á síðsumarskvöldi með öllum sínum marglitu blómum og ilmandi gróðri. Vonandi mæta sem flestir og njóta þess að hafa það ógleymanlega gaman saman,“ segir Jóhannes fullur tilhlökkun- ar, en þess má geta að fjölmenn- ustu útitónleikar Íslandssögunnar voru haldnir á Hafnarbakkanum á menningarnótt 2004 þegar hundr- að þúsund gestir hlustuðu á lista- menn kvöldsins. Miklir á Miklatúni Séð yfir mannþröngina á tónleikum Landsbankans á menningarnótt í fyrra FRÉTTABLAÐIÐ/LANDSBANKINN haust 2007 Verslun Rauðarárstíg 14 sími: 551 5477
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.