Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.09.2007, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 07.09.2007, Qupperneq 27
Stefán Jakobsson, söngvari hljómsveitarinnar Douglas Wilson, hefur gert mörg misjafnlega góð kaup í gegnum tíðina. „Ein bestu kaup sem ég hef gert gerði ég á Hróars- keldu 1999,“ segir Stefán og hlær. „Þar keypti ég mér svona öl-stól sem eru held ég ein skynsamlegustu kaup sem ég hef gert á ævinni. Stóllinn var með bjór- haldara og hægt að breyta honum í bakpoka þannig að maður gat sest hvar sem var. Hann er enn í fullu fjöri þrátt fyir að hafa bara kostað fimmtíu kall danskar og ég hef notað hann mikið, til dæmis í úti- legum, partíum og sólbaði.“ Ein verstu kaup sem Stefán telur sig hafa gert voru einnig gerð á sömu Hróarskeldu. „Ég keypti mér svona fiskihatt, hatt sem er eins og fiskur, það var heimskulegt. Hann kostaði örugglega alveg þúsund kall íslenskar og hætti alveg að vera fyndinn eftir korter. Ég tímdi samt ekki að henda honum og drösl- aðist með hann alla hátíðina. Hann tók meira pláss heldur en stóllinn til dæmis og var náttúrlega ekki með neinum handföngum en það var heldur ekki töff að vera með hann.“ Langbestu kaup sem Stefán hefur gert voru samt að hans mati þegar hann keypti gítarinn sinn. „Gítarinn er náttúrlega það skynsamlegasta sem ég hef keypt og hefur borgað sig því ég hef unnið við að spila,“ segir Stefán og bætir við að hann hafi hins vegar ekki gert jafn góð kaup þegar hann keypti sér hamstur. „Það var heimskulegt. Hamstrar sofa á daginn og vaka á nóttunni og það er ekki hægt að kenna þeim neitt.“ Stefán segir að sem betur fer hafi hann þó lært og sé nú farinn að gera fleiri góð kaup en slæm. „Stundum sá ég eitthvað sem mér fannst fyndið en áttaði mig ekki á því að það var kannski bara fyndið í svona mínútu og sat því uppi með eitthvert drasl sem var aldrei notað. Þar sem maður hendir ekki ónotuð- um hlutum beið ég því kannski og vonaði að þessir heimskulegu hlutir öðluðust einhvern tilgang en sá dagur kom aldrei. Núna er ég aftur á móti orðinn svolítið góður í að gera góð kaup enda kominn með fjölskyldu og þarf að hugsa um fleiri en sjálfan mig. Ef ég sé eitthvað fyndið en gagnslaust núna hugsa ég bara „þetta er fyndið,“ en sleppi því að kaupa það.“ Notar ekki fiskihattinn Í formi til framtí›ar Skráning er hafin í flessi vinsælu átta vikna a›halds-og lífsstílsnámskei› fyrir konur. www.hreyfigreining.is Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.