Fréttablaðið - 07.09.2007, Page 25
Frakkar eru frægir fyrir sína matarmenningu.
Því vekur það forvitni hvað Roman Me Guy
býður upp á á fyrsta franska veitingastaðnum á
Íslandi, Le Rendez Vous á Klapparstíg 38.
Roman Me Guy er úr fjögurra manna fjölskyldu sem
flutti hingað til lands fyrir fáum mánuðum til að
koma frönskum veitingastað á fót algerlega upp á
eigin spýtur. Að loknum endurbótum á húsnæðinu
var staðurinn opnaður fyrir fjórum vikum og að sögn
eigendanna hefur honum verið vel tekið. „Fólk
kemur aftur og aftur og tekur vini sína með. Það er
greinilega ánægt,“ segja þeir. En hvaðan kom þeim
hugmyndin að því að flytja hingað norður í svalann
til að metta mannskapinn? „Ég var búinn að koma
áður hingað og hreifst af landinu,“ segir Roman bros-
andi.
Allir réttirnir á matseðlinum eru ekta franskir að
sögn Romans en þó úr íslensku hráefni, nema foie
gras sem er úr franskri andalifur.
„Við viljum aðeins allra besta hráefni sem völ er á
og leggjum á okkur leit að því út um byggðir lands-
ins. Við eigum í smá vandamáli með ostana. En
kannski komumst við að samkomulagi við einhvern
ostagerðarmann um að vinna með okkur að gerð
franskra osta,“ segir hann.
Spurður hvort fjölskyldan hafi rekið veitingastað í
Frakklandi svarar hann: „Nei, en við höfum verið allt
okkar líf í veitingahúsum og matargerð og erum af
mikilli matarætt ef svo má að orði komast.“
Leggjum á okkur leit að
besta hráefninu í matinn
Laugavegi 51 • s: 552 2201