Fréttablaðið - 11.01.2008, Page 30

Fréttablaðið - 11.01.2008, Page 30
BLS. 2 | sirkus | 11. JANÚAR 2008 ■ Heyrst hefur Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Bergþóra Magnúsdóttir bergthora@frettabladid.is Forsíðumynd Valgarður Gíslason Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is Sirkusblaðið Skaftahlíð 24 105 Reykjavík, sími 512 5000 Auglýsingar Guðný Guðlaugsdóttir sími 512 5462 SKYNDIBITINN: Við Hagia Sofia og bláu moskuna í hjarta Istanbúl er veitingastaðurinn Tarihi Sultanahmet Köftecisi Selim Usta. Hingað hafa heimamenn skroppið áratugum saman til að fá sér köfte, þ.e. lambahakkboll- ur og hrísgrjón sem eru þau bestu í bænum. Eftir á er tilvalið að gæða sér á „lokum“, mjúkum sælgætismolum sem margir þekkja undir nafninu Turkish delight. Þær bestu í bænum fást hjá Ali Muhiddin. BÚÐIN: Tískubúðirnar er að finna á Istliklal Caddesi en hátískuna í hverfinu Nisantasi. Grand Bazaar, þessi goðsagnakenndi, aldagamli yfirbyggði markaður er ómissandi. Hægt er að gera stórkostleg kaup, fyrst og fremst á textíl, silfri og gulli, með nægan tíma að vopni og vilja til að prútta. LÍKAMSRÆKTIN: Eftir allan ganginn um borgina er tilvalið að fara í alvöru tyrkneskt bað, hamam. Ég mæli með Cemberlitas Hamami, sem er rétt hjá Grand Bazaar, þangað sem innfæddir sækja. Þar fæst ekta nudd og sápuskrúbb sem gleymist seint, og andrúmsloftið er engu líkt. BARINN: Leb-I Derya, sem er á efstu hæð háhýsis, er besti barinn í Istanbúl með mögnuðu útsýni yfir fallegasta hluta Istanbul, Topkapi-höllina og helstu moskurnar. Maturinn er líka frábær. Þeir sem vilja alvöru tyrkneskt kaffi ættu að heimsækja Patisserie Markiz á Istliklal Caddesi, aðalverslun- argötu Istanbúl. Hann er innréttaður í art nouveau-stíl. VEITINGASTAÐURINN: Vogue, á efstu hæð háhýsis í hverfinu Besiktas, hefur stórkostlegt útsýni. Matseðillinn er metnaðarfullur og um að gera að koma snemma til að njóta drykkjar á svölunum. Hægt er að fá sushi, steikur og dæmigerðan tyrkneskan mat. HVAÐ HEILLAR: Það sem heillar við Istanbúl er þessi einstaka blanda austurs og vesturs, með því besta frá hvorum menningarheimi fyrir sig. Sjarmerandi heimsborg sem er nauðsynlegt að sækja heim. Enda er gestrisnin engu lík. Þ rátt fyrir skjálfta í Kauphöllinni halda bankarnir áfram að ráða sjónvarpsstjörnur til starfa. Nýjasti bankastarfsmaðurinn er ofurþulan Eva Sólan sem hefur verið mikið í fjöl- miðlum síðastliðin ár. Hún hefur hafið störf á lögfræðisviði Landsbankans en hún útskrifaðist með BS í við- skiptalögfræði frá Háskólanum að Bifröst síðastliðið vor. Eva Sólan sett- ist á skólabekk eftir tíu ára hlé og fluttist í Borgarfjörðinn í kjölfarið. Hún kláraði námið á methraða, eða á tveimur árum, með því að stunda námið líka á sumrin. Nú er hún hins vegar komin í mastersnám í lögfræði með vinnunni í Landsbankanum og er staðráðin í að ná langt. Í viðtali við Sirkus síðastliðið vor fór hún fögrum orðum um námið, sem hún sagði að væri mjög skemmtilegt. Ljóst er að það er mikill fengur fyrir Landsbank- ann að fá þuluna um borð og nú verð- ur tíminn að leiða í ljós hvort Eva yfir- gefi þulustólinn fyrir bankann. Í Landsbankanum starfa fleiri stjörnur en Idol-tvíeykið, Simmi og Jói, starfar á sölu- og markaðssviði. Óhætt er að segja að stuðið sé aldrei langt undan enda eru þeir félagar allt annað en fúlir og leiðinlegir. Knattspyrnukonan Ásthildur Helgadóttir hóf einnig nýlega störf í bankanum en þar starfa líka fleiri stjörnur úr íþróttalífinu eins og Björgólfur Takefusa. Í Glitni halda Jónsi í Svörtum fötum og Addi Fannar í Skítamóral uppi stuðinu sem viðburðastjórar bank- ans. Gítarleikarinn Áki Sveinsson úr Svörtum fötum starfar einnig í Glitni en hann starfar í markaðsdeildinni. Rapparinn og tónlistarmaðurinn Sölvi Blöndal úr Quarashi er kominn til starfa í Kaupþingi og tekur sig miklu betur út í jakkafötum en í víðum rapparafötum. Nú er bara spurning hvort popp- og skemmtana- elítan geti dansað sig í gegnum fall á fjármálamörkuðum og reynt að lyfta brúnum skipstjóranna meðan bank- arnir sigla í gegnum þennan öldu- gang. bergthora@frettabladid.is martamaria@365.is SKEMMTANAELÍTAN FLYKKIST Í BANKANA Eva Sólan komin til LandsbankansSonur þeirra Sigríðar Snævarr og Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins, var skírður á þrettándanum eins og visir.is greindi frá í vikunni en skírnin fór fram í Dómkirkjunni og skírnarveislan var haldin í Iðnó. Einkasonurinn var skírður Kjartan Gunnsteinn í höfuðið á föður sínum og afa, föður Sigríðar, Gunnsteini Ármanni Snævarr. Athygli vekur að merking beggja nafnanna tengist vígvelli og orrustum. En samkvæmt nafnabókinni merkir nafnið Kjartansnafnið herkonung- ur en Gunnsteinn þýðir orrustusteinn. Hvort foreldrarnir hafa vitað af þessari merkingu nafnana er erfitt um að segja en ljóst er að Kjartan Gunnsteinn ber nafn hermannsins sem ætti að geta haft sigur í hvaða orrustu sem er. Ásta Andrésdóttir, ritstjóri á Nýju lífi. ISTANBÚL Jói Simmi Ásthildur Addi Fannar Sölvi Jónsi Eva Sólan Bahama-barn á leiðinni S tjörnuparið Völundur Snær Völundarson, kokkur á Bahamaeyjum, og eiginkona hans, Þóra Sigurðardóttir rithöfundur, eiga von á erf- ingja. Áætlaður fæðingardagur er 19. júní og ef barnið verður kvenkyns má ekki búast við öðru en að það verði mikill kvenskörungur. Þóra er komin fjóra mánuði á leið og heilsast vel. Þóra og Völundur giftu sig sumarið 2006 og hafa búið saman á Bahamaeyjum síðan þá. Þóra er landsþekkt barnagæla en hún stýrði Stundinni okkar um nokkurra ára skeið ásamt Jóhanni G. Jóhannssyni og saman gerðu þau Birtu og Bárð ódauðleg. Þóra ætti því ekki að vera í vandræðum með að verða skemmtilegasta mamma í heimi og spinna upp endalausa leiki með barninu. „Barnið verður alið upp á endursýning- um á Stundinni okkar, það ætti ekki að klikka,“ segir Þóra og hlær og viður kennir að henni hafi aldrei liðið betur. Þegar hún er spurð að því hvort það verði ekki skrýtið að ala íslenskt barn upp innan um pálmatré og hvítar tærar strendur segir hún svo ekki vera. „Ég held að barnið verði bara miklu frjálsara því það þarf ekki að vera dúðað eins og ef við byggjum á Íslandi. Annars verður þetta bara allt að koma í ljós,“ segir hún.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.