Fréttablaðið - 07.09.2007, Page 13

Fréttablaðið - 07.09.2007, Page 13
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra kynnti í fyrradag fundaröð sem íslensk stjórnvöld efna til í vetur í samvinnu við alla háskóla landsins. Fundirnir munu snúast um stöðu Íslands á alþjóðavett- vangi, erindi og ávinning. Rektorar háskólanna átta voru viðstaddir kynninguna sem haldin var í utanríkisráðuneytinu. Fundaröðin hefst í dag í Háskóla Íslands og henni lýkur á vordögum 2008 með alþjóðlegri ráðstefnu. Á fundum vetrarins verða fjölmörg svið alþjóðamála á dagskrá. Ísland á al- þjóðavettvangi Rafrænir lyfseðlar voru teknir í notkun á Selfossi um síðustu mánaðamót. Er það fyrsti áfangi í að innleiða slíkt lyfseðlakerfi hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun. Áætlað er að notkun rafrænna lyfseðla verði komin í gagnið um land allt í byrjun næsta árs. Fyrir tveimur árum var ákveðið að taka í notkun kerfi fyrir ofangreinda þjónustu. Með þessu fyrirkomulagi hafa læknar aðgang að miðlægri gátt þar sem lyfseðlar eru vistaðir og hægt verður síðan að sækja þá í hvaða lyfjabúð sem er. Rafrænir lyf- seðlar í notkun Vodafone hefur gert samning við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um kaup á tæknibúnaði vegna uppbyggingar Vod- afone á langdrægu GSM-farsímakerfi. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, móðurfélags Vodafone, og Sun Zheng Yang, fulltrúi Hua- wei, skrifuðu undir samninginn í utanrík- isráðuneytinu í gær. Uppsetning kerfisins hefst í október og er áætlað að henni ljúki næsta sumar. Reykjanes verður fyrst í röðinni og verður kerfið sam- stundis virkt þar. Í heild verða fjörutíu sendar settir upp meðfram strandlengjunni, hringinn í kringum landið, auk þess sem nokkrir send- ar verða settir upp á hálendinu. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, segir nýjungina verða mikla búbót fyrir GSM-not- endur, ekki síst fyrir íbúa lítilla sjávarplássa, trillukarla og aðra sjófarendur og ferðamenn á fáförnum slóðum á hálendinu. Drægni send- anna sé um fjórum til fimm sinnum meiri en venjulegra GSM-senda, allt upp í hundrað kílómetrar. Hingað til hefur einungis NMT-kerfi Sím- ans dugað á þeim slóðum sem GSM-farsíma- kerfið náði ekki til. NMT-kerfið verður lagt niður innan tveggja ára. Síminn mun þá taka upp svokallað CDMA 450 kerfi. Sérstakan síma þarf til að nota það. Þess gerist ekki þörf með hið nýja farsímakerfi Vodafone. „Við tókum ákvörðun um að prjóna við núverandi kerfi. Við trúum því að fólk vilji nota eitt símtæki alls staðar.“ Uppsetning kerfisins hefst í haust Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem er ákærður fyrir ellefu auðgunarbrot, tvö fíkni- efnalagabrot og eitt umferðar- lagabrot. Brotin voru framin í desember, janúar, maí og júní undanfarið ár. Maðurinn hefur setið í gæslu- varðhaldi frá 26. júní og er aðalmeðferð fyrirhuguð 20. september. Hann kærði gæslu- varðhaldsúrskurðinn en hæsti- réttur staðfesti úrskurðinn, meðal annars með vísan til skýrslu lögreglustjóra sem taldi sýnt að maðurinn myndi halda áfram afbrotum yrði hann látinn laus. Síbrotamaður áfram í haldi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.