Fréttablaðið - 07.09.2007, Side 2

Fréttablaðið - 07.09.2007, Side 2
Bjarnleifur, er glatt á hjalla í Glaðheimum? „Í dag mun allur heimur- inn hlusta á rödd hans á hverri ein- ustu útvarps- og sjónvarpsstöð,“ sagði ítalski tenórinn Placido Domingo um félaga sinn Luciano Pavarotti, sem lést í fyrrinótt. „Og það mun halda áfram,“ bætti Domingo við. „Hann mun aldrei hætta.“ Pavarotti var 71 árs þegar hann lést á heimili sínu í Modena á Ítalíu af völdum krabbameins í brisi, sem hann hafði glímt við frá því á síðasta ári. Hann var lagður aftur inn á sjúkrahús í síðasta mánuði en nú síðustu dagana dvaldi hann heima hjá sér í faðmi fjöl- skyldunnar. „Þetta er mjög dapurlegur dagur, og ekki bara fyrir óperu- heiminn,“ sagði spænski tenórinn Jose Carreras, sá þriðji af „tenór- unum þremur“ – ásamt Pavarotti og Domingo, sem slógu svo ræki- lega í gegn á síðasta áratug. Rödd Pavarottis þótti nánast einstæð í óperusögunni og hann gerði meira en flestir til að afla óperutónlist vinsælda víða um heim. „Hann var auðvitað einn stór- brotnasti tenór sögunnar, einn af mikilvægustu söngvurum óper- usögunnar,“ sagði Carreras og bætti því við að Pavarotti hefði reynst sér góður vinur og hjálpað sér í gegnum erfið veikindi á sínum tíma. Pavarotti verður jarðsunginn á morgun í dómkirkjunni í Modena. Einstæð rödd er þögnuð Sex konur og einn karl sóttu um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli. Umsækj- endur eru sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, sr. Ása Björk Ólafsdóttir, sr. Guðbjörg Jóhann- esdóttir, sr. Guðrún Karlsdóttir, dr. theol. Rúnar M. Þorsteinsson, cand. theol. Sigríður Hrönn Sigurðardóttir, sr. Þórhildur Ólafs. Ólafur Jóhannsson, formaður Prestafélags Íslands, segir konur skipa rúmlega 27 prósent prestastéttar á Íslandi. „Að hluta til endurspegla þessar umsóknir ákveðið viðhorf margra presta um að þar sem tveir prestar þjóni saman þá sé annar karl og hinn kona,“ segir Ólafur. Sex konur og einn karl sóttu um embætti Uppstoppað eyði- merkurljón sem flutt var til Íslands í fyrrasumar á að færa úr vörslu Umhverfisstofnunar og koma í hendur lögreglu. Þetta segir umhverfisráðuneytið, sem fékk kæru frá eiganda ljónsins vegna ákvörðunar Umhverfisstofnunar um að leggja hald á það. Eyðimerkurljón eru á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Þessu ljóni fylgdi útrunnið suður-afrískt leyfi fyrir útflutningi til Bandaríkjanna. Í úrskurðinum segir að Umhverfis- stofnun hafi farið út yfir valdsvið sitt með því að taka ljónið. Lög- reglan eigi að fá ljónið og rannsaka málið. Eigandinn, sem mun vera uppstoppari og safna sjaldgæfum dýrum, fær því ljónið að minnsta kosti ekki í bráð og líkast til aldrei. Umrætt eyðimerkurljón er reyndar í augnablikinu í sýningar- kassa í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar hefur það verið frá því þremur dögum fyrir alþingiskosningar í vor. Þá afhjúpaði þáverandi umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz, sýningarkassann með ljóninu og fleiri dýrum og afurðum af dýrum í útrýmingarhættu. Tilgangurinn er að vekja athygli á alþjóðlegum samningi um bann við verslun með dýr og plöntur í útrýmingarhættu og með afurðir úr þeim. „Það er óvenjuslæmt að hafa ekki starfsfólk á göngum í 550 barna skóla við upphaf skólaárs,“ segir Kristín Jóhanns- dóttir, aðstoðarskólastjóri Hagaskóla. Enn vantar tvo skólaliða og einn starfsmann í mötuneyti í skólann. „Stjórnendur verða auðvitað að bregðast við þegar ástandið er svona og við höfum gengið í þessi verk sjálf.“ Kristín segir ástandið helst bitna á því starfsfólki sem fyrir er og nemendum. „Nemendur fá ekki eins mikla gæslu á göngunum og ætti að vera,“ segir Kristín og bendir á að komi upp atvik á göngunum sé öryggi nemenda ekki tryggt þegar ekkert starfsfólk sé til staðar. Aðstoðarskóla- stjórinn vinnur í mötuneytinu Íslendingar nota hlutfallslega langminnst af jarðefnaeldsneyti af þeim ríkjum sem falla undir Kyoto- bókunina samkvæmt nýrri skýrslu Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna um hvernig draga megi úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda hjá viðkomandi ríkjum. Greint er frá þessu á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins. Hlutur Íslands er einungis 27,5% af heildarorkunotkun þjóðarinnar þar sem að hér er einungis notuð endurnýjanleg orka til raforkuframleiðslu og til upphitunar. Írland er með hæsta hlutfall notkunar jarðefnaeldsneytis eða 98 prósent. Meðaltalið hjá ESB eru tæp 80 prósent. Ísland notar langminnst Þrjú fyrirtæki hafa þegar skoðað aðstæður á Íslandi fyrir uppsetningu netþjónabúa og bendir margt til að fyrirtæki með Íslendinga í fararbroddi muni ríða á vaðið, að því er kom fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra á ráðstefnu um netþjónabú í gær. Fyrirtækin íhuga uppsetningu stórbúa sem þurfa hvert um sig raforku sem nemur 50 til 100 megavöttum innan næstu ára. Raforkuþörf fyrir slíka starfsemi gæti á næstu þremur til fimm árum numið 200 til 250 mega- vöttum samkvæmt áætlunum iðnaðarráðuneytisins. - Þrjú fyrirtæki hafa sýnt áhuga Húsin við Lækjar- götu 2 og Austurstræti 22 sem brunnu í apríl verða endurreist í sinni upprunalegu mynd; horft verður til þess hvernig húsin litu út á blómaskeiði sínu við endur- byggingu þeirra. Einni hæð verður hugsanlega bætt við húsið á Lækjar- götu 2 og húsið sem stóð við Lækjargötu 4, sem nú er á Árbæjar- safni, verður kannski flutt aftur á sinn upprunalega stað eftir að húsið við Hafnarstræti 20 hefur verðið rifið. Tillaga frá arkitektastofunum Argosi, Gullinsniði og Studio Granda sem meðal annars felur þetta í sér var valin úr sextán til- lögum sem bárust í hugmyndasam- keppni sem Reykjavíkurborg efndi til eftir brunann. Dómnefnd sem valdi tillöguna kynnti hana í gær. Tillagan ber heitið Ó borg, mín borg og er sögulegt samhengi og varðveisla sögulegra minja sagt vera forgangsatriði í henni. Hlutar tveggja annarra tillaga sem var skilað inn verða auk þess keyptar og verður líka unnið með þær við gerð nýs deiliskipulags fyrir Kvos- ina. Hanna Birna Kristjánsdóttir, meðlimur í dómnefndinni og for- maður Skipulagsráðs Reykjavíkur- borgar, segir að borgaryfirvöld vilji að tillagan verði undirstaðan í nýja deiliskipulaginu, „Við féllum algerlega fyrir þessari tillögu. Hún markar nýtt upphaf fyrir þennan elsta bæjarhluta borgarinnar,“ segir Hanna Birna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segist sannfærður um að tillagan verði öllum Reyk- víkingum til sóma, en sama dag og húsin brunnu í apríl sagði hann að þau yrðu endurbyggð. Hanna Birna segist gera ráð fyrir því að vinnu við nýja deiliskipulagið verði lokið fyrir áramót og Vilhjálmur borgar- stjóri segist reikna með að fram- kvæmdir á svæðinu geti hafist fljótlega á næsta ári. Margrét Harðardóttir, einn af arkitektunum sem teiknuðu verð- launatillöguna, segist vona að hægt verði að ná sátt um tillöguna því það sé miðbænum fyrir bestu. „Við þurfum að byggja miðbæ Reykja- víkur upp á almennilegan hátt og þessi tillaga miðar að því.“ Hægt er að kynna sér tillöguna betur á heimasíðu Reykjavík- urborgar www.rvk.is Talin marka nýtt upphaf í Kvosinni Húsin sem brunnu við Lækjargötu og Austurstræti verða endurbyggð og bætt. Valin hefur verið tillaga frá arkitektum um uppbyggingu í Kvosinni sem farið verður eftir við gerð deiliskipulags. Vinnu við deiliskipulagið á að ljúka fyrir jól.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.