Fréttablaðið - 11.01.2008, Síða 57

Fréttablaðið - 11.01.2008, Síða 57
FÖSTUDAGUR 11. janúar 2008 25 SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Heimaþjónusta Öll eigum við það sameiginlegt að vilja vera sjálfbjarga. Það er óhætt að fullyrða að næstum frá fæðingu rembist börn við að skapa sér sjálfstæði, standa á eigin fótum. Og þetta tekst okkur flestum á endanum. Við verðum fullorðin og stöndum undir eigin lífi, stolt og ánægð, komum upp börnum og fylgjumst með þeim vaxa og dafna. En allir hlutir hafa sinn tíma og þegar færni okkar skerðist, vegna öldrunar, slysa eða sjúkdóma, er mikilvægt að okkur sé mætt af virðingu og tillit tekið til þeirrar eðlilegu þrár okkar að vera sjálf- bjarga. Að gæta að því að fólk haldi sinni reisn er lykilatriði og því leggur Reykjavíkurborg áherslu á það að heimaþjónusta og stuðningur við heimilishald séu veitt af nærgætni og vand- virkni. Einkunnarorð heimaþjónustu Reykjavíkurborgar eru „sjálfs- hjálp með stuðningi“. Okkar metnaður er að fólk haldi sinni reisn og virðingu. Það er engum hollt að leggjast bara aftur og láta aðra um þrif og heimilishald. Það er mun jákvæðara fyrir líðan og sjálfsmynd fólks að hafa enn tögl og hagldir á eigin heimili. Mark- mið okkar er að styðja fólk við heimilishaldið án þess að taka yfir þau verk sem fólk getur enn unnið sjálft. Lifandi starf Við sem störfum í Þjónustumið- stöð Laugardals og Háaleitis erum stolt af samstarfsfólki okkar í heimaþjónustunni. Þetta er öflugt og samhent lið sem vinn- ur krefjandi vinnu þar sem trún- aður og traust skipta meginmáli. Ekki er aðeins um að ræða kraft- mikla og röggsama starfskrafta heldur líka augu okkar og eyru úti meðal þess fólks sem við þjón- um. Í gegnum samræður og sam- veru við þá sem njóta stuðnings og þjónustu getur starfsfólk heimaþjónustunnar eflt þekkingu okkar á þörfum íbúa hverfisins og þannig bætt til muna þá þjón- ustu sem við veitum. Heimaþjónustustarfið er ekki aðeins mikilvægt, heldur líka gef- andi, þar sem það er liður í því að rjúfa einangrun fólks í samfélag- inu og eiga lifandi samskipti við það. Þannig hafa mörg vinatengsl myndast í gegnum starfið, enda er það eðlilegt þegar unnið er með fólki. Það víkkar líka sjón- deildarhringinn að komast í snert- ingu við ólíka reynslu og upplifun fólks sem er ekki endilega hluti af hinni daglegu hringiðu fjöl- miðla og umræðu í okkar sam- félagi. Símenntun og tungumálanám Eldri borgarar og aðrir þeir sem njóta heimaþjónustu hafa bent á mikilvægi þess að starfsfólk heimaþjónustu kunni til verka, sé jákvætt og vel upplýst. Þjónustu- miðstöðin leggur því ríka áherslu á að efla þekkingu og menntun starfsfólks. Hálfsmánaðarlega eru haldnir fræðslufundir með starfsfólki um ýmis málefni og er starfsfólk einnig hvatt til símennt- unar. Ljóst er að íslenskt þjóðfélag er að verða sífellt fjölmenningar- legra og því er einnig mikilvægt fyrir okkur að hafa starfsfólk sem talar fleiri en eitt tungumál í þjónustustörfum. Má í því ljósi nefna að starfs- fólk af erlendum uppruna sækir starfstengda íslenskukennslu sér að kostnaðarlausu á vinnutíma. Þannig nýtast kraftar og reynsla þessa starfsfólks betur en áður og starfsfólk og notendur þjón- ustunnar geta betur miðlað sín á milli reynslu og þekkingu. Fagfólk á sínu sviði Ekki er sjálfgefið að allir geti orðið starfsmenn í heimaþjón- ustu, því starfið krefst mikillar hæfni í mannlegum samskiptum, sveigjanleika og nærgætni. Með reynslu, símenntun og stöðugri fræðslu má segja að starfsfólk heimaþjónustunnar verði smátt og smátt fagfólk á sínu sviði. Enn- fremur hafa margir menntað sig sem félagsliða en í félagsliðanám- inu er einmitt lögð mikil áhersla á margbreytileika í mannlegum samskiptum, mannvirð- ingu í orði og verki. Í náminu eru einnig kenndar aðferðir til að hvetja þá til dáða sem einhverra hluta vegna hafa einangrast og þurfa stuðning til að koma sér af stað í hreyfingu, félagsstarf eða hvað annað sem hugurinn stendur til. Sparnaður fyrir þjóðar- búið Að lokum má nefna það að nyti heimaþjónustu ekki við, myndi þörfin fyrir hjúkrunarrými hér á landi aukast gríðarlega. Það er einfalt reikn- ingsdæmi að sjá það álag sem slík aukning á þörf myndi valda á heil- brigðiskerfinu, enda er kostnað- urinn vegna hjúkrunarrýma margfaldur á við þann kostnað sem stafar af heimaþjónustu. Þess vegna er framlag þessa starfsfólks án nokkurs efa gríðar- lega verðmætt, ekki eingöngu með tilliti til vellíðunar og heilsu þeirra sem heimaþjónustunnar njóta, heldur einnig út frá hags- munum skattborgara. Þannig vinna allir þegar heimaþjónustan stendur sig vel. Sigrún er deildarstjóri og Svavar frístunda- og félagsauðsráðgjafi hjá Þjónustumiðstöð Laugardals. Lykilstarfsfólk í samfélaginu SIGRÚN INGVARSDÓTTIR SVAVAR KNÚTUR Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.