Fréttablaðið - 07.09.2007, Page 42

Fréttablaðið - 07.09.2007, Page 42
 7. SEPTEMBER 2007 FÖSTUDAGUR6 fréttablaðið heilsa & hreyfing Aðalheiður Halldórsdóttir, dansari hjá Íslenska dans- flokknum, hefur í mörgu að snúast um þessar mundir en gleymir þó ekki að hugsa vel um sjálfa sig og gæta að heilsunni. „Þessa dagana er lokasprettur hjá okkur í Íslenska dansflokknum en fyrsta frumsýning vetrarins er næsta sunnudag. Frumsýnd verða tvö verk. Það er annars vegar nýtt verk eftir Serge Ricci sem heitir „Til nýrra vídda“ (A d’autres horizons) og hins vegar er það „Open Source“ eftir Helenu Jónsdóttur sem er verk sem er í stöðugri þróun,“ segir Aðalheiður. Sem dansari skiptir miklu máli að heilsan sé í góðu lagi og í því tilliti er mataræðið lykilatriði. Aðalheiður hefur mikinn áhuga á mataræði og segir: „Ég þarf nú kannski ekki mikið að hugsa um hreyfingu því ég hreyfi mig allan daginn í vinnunni. Hins vegar er ég með óþol fyrir hinum og þessum mat og hef verið með það í mörg ár. Þar af leiðandi hef ég þurft að pæla sérstaklega mikið í mataræði alla tíð og finna út hvað hentar mér og hvað ekki.“ Aðalheiður telur mikilvægast að vanda valið á mat og velja helst hreina og holla fæðu. „Þá er gott að borða mikið af grænmeti og ávöxtum, góðan fisk og sem minnst af skyndibitafæði. Best er að borða hreinan mat sem er upp- fullur af næringu, það er svona út- gangspunkturinn. Það eina erfiða við það er hins vegar verðlagið, þetta er svo rosalega dýrt hérna á Íslandi!“ Aðalheiður segir ástandið reyndar hafa lagast aðeins þar sem komnar eru fleiri heilsuvörur í Bónus og aðrar lágvöruverðs- verslanir. „Samt er það oft þannig að maður þarf að fara í tvær búðir eða fleiri til að fá það sem mann vantar eða láta sig jafnvel hafa það að fara í Hagkaup og versla allt þar en borga þá miklu meira fyrir vikið.“ Þrátt fyrir hátt verðlag finnst Aðalheiði þó vera meira virði að hafa heilsuna í lagi. Spurð hvort hún lumi á einhverjum góðum ábendingum nefnir Aðalheiður möndlur sem sitt uppáhald. „Yfir daginn er ég með stóran nestis- poka í vinnunni þar sem ég er til dæmis með epli, ber, gulrætur, hrökkbrauð og möndlur eru alltaf í pokanum.“ Möndlur eru hollar og innihalda meiri næringu en hnetur. Þær eru til að mynda ríkar af kalki og jurta- fitu. Aðalheiður segist borða oft og reglulega yfir daginn þótt hún borði ekki endilega mikið í einu. „Þegar maður hreyfir sig svona mikið yfir daginn verður maður einhvern veginn aldrei glorhungraður og stundum er bara erfitt að mæta í hádegismat því maður er svo lystarlaus eftir mikla hreyfingu. En þá borða ég af skynsemisástæðum af því ég veit að ég verð svöng á eftir og þá þarf ég orkuna. Þess vegna borða ég frekar lítið í einu en alltaf þegar ég get yfir daginn, kannski svona á tveggja tíma fresti,“ segir Aðalheiður. Þegar Aðalheiður vill slaka á er það helst á kvöldin eftir annasaman dag og þá kannski með góða bók. „Mér finnst sjónvarp vera tíma- sóun og allt of mikill tími fer í að glápa á það. Ég mun brátt flytja í nýtt húsnæði og þá fær sjónvarps- tækið ekki að koma með,“ segir Aðalheiður ákveðin. hrefna@frettabladid.is Hreyfing og hreint fæði Aðalheiður undirbýr sig fyrir fyrstu frumsýningu vetrarins sem er næstkomandi sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Fusion Fitness Festival verður haldið í fimmta sinn helgina 14.-16. september næstkom- andi í Laugum. Unnur Pálm- arsdóttir er framkvæmda- stjóri Fusion og lofar stans- lausri skemmtun í tvo og hálfan dag. „Fyrsti tíminn á hátíðinni verður föstudaginn 14. september klukkan 18.30 og hann verður til styrktar Blátt áfram, sem er forvarnarverkefni gegn kyn- ferðislegu ofbeldi á börnum,“ segir Unnur og bætir við: „Í framhaldi af því verða rosa- lega margir skemmtilegir tímar og fullt af nýjum æfinga- kerfum sem eru frábær bæði fyrir líkama og sál.“ Spurð hversu lengi sé hægt að bæta við nýjum æfinga- kerfum segir Unnur: „Ég held að það sé endalaust hægt að bæta við og ekki síst hér á landi því Íslendingar eru rosa- lega nýjungagjarnir og vilja kynnast öllu sem er nýtt. Eins hefur verið mjög ör þróun á sviði heilsu- og líkamsræktar þannig að það hefur verið rosalega mikil heilsuvakning síðustu tíu ár.“ Unnur segir Fusion Fitness Festival hafa vaxið mikið frá því í byrjun þegar fimm- tíu manns tóku þátt í því en á síðasta ári mættu um 300 manns. „Tilgangurinn með því að hafa svona heilsuhátíð er að fólk fái að kynnast hinum ýmsu æfingakerfum þar sem fullt af íslenskum og erlendum kenn- urum sýna hvað er í boði. Þarna er hægt að skemmta sér vel og hafa gaman heila helgi,“ segir Unnur og bætir því við að há- tíðir sem þessi séu gríðarlega vinsælar um alla Evrópu. - sig Stanslaus skemmtun á líflegri heilsuhátíð Unnur Pálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Fusion, hefur verið meðal fremstu líkamsræktarkennara landsins undanfarin ár og býður nú í fimmta sinn upp á Fusion Fitness Festival í Laugum. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Viltu komast í form? Fagleg heilsurækt Frábær a›sta›a Frábær lífsstíls námskei› Frábær sta›setning Nánari uppl‡singar um fleiri námskei› og stundaskrá fyrir hausti› 2007 á www.hreyfigreining.is Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T N‡ námskei› eru a› hefjast Bak- leikfimi Í formi til framtí›ar* Skráning er hafin í flessi vinsælu a›halds- og lífsstílsnámskei› fyrir konur. 8 vikna námskei›. Rope Joga hjá Örnu Ara. Námskei› eru a› hefjast. Skráning í síma 511 1575. Talya og Gu›mundur kynna grunnhreyfingar flar sem öndun og hreyfing fara saman. Engin flekking á jóga er nau›synleg og hentar öllum. Betri lí›an í hálsi, her›um og baki. Skráning á harpahe@hi.is. www.bakleikfimi.is Vigtar- rá›gjafarnir Bumban burt* Loku› námskei› fyrir karla sem vilja ná árangri. 8 vikna námskei›. Mó›ir og barn Skráning er hafin í fimm vikna námskei› Söndru Daggar Árnadóttur. Líkamsrækt Frábær a›sta›a til a› æfa á eigin vegum á flægi- legum sta›. Opnir tímar. Stundaskrá: www.hreyfigreining.is Íslensku vigtarrá›gjafarnir vigta alla flri›judaga kl. 11.30-12.30. Fundur kl. 12.30. *Vi› erum í samstarfi vi› íslensku vigtarrá›gjafana. Vi› tökum hressilega bæ›i á hreyfingu og mataræ›i. Birkir Már Kristinsson, sjúkra- fljálfunarnemi Arna Hrönn Aradóttir, Rope Joga kennari Sævar Kristjánsson, íflróttafræ›ingur BSc Sandra Dögg Árnadóttir, sjúkrafljálfari BSc Harpa Helgadóttir, sjúkrafljálfari BSc, MTc, MHSc Talya Freeman, Jógakennari Hólmfrí›ur B. fiorsteinsdóttir, sjúkrafljálfari BSc, MTc Jóga fyrir stir›a og byrjendur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.