Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 6
6 11. janúar 2008 FÖSTUDAGUR
STJÓRNSÝSLA „Í þessari greinar-
gerð setts dómsmálaráðherra eru
slíkar rangfærslur að nefndin
ætlar ekki að elta ólar við hana í
fjölmiðlum,“ segir Pétur Kr. Haf-
stein, formaður dómnefndar sem
mat hæfi umsækjenda um emb-
ætti héraðsdómara. Nefndin vísar
að öðru leyti til greinargerðar sem
hún sendi frá sér á miðvikudag,
þar sem rökstuðningur Árna M.
Mathiesen fyrir ráðningu Þor-
steins Davíðssonar, í embætti hér-
aðsdómara við Héraðsdóm Norð-
Austurlands og Austurlands, er
sagður ófullnægjandi og ómál-
efnalegur.
Árni M. Mathiesen, fjármálaráð-
herra og settur dómsmálaráðherra,
segir greinargerð dómnefndar um
hæfi umsækjenda til embættis
héraðsdómara vera gallaða og
ógagnsæja. Árni sendi frá sér yfir-
lýsingu í gær, vegna greinargerðar
dómnefndarinnar. Í greinargerð-
inni segir meðal annars að engin
tilraun hafi verið gerð af hálfu
Árna til að rökstyðja hvers vegna
þau atriði sem tilgreind eru sér-
staklega á ferli Þorsteins Davíðs-
sonar vegi þyngra í mati á hæfni
en „allt það sem hinir umsækjend-
urnir hafa til brunns að bera“.
Í yfirlýsingu Árna segir að það
sé rangt hjá dómnefndinni að það
sé einsdæmi að „ráðherra fari
ekki að áliti nefndarinnar“. Vitnar
Árni þar til orða í greinargerð
dómnefndar þar sem segir: „Þótt
umsögnin bindi ekki hendur ráð-
herra eru engin fordæmi fyrir því
að svo verulega hafi verið gengið
á svig við álit dómnefndar“.
Árni segir enn fremur í yfirlýs-
ingunni að dómnefndin hafi „mis-
skilið hlutverk sitt“ þar sem hún
telji sig hafa vald sem hún hefur
ekki.
Þorsteinn Davíðsson var metinn
hæfur í umsögn nefndarinnar en
Guðmundur Kristjánsson hæsta-
réttarlögmaður, Halldór Björns-
son, aðstoðarmaður hæstaréttar-
dómara, og Pétur Dam Leifsson
lektor voru metnir mjög vel hæfir.
Þorsteinn var því í þriðja hæfis-
flokki en hinir þrír fyrrnefndu í
fyrsta.
Siv Friðleifsdóttir, þingflokks-
formaður Framsóknarflokksins,
telur leitun vera að verklagi eins
og því sem ráðning Þorsteins hvíli
á. „Árni hefur í tvígang með
skömmu millibili fengið gríðarlega
hörð viðbrögð frá stjórnsýslunni.
Fyrir skömmu í tilfelli Grímseyjar-
ferjumálsins, þar sem Ríkisendur-
skoðun gagnrýndi fjármálaráðu-
neytið harkalega, og síðan fyrir
ráðningu Þorsteins í embætti hér-
aðsdómara. Það er athyglisvert að
dómnefndin segi að rökstuðningur
ráðherra sé ómálefnalegur. Traust
á dómsvaldinu er það sem skiptir
öllu máli og það verður að ríkja
sem víðtækust sátt um það þegar
nýir dómarar eru ráðnir til
starfa.“
magnush@frettabladid.is
Elta ekki ólar við
yfirlýsingar Árna
Dómnefnd sem mat hæfi umsækjenda um embætti héraðsdómara segir Árna M.
Mathiesen fara með rangfærslur, sem ekki sé hægt að elta ólar við í fjölmiðlum.
Traust á dómsvaldinu er það sem skiptir öllu máli, segir Siv Friðleifsdóttir.
ÞORSTEINN
DAVÍÐSSON
ÁRNI M. MATHIESEN Ítrekar að það sé ráðherra að skipa í starf dómara en ekki dóm-
nefndarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
PÉTUR KR.
HAFSTEIN
Telur þú rökstuðning Árna
Mathiesen fyrir því að skipa
Þorstein Davíðsson í embætti
dómara fullnægjandi?
Já 18,5%
Nei 81,5%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Átt þú hlutabréf sem hafa
lækkað í verði undanfarið?
Segðu þína skoðun á visir.is
Munið bílastæðin í bílastæðahúsinu
í Traðarkoti, beint að baki versluninni
Kisan er opin
mán - fim 10:30 - 18:00
föstudaga 10:30 - 19:30
laugardaga 10:30 - 18:00
Laugavegi 7 101 Reykjavík
Sími 561 6262 www.kisan.is
Heimsþekkt vörumerki
eins og Sonia Rykiel,
Bonpoint, Jamin Puech,
Orla Kiely og fleiri ...
Útsalan er hafin
C O N C E P T S T O R E
FÓLK „Við þurfum að taka ábyrgð
á öllum börnum,“ segir Sigríður
Björnsdóttir hjá samtökunum
Blátt áfram, sem vilja mennta
fimm prósent þjóðarinnar til að
verjast ofbeldi gegn börnum.
Áætlun Blátt áfram á að skila
á næstu fimm til sjö árum 11.250
fullorðnum einstaklingum sem
hafa þekkingu til að koma auga
á illa meðferð á börnum og
bregðast við. Markmiðið er að
fimm prósent fullorðinna í öllum
sveitarfélögum landsins sitji
sérstakt námskeið.
Að sögn Sigríðar hafa nokkur
bæjarfélög þegar tekið við sér.
„Hveragerði og Ísafjörður ætla
til dæmis að taka ábyrgð á sínum
börnum og munu senda alla sína
starfsmenn,“ segir Sigríður.
Námskeiðin eru að banda-
rískri fyrirmynd og segir Sig-
ríður þau hafa reynst vel. „Fólk
fær staðfestingu á því af hverju
það á að hjálpa öllum börnum en
ekki bara sínum eigin. Ef það
tekur eftir einhverjum merkj-
um hjá annað hvort börnunum
eða fullorðnum um eitthvað sem
ekki er í lagi getur það gripið
inn í. Við erum að tala um alls
konar ofbeldi, allt frá því að
börn séu vanrækt og alla leið
upp í kynferðislegt ofbeldi,“
segir Sigríður, sem vonast eftir
góðum undirtektum: „Fólk er að
átta sig á því að það verður að
takast á við hlutina í stað þess að
neita að þeir hafi gerst.“ - gar
Blátt áfram vill gera fimm prósent fullorðinna Íslendinga að verndurum barna:
Ellefu þúsund manna varðlið
stöðvi ofbeldi gegn börnum
SIGRÍÐUR OG SVAVA BJÖRNSDÆTUR
Hrinda af stað námskeiðinu Verndarar
barna á næstu mánuðum á vegum
samtakanna Blátt áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
RÚSSLAND, AP Vladimír Pútín
skipaði í gær Dmitrí Rogozin,
harð skeyttan þjóðernissinna, í
stöðu sendiherra Rússlands hjá
Atlantshafsbandalaginu.
Rogozin var
leiðtogi stjórn-
mála flokksins
Rodina, Föður -
land, sem hafði
uppi svo harð-
vítugan þjóð-
ernisáróður að
flokknum var
ekki leyft að
taka þátt í
kosningum í
Moskvu árið 2005.
Rogozin segist ekki telja
sjálfur að Nató sé óvinveitt
Rússlandi, en segist þó þeirrar
skoðunar að þeir sem telja Nató
óvinveitt Rússlandi hafi fyrir
því góð rök. - gb
Pútín Rússlandsforseti:
Þjóðernissinni
sendur til Nató
DMITRÍ ROGOZIN
FÉLAGSMÁL Hlynur Smári Sigurðar-
son, sem dæmdur var í þriggja ára
fangelsi vorið 2006 fyrir kókaín-
smygl til Brasilíu, hefur fengið
synjun á fjárhagsaðstoð frá Mos-
fellsbæ.
„Mér finnst þetta á heldur lágu
plani,“ segir Sigurður Þorvaldsson,
faðir Hlyns Smára. „Hlynur Smári
bjó í Mosfellsbæ nánast frá fæð-
ingu. Mér finnst að bæjaryfirvöld
ættu að sjá í gegnum fingur sér að
hann hefur ekki verið búsettur þar
allra síðustu ár.“
Aðbúnaður Hlyns Smára í Brasil-
íu hefur verið slæmur en Sigurður
segir aðstæðurnar þó hafa batnað.
Hann sitji ekki lengur í fangelsi
heldur sé aðeins inni milli klukkan
tíu á kvöldin og sex á morgnana.
Hlynur sé hins vegar upp á sjálfan
sig og ættingja kominn peninga-
lega.
Hlynur Smári er skráður með
lögheimili í Mosfellsbæ og mun
hafa hug á að flytjast þangað þegar
hann sleppi úr prísundinni. Þá geti
hann endurgoldið styrkinn með því
að greiða sín gjöld til bæjarins.
Erindið vegna Hlyns Smára fékk
neikvæða afgreiðslu í Mosfellsbæ.
„Fjölskyldunefnd synjar erindinu
þar sem umsækjandi er ekki með
búsetu í Mosfellsbæ og fellur að
öðru leyti ekki undir reglur Mos-
fellsbæjar um fjárhagsaðstoð. Í því
sambandi vísast til þess að umsækj-
andi sætir afplánun á refsidómi
erlendis og er þar af leiðandi á
ábyrgð viðkomandi ríkis,“ sagði
fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar.
- gar
Íslendingur sem afplánar dóm fyrir fíkniefnasmygl í Suður-Ameríku:
Fær ekki styrk frá Mosfellsbæ
HLYNUR SMÁRI SIGURÐARSON Neitað um
fjárhagsaðstoð til Brasilíu frá Mosfellsbæ.
Rannsakar dauða loðnu
Hafrannsóknastofnunin mun á
þessari loðnuvertíð gera í fyrsta sinn
tilraunir til að fylgjast með afdrifum
loðnu sem drepst að lokinni hrygn-
ingu.
SJÁVARÚTVEGUR
Bjarni lagður í hann
Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmunds-
son fór frá Reykjavík á miðvikudag og
mun stunda mælingar á stærð veiði-
stofns loðnu fyrir Austur-, Norðaustur-
og Norðurlandi. Fyrirhugað var að
skipið færi til mælinga á mánudag
en bilun kom upp í vélbúnaði þannig
að ekki var unnt að senda það í
verkefnið.
Fuglalíf glæðist
Óvenjulega mikil síldargengd í
sunnan verðum Breiðafirði hefur
skilað sér í auknu fuglalífi. Við Stykkis-
hólm og Kolgrafafjörð er óvenjulega
mikið af mávum, skörfum, toppönd-
um og teistum.
LÍFFRÆÐI
SPÁNN, AP Jose Luis Rodriguez
Zapatero, forsætisráðherra
Spánar og leiðtogi sósíalista, hét
því á miðvikudag að ríkisstjórn
hans myndi stuðla að sköpun
minnst 1,6 milljóna nýrra starfa í
landinu ef hún hlýtur endurkjör í
kosningunum 9. mars.
Zapatero tjáði blaðamönnum í
Madríd að stjórnin væri staðráðin
í að lækka atvinnuleysishlutfallið
í landinu úr átta prósentum í sjö
en á kjörtímabilinu hefðu þrjár
milljónir starfa orðið til. Stefnan
væri að bæta við 1,6 milljónum til
2 milljóna starfa.
Fylgi flokkafylkinganna tveggja
mælist nú nánast hnífjafnt. - aa
Kosningar boðaðar á Spáni:
Zapatero heitir
fjölgun starfa
KJÖRKASSINN