Fréttablaðið - 11.01.2008, Page 12

Fréttablaðið - 11.01.2008, Page 12
12 11. janúar 2008 FÖSTUDAGUR RÓLEGAR MÆÐGUR Órangútan- unginn Eirina sefur vært í öruggum faðmi móður sinnar Tobu í dýragarð- inum í þýsku borginni Dortmund. Eirina fæddist 30. desember síðast- liðinn. NORDICPHOTOS/AFP BRETLAND, AP Breska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að hún hefði ákveð- ið að styðja smíði nýrra kjarnorku- vera í landinu, með þeim rökum að kjarnorka væri umhverfisvæn orkulind sem gagnaðist vel í bar- áttunni gegn loftslagsbreytingum af völdum gróðurhúsaáhrifa. John Hutton viðskiptamálaráð- herra sagði í þingræðu að kjarn- orka „ætti að gegna hlutverki í framtíðarsamsetningu orkubú- skapar þessa lands, ásamt öðrum kolefnislágum orkulindum“. Hann sagði að kjarnorka væri „prófuð og reynd, örugg og trygg“ orku- lind. „Ég býð í dag orkufyrirtækjum að setja fram áform um byggingu og rekstur nýrra kjarnorkuvera,“ sagði ráðherrann. Talsmenn umhverfisverndar- samtaka fordæmdu ákvörðunina og sögðu kjarnorku vera hættu- lega og að veðja á hana myndi minnka fjárfestingar á öðrum og umhverfisvænni valkostum. „Við þörfnumst betri orkunýtni, umhverfisvænni notkunar jarð- efnaeldsneytis, endurnýjanlegrar orku og orkuvera af nýjustu gerð og minna miðstýrðrar orkufram- leiðslu eins og í Skandinavíu. Það er leiðin til að kljást við loftslags- breytingar og að tryggja orkuör- yggi,“ sagði John Sauven, fram- kvæmdastjóri Grænfriðunga. Eins og er framleiða kjarnorku- ver um fimmtung raforkuþarfar Breta, en fyrirhugað er að loka þeim öllum fyrir árið 2023, að einu undanskildu. Hutton sagðist vonast til að sjá fyrstu nýju kjarnorkuverin komin í gang „vel fyrir árið 2020“. Hann sagði að ekki yrði sett neitt fast þak á það hve hátt hlutfall raf- orkuframleiðslu landsins mætti koma frá kjarnorku, en stjórnin myndi jafnframt fjárfesta í þróun endurnýjanlegra orkulinda. Breska stjórnin hefur sett sér það markmið að Bretar dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda um 60 prósent fram til ársins 2050, miðað við losun ársins 1990. Hún álítur kjarnorku vera mikilvægan hluta orkulinda sem valda lág- marks-loftmengun ásamt endur- nýjanlegum orkulindum á borð við vindorku og virkjun sjávarfalla. audunn@frettabladid.is NÝ KJARNORKUVER Kæliturnar gamla kjarnorkuversins í Sellafield. Nú vill Bret- lansdsstjórn að ný kynslóð kjarnaofna rísi í gömlu verunum. NORDICPHOTOS/AFP Kjarnorka fær uppreisn æru Breska stjórnin styður áframhaldandi nýtingu kjarnorku. Það sé nauðsynlegt til að ná markmiðum um minni losun gróðurhúsalofttegunda. Talsmenn umhverfisverndarsamtaka fordæma ákvörðunina. Með tilkynningu gærdagsins stillti ríkisstjórn breska Verkamanna- flokksins undir forystu Gordons Brown sér upp í lið Evrópuþjóða sem treysta á kjarnorku til framtíðar. Hart hefur verið deilt um hlut- verk kjarnorkunnar í Bretlandi og mörgum öðrum löndum álfunnar á liðnum árum. Stutt yfirlit yfir hvar Evrópuþjóðir standa í þessu efni: ■ Frakkland Í heimsforystu í nýtingu kjarnorkunnar. 59 kjarnakljúfar sjá Frökkum fyrir 70 prósentum af raforkuþörf þeirra. Nicolas Sarkozy forseti hefur hvatt aðrar þjóðir til að nýta kjarnorku í baráttunni gegn gróðurhúsa- áhrifunum. ■ Þýskaland Núverandi ríkisstjórn hefur samþykkt að halda sig við ákvörðun fyrri stjórnar um að öllum kjarnorkuverum landsins, 17 að tölu, skuli lokað fyrir árið 2021. ■ Holland Eitt kjarnorkuver enn í rekstri. Því átti að loka árið 2013 en ríkisstjórnin fékk því framgengt árið 2003 að líftími þess yrði framlengdur til 2033. ■ Spánn Sex kjarnorkuver í rekstri, en 23 ára gömul ákvörðun um að ekki skuli byggð nein ný er í gildi. ■ Svíþjóð Ákvað árið 1997 að hætta í áföngum nýtingu kjarn- orkunnar, sem enn sem komið er sér landinu fyrir um helmingi raforkuþarfar sinnar. Fram til þess hefur aðeins tveimur af tólf verum verið lokað. ■ Finnland Fjórir kjarnakljúfar framleiða um fjórðung raforku- þarfar landsins; einn í viðbót er í smíðum. ■ Ítalía bannaði kjarnorku eftir þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1987. Ýmis önnur Evrópulönd hafa kosið að sneiða hjá kjarnorkunni, þar á meðal Austurríki, Danmörk, Noregur og Portúgal. BRETAR ÁFRAM KJARNORKUÞJÓÐ LEIKSKÓLAR Sjö leikskólar borgarinnar senda börnin heim þessa dagana, að sögn Ragn- hildar Erlu Bjarnadóttur, sviðsstjóra Leikskólasviðs í Reykjavík. Sumir leikskólar neyðast til að láta sækja börnin fyrr á daginn eða vera heima einn dag þar sem ekki er nóg starfsfólk til að sinna öllum. Fjörutíu starfs umsóknir hafa borist skrifstofu Leikskólasviðs. Fleiri umsóknir hafa borist á leikskólana. „Okkur vantar fyrst og fremst leikskóla- kennara. Það eru ekki nógu margir leikskóla- kennarar til á landinu,“ segir Ragnhildur Erla. „Mjög hröð uppbygging hefur átt sér stað í leikskólamálum á undanförnum árum. Atvinnuleysi er ekkert. Foreldrar vilja að börnin byrji yngri og séu allan daginn þannig að við reynum að koma til móts við það. Svo er bara ekki til fólk á höfuðborgarsvæðinu.“ Ragnhildur Erla segir að aðgerðir borgar- yfirvalda frá því í haust, til dæmis ellefu prósenta launahækkun og ókeypis í sund og á söfn, hafi fyrst og fremst skilað ánægju starfsmanna. Nokkrir starfsmenn hafi hætt við að hætta en aðgerðirnar virðist ekki hafa skilað nýjum starfsmönnum svo um muni. „Það vitum við ekki. Við erum með fjörutíu umsóknir sem eru góðar; frá leikskólakenn- urum, grunnskólakennurum og fólki sem hefur hætt í háskóla um áramótin. Það eiga sér stað ráðningar akkúrat núna,“ segir hún. Ragnhildur Erla telur að ástandið verði mun betra eftir nokkrar vikur. Þótt allir verði ráðnir dugi það ekki til að fullmanna leikskólana. Það gefi þó allt aðra stöðu á leikskólunum. - ghs Sjö leikskólar borgarinnar þurfa að skera niður þjónustu þessa dagana: Tugir umsókna hafa borist EKKI TIL NÓG FÓLK Um sjö leikskólar skera niður þjónustu þessa dagana vegna manneklu. Ekki til nóg fólk, að sögn Ragnhildar Erlu Bjarnadóttur, sviðsstjóra Leikskólasviðs. Myndin er úr safni og tengist efni fréttar- innar ekki beint. OPNUNARMYND : PERSEPOLIS www.graenaljosid.is www.af.is LÖGREGLUMÁL Rúmlega fertugur karl var handtekinn við Kringluna um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld. Í fórum hans fundust fíkniefni sem talin eru vera amfetamín og kókaín. Klukkutíma síðar stöðvaði lögreglan bíl tæplega þrítugs karls á Sæbraut. Maðurinn var án öku- réttinda. Í bíl hans fannst fíkni- efni sem talið er vera kókaín. Maðurinn var handtekinn og leitaði lögregla á heimili hans. Þar fannst meira af efni í neyslu- pakkningum sem einnig er talið vera kókaín. Þá fann lögregla þar öflugan riffil, haglabyssu og skot. Maðurinn var ekki skráður eig- andi að vopnunum og lagði lög- regla því hald á þau. Nokkru fyrir miðnætti hafði lögreglan svo afskipti af átján ára pilti við Smáratorg en hann er sömuleiðis grunaður um fíkni- efnamisferli. Víðar á landinu voru menn teknir vegna gruns um fíkniefna- brot. Á níunda tímanum í gær- morgun stöðvaði lögreglan á Vest- fjörðum ungan ökumann. Hann var með útrunnin ökuréttindi. Grunur vaknaði um að hann hefði nýlega neytt fíkniefna. Hann var tekinn höndum og færður á lögreglustöð. Við sýnatöku úr manninum komu fram upplýsing- ar er renna enn frekari stoðum undir grun lögreglunnar. - jss Nokkrir handteknir vegna gruns um fíkiniefnabrot: Með kókaín, riffil, haglabyssu og skot VINNUMARKAÐUR Undirbúa þarf að flýta opinberum framkvæmdum og skipuleggja nýjar svo hægt verði að bregðast við ef atvinnu- leysi fer að grafa um sig í haust. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, á vef samtakanna. Þar vísar hann til niðursveiflu á fjármálamarkaði, sem hann segir geta leitt til aukins atvinnuleysis. Hann segir mikilvægt að stjórn- völd og aðilar vinnumarkaðarins ræði strax hvernig bregðast megi við ef sú staða komi upp. - bj Líkur á auknu á atvinnuleysi: Þarf að undir- búa opinberar framkvæmdir VILHJÁLMUR EGILSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.