Fréttablaðið - 07.09.2007, Síða 46

Fréttablaðið - 07.09.2007, Síða 46
BLS. 10 | sirkus | 7. SEPTEMBER 2007 ÆTTFRÆÐI HEFUR LÖNGUM VERIÐ NOKKURS KONAR ÞJÓÐARÍÞRÓTT ÍSLENDINGA. SIRKUS KANNAÐI ÆTTIR NOKKURRA ÞEKKTRA EINSTAKLINGA. MÆÐGUR Þórunn Högnadóttir ásamt Málfríði Höddu Halldórsdóttur, móður sinni, sem starfar hjá Íslandspósti. MYND/VALLI LÍST VEL Á STARFSVAL DÓTTURINNAR Sigrún Elsa Smáradóttir ásamt mömmu sinni og pabba, Ragnheiði og Smára. MYND/GVA AÐ AUSTAN OG NORÐAN Fjölmiðlamaðurinn Heimir Karlsson á ættir að rekja til Austfjarða, Siglufjarðar og Dalvíkur. MYND/HÖRÐUR FRÉTTAFÝSIN FJÖLSKYLDA María Sigrún fréttakona ásamt foreldrum sínum, Hilmari og Svanhildi. MYND/ANTON MEÐ FORELDRUM SÍNUM Margrét Kristín ásamt Jóhönnu og Sigurði. MYND/VALLI Foreldrar: Svanhildur Sigurðardóttir, 61 árs, innkaupastjóri eldsneytis hjá Icelandair, og Hilmar Þór Björnsson, 62 ára, arkitekt. Hvaðan: Svanhildur er Skagfirðingur, fædd og uppalin í Varmahlíð. Móðurætt hennar er frá Úlfsstöðum í Skagafirði en föðurættin frá Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðar- strönd. Hilmar er Breiðfirðingur í báðar ættir, ættaður úr suður- og vestureyjum Breiðafjarðar en þó mest úr Svefneyjum og er því af svokallaðri Svefneyjarætt. Aðspurð hvernig foreldrum Maríu Sigrúnar lítist á starfsval dótturinnar segjast þeim báðum lítast vel á. „Á einhverju stigi ætlaði hún sér að verða fornleifafræð- ingur en mér líst vel á fréttmennskuna. Ég er stolt af henni,“ segir Svanhildur. „Hún ætlaði að verða fornleifafræðingur þegar hún var ca. 6 ára en 15 ára tók hún sólópróf í svifflugi og ætlaði sér að verða flugmaður. Starfsvalið kemur mér ekki á óvart, við erum öll mjög fréttafýsin á mínu heimili og ég held hún hafi fengið áhuga á því sem er að gerast í heiminum með móður- mjólkinni,“ segir Hilmar. Foreldrar: Karl Finnbogason, 78 ára, járnsmiður og Ragnhildur Jónsdóttir, 77 ára, dagvörður í sundlaug. Hvaðan: Ætt Ragnhildar er austan af landi. „Ég er frá Vopnafirði og Reyðarfirði en er sjálf alin upp í Neskaupstað,“ segir Ragnhildur en Karl er Siglfirðingur, ættaður frá Dalvík og úr Svarfaðardal. Aðspurð hvað þau héldu að Heimir yrði þegar hann yrði stór segir Ragnhild- ur að fjölmiðlarnir eigi vel við hann. „Ég hefði samt líka getað ímyndað mér hann sem kennara, hann er svolítill foringi í sér, eða var það allavega þegar hann var krakki.“ Karl segist hafa óttast að Heimir yrði aldrei stór, hann hafi verið soddan stubbur fram að fermingu. „Svo tognaði úr honum,“ segir hann hlæjandi og bætir við að honum lítist svo sem ágætlega á starfið. „Hann er ákveðinn og fylginn sér, getur verið svolítið frekur og ég held að hann hafi valið sér ágætis starf.” Foreldrar: Ragnheiður Brynjúlfsdóttir, 55 ára, bókari og námsmær í viðskiptafræði, og Smári Grímsson, 56 ára, rafvirki. Hvaðan: Ragnheiður á ættir að rekja til Vest- mannaeyja en föðurætt hennar er þaðan. „Mamma er hins vegar frá Gjögri í Strandasýslu,“ segir Ragnheiður og bætir við að föðurætt Smára sé úr Grímstungu í Vatnsdal en móðurættin komi úr Eyjafirðinum. Aðspurð segist Ragnheiði lítast vel á starfsval dótturinnar. „Ég man ekki eftir að hún hafi talað um að ætla að verða eitthvað sérstakt enda opin fyrir mörgu en pólitíkin kom ekki á óvart. Mér líst vel á starfið hennar og veit að hún stendur sig vel.“ Foreldrar: Málfríður Hadda Halldórsdóttir, 61 árs, vinnur hjá Íslandspósti, og Högni Björn Jónsson bifvélavirki sem er látinn. Hvaðan: Ætt Málfríðar Höddu kemur öll úr Vestur-Skaftafellssýslu. Móðurætt Högna er úr Vestmanna- eyjum en föðurætt hans úr Reykjavík. Aðspurð segir Málfríður Hadda að henni lítist vel á starfið hennar Þórunnar. „Það kom snemma í ljós hvað hún myndi gera í framtíðinni enda var hún ekki nema 10-12 ára þegar hún ákvað að verða förðunarfræðingur og var komin til Parísar í nám 17 ára. Mér líst vel á hana í sjónvarpinu og finnst hún ósköp eðlileg. Það kom mér ekkert á óvart að hún myndi enda í svona sjónvarpsþætti því hún hefur alltaf verið að breyta og taka til og var bara pínulítil þegar hún var byrjuð að laga til hjá öðru fólki.“ indiana@frettabladid.is Foreldrar: Jóhanna G. Möller, 69 ára, söngkona og Sigurður Pálsson, sjötugur, fyrrum kennari og sóknar- prestur. Hvaðan: Sigurður er úr Reykjavík. „Foreldrar mínir voru bæði sjómanns- börn, faðir minn var prentari hér í Reykjavík og móðir mín húsmóðir í Grafarvogi,“ segir Sigurður. Faðir Jóhönnu, Gunnar Möller, var hæsta- réttarlögmaður en faðir hans var Jakob Möller, þingmað- ur, ráðherra og sendiherra. „Fjölskyld- an er ættuð frá Húsavík en fjölskylda móður minnar, Ágústu Johnsen, er frá Vestmannaeyjum,“ segir Jóhanna. Margrét Kristín, eða Fabúla eins og hún er oft kölluð, lauk kennaraprófi en starfar í dag sem söngkona. Aðspurð segist pabbi hennar sáttur við bæði hlutverkin enda hafi hann vitað að um fjölhæfa konu væri að ræða. „Ég hugsaði að hún gæti orðið rithöfundur þar sem hún var alltaf skrifandi sögur, eða myndhöggvari, hún var mikil listaspíra,“ segir Jóhanna, mamma hennar. AF HVAÐA ÆTTUM ER FRÆGA FÓLKIÐ? HEIMIR KARLSSON FJÖLMIÐLAMAÐUR MARÍA SIGRÚN HILMARSDÓTTIR FRÉTTAMAÐUR RÚV ÞÓRUNN HÖGNADÓTTIR FÖRÐUNARFRÆÐINGUR OG FJÖLMIÐLAKONA MARGRÉT KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR SÖNGKONA SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR BORGARFULLTRÚI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.