Fréttablaðið - 07.09.2007, Page 22

Fréttablaðið - 07.09.2007, Page 22
[Hlutabréf] Þrátt fyrir versnandi verðbólgu- horfur telur Seðlabanki Íslands ekki tilefni til að hvika frá áætlun um að lækkunarferli stýrivaxta hefjist á fyrri hluta næsta árs. Bankinn kynnti í gærmorgun ákvörðun sína um óbreytta 13,3 pró- senta stýrivexti. „Nokkur gengisórói hefur verið að undanförnu og verðbólguhorfur til skamms tíma heldur lakari nú en við síðustu vaxtaákvörðun,“ segir Davíð Oddsson seðlabankastjóri en segir um leið horfur til lengri tíma lítið hafa breyst. Óvissa um þróun krónunnar muni ekki síst ráðast af framvindu á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum. Þá er það mat Seðla- bankans að styrking krónunnar fyrr á árinu hafi ekki skilað sér að fullu í lægra vöruverði og það gefi tilefni til að ætla að verðlagsáhrif veikingar krónunnar að undanförnu verði hóflegri en ella. Samkvæmt spá Seðlabankans nást verðbólgumarkmið um mitt næsta ár. Versni horfur eða batni segir Davíð bankann hins vegar munu bregðast við. Davíð segir Seðlabankann ekki telja ástæðu til að bregðast við fregnum af því að Straumur fjár- festingarbanki skrái hlutabréf sín í evrum. „Málið er ekki af þeirri stærðargráðu,“ segir hann. Sömu- leiðis segir Davíð Seðlabankann ekki finna fyrir þrýstingi frá atvinnulífinu, líkt og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra kveðst hafa fundið, um að hér beri að taka upp evru sem gjaldmiðil. Hann segir hins vegar að persónu- lega finnist honum „fáránlegar“ hugmyndir sem erlendir fræði- menn hafa hér reifað um vænleika þess að taka hér einhliða upp evru og vísað hafa til reynslu fátækra ríkja af dollaravæðingu. „Hins vegar er sjálfsagt og eðlilegt að samfelld umræða sé í gangi um þessi mál,“ segir hann. Stefnu haldið þótt horfur hafi versnað Stýrivextir eru óbreyttir, 13,3 prósent. Seðlabankastjóri segir einhliða upptöku evru „fáránlega“ hugmynd. Peningaskápurinn ... Tímamót urðu í sögu Kauphallar Íslands í gær þegar ársvelta með hlutabréf í einu félagi, það er í Glitni, fór yfir 500 milljarða króna í fyrsta skipti. Til samanburðar námu viðskipti með bréf Glitnis 460 millj- örðum króna í fyrra, sem var mesta ársvelta allra félaga. Þetta er til marks um þá miklu veltuaukningu sem orðið hefur á hlutabréfamarkaði á síðustu árum. Árið 2002 nam heildarvelta með öll hlutabréf í Kauphöll til dæmis um 321 milljarði króna en í ágúst síð- astliðnum fór ársveltan yfir met- veltu síðasta árs sem var um 2.200 milljarðar króna. „Þessar veltutölur, sem við höfum verið að sjá fyrir markaðinn í heild, eru einfaldlega í línu við það sem við sjáum víða ann- ars staðar. Þær eru eitt merkið um það að markaðurinn er orðinn skil- virkur og djúpur,“ segir Þórður Frið- jónsson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann bendir á að markaðsvirði Glitnis sé um 427 milljarðar og því hafi hvert hlutabréf í bankanum skipt um hendur að minnsta kosti einu sinni á árinu. „Viðmið okkar hefur verið að veltan á markaðnum fyrir árið samsvari markaðsvirði hvers félags að meðaltali.“ Miklar breytingar hafa verið á eignarhaldi stærstu hluthafa í Glitni á árinu sem skýra að stórum hluta þessa mikla veltu. Milestone færði til hlutabréf á milli félaga í febrúar, sem myndaði mikla veltu, og seldi svo þrettán prósenta hlut í bankan- um fyrir 54 milljarða króna í apríl. Nú í vikunni keypti Glitnir tæp fjörutíu prósent hlutafjár í TM og fengu seljendur hluta kaupverðs greitt með bréfum í bankanum. Veltuhraði hlutabréfa, sem er hlutfall milli veltu og hlutafjár félaga, gefur til kynna seljanleika bréfa og þar með hversu verðmynd- un þeirra er góð. Hlutfallið er yfir einn hjá Glitni sem og hjá Straumi þar sem allt hlutafé bankans hefur skipt um hendur einu sinni á árinu. Glitnir fer fyrstur yfir 500 milljarða Velta með hlutabréf í bankanum er orðin meiri en heildarvelta í Kauphöll árið 2002. Kauphöllin miðar við að ársvelta félags samsvari markaðsvirði þess. Stjórn verðbréfafyrirtækisins Nordvest leggur fyrir hluthafa- fund tillögu um að félaginu verði slitið og að það afsali sér starfs- leyfi sem verðbréfafyrirtæki. Fundurinn fer fram 13. septem- ber næstkomandi. „Félagið hefur verið í sölu en engir kaupendur fundist. Eini möguleikinn á að félagið starfi áfram er að kaupendur finnist innan viku,“ segir Skúli Sveins- son, framkvæmdastjóri Nord- vest. Félagið hefur starfað síðan árið 2001. Að sögn Skúla hefur hallarekstur verið viðvarandi og hefur Nordvest tapað um þrjátíu milljónum króna það sem af er ári. Skúli segir lagaumhverfi hér erfitt smærri fyrirtækjum. „Sömu reglur gilda um stór og smá fyrir- tæki, og það er ofboðslega kostn- aðarsamt að fylgja öllum reglum. Þetta er auðvitað gríðarlega óhag- kvæmt.“ Um leið bendir Skúli á að viðskipti félagsins hafi aukist um þrjátíu prósent að meðaltali milli síðustu sex ársfjórðunga og tekjur tvöfaldast milli ára. Hjá Nordvest starfa fimm manns sem missa vinnuna nái til- laga stjórnar fram að ganga. Hlut- hafar eru um tvö hundruð. Leggja á Nordvest niður Auglýsing vegna aukningar stofnfjár Ákveðið hefur verið að auka stofnfé um kr. 2.971.234.536 með útboði þar sem stofnfjáreigendum verður boðið að skrá sig fyrir nýju stofnfé sbr. samþykktir sparisjóðsins þar að lútandi. Heildarnafnverð nýs stofnfjár í útboðinu er kr. 1.565.854.263 og er verð hvers stofnfjárhlutar kr. 1,89751665. Útboðið sem nú fer í hönd er forsenda þess að hægt sé að ná skiptihlutföllum sem gert er ráð fyrir í fyrirhuguðum samruna við Sparisjóð Kópavogs, en samrunaáætlun var undirrituð af stjórnum sjóðanna 27. júní síðastliðinn. Í dag hafa allir stofnfjárhlutir í BYR - sparisjóði verið skráðir rafrænt hjá Verðbréfaskráningu Íslands. Svo mun einnig verða um nýtt stofnfé sem gefið verður út í tengslum við aukningu þessa. Útboðslýsingu vegna stofnfjáraukningarinnar er að finna á heimasíðu BYRS - sparisjóðs www.byr.is. Jafnframt má nálgast lýsinguna í útibúum BYRS - sparisjóðs. Þjónustuver veitir upplýsingar um útboðið í síma 575 4000. Áskriftartímabil stendur yfir frá og með 3. september, til og með 17. september næstkomandi. Eindagi áskrifta er 24. september 2007. Reykjavík, 31. ágúst 2007

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.