Fréttablaðið - 11.01.2008, Síða 26

Fréttablaðið - 11.01.2008, Síða 26
[ ]Afgangar geta nýst vel og gera má úr þeim dýrindis máltíð. Ekki henda afgöngum. Betra er að nýta hráefnið og hafa þá til dæmis í nesti eða nota hugmyndaflugið og útbúa nýjan rétt úr þeim gamla. Bakararnir í Grímsbæ, Guðmundur og Sigfús Guðfinnssynir, eru löngu þekktir fyrir sín lífrænu brauð. Nú leggja þeir aukna áherslu á íslenskt hráefni svo sem bygg, hvönn, fjallagrös og gul- rætur. „Við reynum að hafa brauðmetið eins hollt og hægt er,“ segir Guðmundur, bakari í Grímsbæ, og heldur áfram: „Útgangspuntkurinn er sá að öll okkar framleiðsla sé úr lífrænt ræktuðu hráefni og þannig hefur það verið í níu ár. Hráefnið höfum við fengið frá Svíþjóð og Danmörku en nú leggjum við aukna áherslu á íslenska ræktun, sérstaklega íslenskt korn, og þar er byggið í öndvegi. Við fáum það frá fyrirtækinu Móður jörð í Vallanesi á Héraði. Það er mjög gott og kemur vel út sem brauðefni. Þannig getum við verið með íslenskt bygg sem 35% af hráefninu. Svo notum við líka fjallagrös og hvönn, hvort tveggja rammíslenskt og hollt og tengir okkur við fortíðina. Þurrkuð hvannafræ og lauf gefa skemmtilegt bragð í brauð. Íslenskar lífrænt ræktaðar gulrætur notum við líka í brauð meðan þær eru til,“ segir Guðmundur og lætur Fréttablað- inu í té uppskrift af bygg- og gulrótabrauði sem er nýtt úr hans ofni. Hann tekur fram að gerð þess taki dálítinn tíma því byrja verði að blanda í það kvöldið fyrir bökun. gun@frettabladid.is Baka eins hollt og hægt er FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N Hnoða deigið vel, breiða yfir og láta það hefast í 40 mínútur. Skipta því í 2-3 brauð, hnoða aftur og setja á plötu. Pensla þau með vatni og strá sólblómafræi yfir. Láta þau lyftast undir dúk í um 30 mínútur og bakast við 230°C í 40-50 mínútur. Að kvöldi: 1 msk. súrdeig (fæst í Brauðhúsinu Grímsbæ en líka hægt að búa til heima) 350 g byggmjöl 4 dl vatn (35° C) Blanda í skál, leggja lok yfir og láta standa á hlýjum stað í 12 til 16 tíma. Að morgni bætist við: 350 g speltmjöl 300 g sigtað speltmjöl 150 g rifnar lífrænt ræktaðar gulrætur 100 g sólblómafræ 1 msk. salt 3 dl vatn (40–50° C) Bygg-gulrótarbrauð Guðmundur og Sigfús vinna vel saman í Brauðhúsinu í Grímsbæ. Matarmenning og arfleifð verður sívinsælli og nú er hægt að grúska í stórskemmtilegu matarsafni á netinu. Matarsafnið er amerísk vefsíða þar sem fjallað er um uppruna matar og matarhefða. Á síðunni eru viðtöl og umfjallanir frá öllum heimsins hornum ásamt uppskrift- um og gagnrýni. Vefurinn tekur einnig fyrir hrá- efni, staðbundna matargerð ýmissa þjóðlanda og er með hlekki á aðra áhugaverða matarvefi. Sjá matarsafnið: www.foodmu- seum.com - rh Matarnet Margt er að finna í matarsafninu á netinu. Veitingastaðurinn Icelandic fish and chips á Tryggvagötu er einkar fjölskylduvænn og góður valkostur þegar öll fjölskyldan ætlar saman út að borða. Líkt og nafnið gefur til kynna er boðið upp á fisk og kartöflur en auk þess salat, súpur, heilsudrykki og „skyrones“. Skyrones er sósa eða ídýfa búin til úr fersku skyri og kryddjurtum og fæst hún í ýmsum bragðtegundum. Hún er einstaklega fersk og gómsæt og meinholl líkt og annað sem staðurinn býður upp á. Fisknum er til að mynda velt upp úr spelti áður en hann er eldaður og er hráefnið ferskt og lífrænt ræktað. Hér er því ekki verið að gefa börn- unum neitt rusl. Blessuð börnin þurfa heldur ekki að láta sér leiðast þar sem á staðn- um er sérstakt leikhorn fyrir þau með bókum, litum og leikföngum. Auk þess mega þau lita á matar- borðið þar sem á því er pappadúkur sem er hugsaður sem strigi fyrir skemmtilegar hugmyndir barnanna sem fá liti þegar þau setjast. Auð- velt er að setja saman máltíð sem hæfir smekk hvers og eins þar sem hver réttur og meðlæti er valið sér og verðið er sanngjarnt. Það getur því verið hin mesta skemmtun og einfalt í framkvæmd að bregða sér niður í bæ og fá sér ferskt fiskmeti á Icelandic fish and chips. -hs Fyrir alla fjölskylduna Fiskur og franskar geta verið besti matur. Sérstök vín með salti og pipar eru seld sem matvara enda ætluð í eldamennsku og eftir- rétti af ýmsum toga. „Aðalmunurinn á þessum vínum og þeim sem framleidd eru til drykkjar er sá að salti og pipar er bætt í þau. Það er bæði gert til að auka geymslutíma þeirra eftir opnun og gera þau ódrykkjarhæf,“ segir Stéphane Aubergy hjá Vín- ekrunni sem flytur inn matargerð- arvínin. Hann segir þau vera hágæðavöru frá Frakklandi og fást hér á landi í verslunum Hag- kaupa. Vínin eru matvara og því ódýrari en þau sem fást í vínbúð- unum. „Sumir segjast bara vilja nota alvöru vín en átta sig ekki á því að þetta er alvöru,“ fullyrðir Stép- hane og bætir við. „Þrúgutegund, sýra, tanín og þéttleiki er það sem skiptir máli.“ -gun Vín til matargerðar Margar tegundir eru til í sósur, súpur og eftirrétti. Vínið geymist lengi þó tekið hafi verið á því, þökk sé saltinu. Fljótleg hollusta fyrir athafnafólk HJÁ FYLGIFISKUM GETUR ÖNNUM KAFIÐ FÓLK KEYPT MEINHOLLAN OG LJÚF- FENGAN MAT SEM FLJÓTLEGT ER AÐ ÚTBÚA. Hálftilbúinn matur er tilvalinn fyrir fólk sem vinnur langan vinnudag. Hann er hægt að fá í hæsta gæðaflokki hjá Fylgi- fiskum sem reka verslun á Suðurlands- braut og á Skólavörðustíg. Með því að renna þar við er hægt að elda hollan og ljúffengan mat á skömmum tíma og hafa þá meiri tíma aflögu til að sinna fjölskyldunni og öðrum hugðarefnum. Hráefnið er fyrsta flokks og eru réttirnir tilbúnir í ofninn eða á pönnuna. Fyrri hluta vikunnar er lögð áhersla á hvers- dagslega rétti en seinni hluta hennar á hvers konar veislumat. Ef ákveðið er að halda matarboð með skömmum fyrirvara getur einnig verið sniðugt að kaupa einn eða tvo rétti sem þýðir mun minni fyrirhöfn. Þá þarf einungis að útbúa meðlætið og er hægt að einbeita sér að gestunum. - ve Sérvöruverslun með útbúnað til ræktunar á grænmeti, ávöxtum og kryddjurtum. Lampar, gróðurperur og áburður í miklu úrvali. Opið mán.-fö. 12–18 / lau. 10-14 Dalbraut 16c, Kópavogi • Sími 534 9585 Opnum nýja verslun laugardaginn 12.janúar 2008 Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.