Fréttablaðið - 11.01.2008, Side 48

Fréttablaðið - 11.01.2008, Side 48
BLS. 12 | sirkus | 11. JANÚAR 2008 Sirkusstjórinn sló ekki slöku við þessa fyrstu helgi ársins enda er ekki annað í boði en að halda marineringu jólanna gangandi. Á föstudagskvöld var Boston stútfullur af skemmtilegu fólki sem fagnaði því að jólin væru afstaðin. Vesturports- parið Rakel Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Vesturportsins, og kærasti hennar, Björn Hlynur, leikari og leikstjóri, skemmtu sér konunglega með leikurum úr Jesus Christ Superstar. Á næsta borði sat leikstjórinn Ragnar Bragason ásamt vinum sínum og virtist vera hinn hressasti. Baggalúts- bræðurnir Bragi Valdimar Skúlason og Karl Sigurðsson létu sig heldur ekki vanta á Boston þetta kvöld og voru kampakátir að vanda. Þegar Sirkusstjórinn ætlað að venda kvæði sínu í kross og kíkja á næsta bar, var ekki hægt að þverfóta fyrir fólki og biðraðirnar virtust alls staðar ná langt út á götu. Sama kvöld létu Sveinn Andri Sveinsson lögmaður og Björn Ársæll Pétursson, útibússtjóri Landsbankans í Hong Kong, fara vel um sig á Salti. En á sama stað mátti sjá glitta í Andrés Pétur Rúnarsson, fyrrverandi fasteignasala. Á Ölstofunni var múgur og margmenni. Þar voru meðal annars Börkur Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður, Pétur Blöndal, blaðamaður á Mogganum, og Ólafur Teitur Guðnason hjá Straumi. Eftir vel heppnað kvöld var ekkert annað í stöðunni en að fara snemma heim enda fer það ekki saman að detoxa og hanga á barnum. ■ Hverjir voru hvar? S igurganga ítalska fatamerkisins Miss Sixty hefur aukist gríðar- lega síðastliðin ár og í dag er það eitt af vinsælustu merkjunum. Stjörnur á borð við Demi Moore, Mischa Barton, Maggie Gyllendal og Hilary Swank hafa tekið ástfóstri við merk- ið en þær voru fremstar í flokki á tískusýningunni í New York þegar vorlínan 2008 var frumsýnd. Í dag opnar sérstök Miss Sixty verslun í Kringlunni og því þurfa íslenskar dömur ekki að láta sig dreyma um fötin á myndunum heldur látið verk- in tala og notið í botn. SVALT& seiðandi opið föstudag 10-18.30 og laugardag 10-17 Útsala 50% Flottust !

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.