Fréttablaðið - 11.01.2008, Qupperneq 60
28 11. janúar 2008 FÖSTUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 1.039
5.533 +1,18% Velta: 14.384 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 9,50 -1,25% ... Bakkavör
52,30 +1,95% ... Eimskip 32,60 -1,21% ... Exista 15,20 +1,33% ... FL
Group 11,50 +1,5% ... Glitnir 20,20 +2,02% ... Icelandair 26,95 2,67%
... Kaupþing 745 +0,68% ... Landsbankinn 32,05 +1,42 ... Marel 1002
+2% ... SPRON 7,99 +4,04% ... Straumur-Burðarás 13,6 +0,69 ...
Össur 96 +1,05% ... Teymi 5,78 +1,4%
MESTA HÆKKUN
SPRON 4,04%
ICELANDAIR 2,67%
GLITNIR 2,02%
MESTA LÆKKUN
ATLANTIC AIRWAYS 7,57%
ATLANTIC PETROL. 5,30%
ICELANDIC GROUP 4,31%
Verðmæti hlutar FL Group í banda-
rísku flugrekstrarsamstæðunni
AMR, móðurfélagi American Air-
lines, hefur rýrnað um 61 prósent
frá því fjárfestingafélagið flaggaði
fyrst í samstæðunni undir lok
næstsíðasta árs. Ætla má að verð-
mæti eftirstandandi 1,1 prósents
hlutar FL Group í félaginu nemi
rúmum tveimur milljörðum króna.
Gengi hlutabréfa í AMR féll í
vikunni og hafði um tíma ekki
verið lægra í tæp þrjú ár. Það tók
flugið í gær og hafði hækkað um
rúm átta prósent um miðjan dag.
FL Group flaggaði tæpum sex
prósenta hlut í samstæðunni í
enda árs 2006 en jók hann fljót-
lega í 9,3 prósent. Ætla má að
meðal verðmæti eignarinnar hafi
numið um 45 milljörðum króna
þegar mest lét. Gengi AMR lækk-
aði hins vegar mikið í fyrra og los-
aði félagið sig við allt nema 1,1
prósent í félaginu í lok nóvember.
Bókfært tap nam 15 milljörðum
króna við söluna, samkvæmt til-
kynningu FL Group. Gengi AMR
hefur fallið í kringum 46 prósent
síðan þá og má ætla að sjö millj-
arðar króna hefðu bæst við tapið
hefði ekki komið til sölunnar. - jab
JÓN SIGURÐSSON, FORSTJÓRI FL GROUP
Gengi bréfa í bandarísku flugrekstrar-
samstæðunni AMR hefur fallið um 45
prósent síðan FL Group seldi stærstan
hlut sinn í samstæðunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FL seldi fyrir hrunið
„Íslenska krónan er sveiflukennd
og við viljum gera upp í okkar
stærstu mynt,“ segir Jónas Sigur-
geirsson, framkvæmdastjóri
samskiptasviðs Kaupþings.
Hann segir að 80 prósent eigna
bankans séu í erlendri mynt.
„Falli krónan um tuttugu prósent
þá lítur svo út sem erlendar eign-
ir, í krónum, hafi aukist, þrátt
fyrir að vöxtur hafi kannski verið
enginn. Þetta getur gefið skakka
mynd af bankanum,“ segir Jónas.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins heimilaði Ársreikninga-
skrá, með skilyrðum, að Kaup-
þing fengi að færa bókhald sitt í
evrum. Seðlabankinn lagðist gegn
þessu í umsögn sinni.
Skilyrði Ársreikningaskrár
voru þau að Kaupþing lyki fyrst
yfirtökunni á hollenska bankan-
um NIBC. Svar Ársreikninga-
skrár barst Kaupþingi milli jóla
og nýjárs, svo ekki þótti gerlegt
að skipta um uppgjörsmynt fyrir
áramótin. Allt árið þarf að gera
upp í sömu mynt.
Kaupþing kærði ákvörðun Árs-
reikningaskrár til fjármálaráð-
herra sem mun úrskurða í því á
næstu vikum.
- ikh
Sveiflur krónunnar
ástæðan fyrir evru
JÓNAS SIGURGEIRSSON Sveiflur á gengi
krónunnar geta verulega skekkt mynd-
ina af bankanum þar sem megnið af
eignum hans eru í erlendri mynt.
„Það kemur að þörfinni fyrir
þriðja strenginn,“ segir Örn Orra-
son hjá Hibernia. Fyrirtækið
hyggur á lagningu sæstrengs
hingað til lands og er langt komið
í undirbúniningi.
Farice hefur tilkynnt um að nýr
strengur verði lagður héðan til
Danmerkur.
„Verkefnið kostar með öllu um
sex milljarða
króna,“ segir
Guðmundur
Gunnarsson,
framkvæmda-
stjóri Farice.
Fyrirtækið
hefur samið við
bandaríska fyrir-
tækið Tyco Tele-
communi-
cations um að
hanna, búa til og
leggja strenginn
sem verður ríf-
lega 2000 kílómetra langur. Vinnu-
heiti strengsins er Danice.
Framkvæmdir eru þegar hafn-
ar og er bandaríska fyrirtækið nú
að búa strenginn til.
Strengurinn á að liggja frá
Landeyjum, norður fyrir Færeyj-
ar, þaðan í Norðursjó og koma að
landi í Danmörku.
Stefnt er að því að ljúka botn-
rannsóknum í næsta mánuði,
segir Guðmundur, og hefja fram-
kvæmdir við að leggja strenginn
næsta sumar. Taka á strenginn í
notkun í byrjun næsta árs.
Rætt hefur verið um að nýr
sæstrengur ætti að kosta í kring-
um þrjá milljarða króna. Guð-
mundur segir að sú tala hafi átt
við allt annan streng, aðra leið og
minni flutningsgetu. Danice eigi
að geta flutt milli sex og sjö
sinnum meira en Farice gerir nú.
„Þetta eykur öryggi gagnaflutn-
inga hingað til lands verulega og
er algjör forsenda fyrir því að
netþjónabú geti starfað hér,“
segir Guðmundur.
Örn Orrason segir að netþjóna-
bú geri miklar kröfur og til þess
að uppfylla ítrustu kröfur þurfi
landið að vera þrítengt í framtíð-
inni. - ikh
Þörf fyrir þriðja strenginn
GUÐMUNDUR
GUNNARSSON
SÆSTRENGUR LAGÐUR Rétt tæp fjögur ár eru síðan Farice-sæstrengurinn var tekinn í
notkun. Hann sést hér tekinn í land við Skotlandsstrendur. Nú hefur verið samið um
nýjan streng héðan til Danmerkur. MYND/FARICE
Eimskip hefur lagt niður vöru-
flutningaleið milli borga í Nýja
Englandi í Bandaríkjunum og
Halifax í Nova Scotia í Kanada.
Frá þessu greindi á Containeris-
ation International (ci online),
breskur upplýsingavefur um
farmflutninga, á föstudag og segir
breytinguna „fyrirvaralausa“.
Um var að ræða svokallaða New
England Canada Express-leið sem
þjónustaði önnur flutningafyrir-
tæki. Í frétt CI kemur fram að
önnur flutningafyrirtæki „séu
strand“ eftir ákvörðun Eimskips.
Fluttar voru vörur fimm sinnum í
viku milli borganna Boston og
Portland í Bandaríkjunum og Hali-
fax í Kanada og notað til þess eitt
skip.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins mun þó hafa verið nokkur
fyrirvari á ákvörðun Eimskips og
búið fyrir nokkru að ákveða að
fella niður flutningaleiðina og
upplýsa viðskiptamenn um það.
Skipið sem notað var í flutningana
mun hins vegar hafa bilað undir
lok tímabilsins og siglingum því
hætt fyrr en áætlað var. - óká
Í NÝJA SKOTLANDI Borgin Halifax í Nova
Scotia í Kanada er í senn háskólabær og
sjávarþorp. Þá er borgin miðstöð fyrir
flutninga á austurströnd landsins.
NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Skip bilaði í lok tímabils
MARKAÐSPUNKTAR
Gjaldþrotaskiptum er lokið á þrotabúi
Tímaritaútgáfunnar Fróða. Forgangs-
kröfur upp á 6,1 milljón króna
greiddust að fullu og tæpar 6 millj-
ónir upp í veðkröfur. Almennar kröfur
námu tæpum 315 milljónum króna
og greiddust upp í þær tæpar 146
milljónir, 46 prósent.
Greiningardeild Glitnis hefur hækkað
verðmatsgengi Alfesca úr 5,9 krónum
á hlut í september í 6,1 krónu á hlut.
Félagið er þannig talið 35,9 milljarða
króna virði, en gengið er 12 prósentum
undir nýlegu gengi á markaði.
Um leið hækkar Glitnir markgengi
Alfesca til 12 mánaða í 7,2 krónur á
hlut. „Við teljum að spennandi tímar
séu fram undan hjá Alfesca,“ segir
Glitnir og vísar meðal annars til kaup-
viðræðna Alfesca við eigendur Oscar
Mayer Ltd í Bretlandi.
Forstjórar á lausu
Margir pirrast yfir háum launum forstjóra. Það
er nú samt með forstjórana eins og þjálfara
þekktra íþróttafélaga að þeir eru fljótir að fjúka
þegar á móti blæs. Er það meðal annars rétt-
lætingin á hárri umbun fyrir starf þeirra. Nú er
farið að blása hraustlega á toppnum þótt flestir
forstjórar standi fast í lappirnar. Þó eru nokkrir
á lausu. Hannes Smárason hætti á síðasta ári
sem forstjóri FL Group. Jón Karl Ólafsson hættir
fljótlega hjá Icelandair. Þórður Már Jóhannes-
son, forstjóri Gnúps, er orðinn verkefna-
laus. Bjarni Ármannsson er að sinna sínum
einkamálum eftir brotthvarf úr REI. Starfs-
kraftar Óskars Magnússonar eru vannýttir eftir
TM-brotthvarfið. Ekki hefur sést til Friðriks
Jóhannssonar, fyrrverandi forstjóra
Straums, lengi. Það eru sem
sagt margar sætar stelpur
eftir á ballinu eftir að ljósin
hafa verið kveikt.
Endurskipulag heimasíðu
Gnúpur fjárfestingarfélag hefur ekki aðeins endur-
skipulagt reksturinn heldur einnig heimasíðuna.
Svo virðist sem skarpur niðurskurður á allri starf-
semi félagsins endurspeglist í andliti þess á ver-
aldarvefnum. Búið er að taka út allar upplýsingar
um eigendur, stjórn, starfsmenn og hvar skrif-
stofur félagsins eru. Kannski ekki
nema von þar sem starfsemin
hefur verið svæfð og starfsmönn-
um sagt upp. Á heimasíðunni
stóð meðal annars: „Gnúpur er
eitt stærsta fjárfestingarfélag á
Íslandi að teknu tilliti til eigna.“
Þær eignir eru foknar út í veður
og vind. Eignir hafa hrapað í
verði og verið seldar fyrir
skuldum. Sú frétt rataði á
síður erlendra viðskipta-
blaða eins og Financial
Times í gær.
Peningaskápurinn …
Englandsbanki og evr-
ópski seðlabankinn héldu
stýrivöxtum óbreyttum í
gær þrátt fyrir kröfu um
lækkun. Verðbólguþrýst-
ingur í skugga samdráttar
stýrir ákvörðun bankanna.
Seðlabankastjóri Banda-
ríkjanna gaf í skyn í gær
að vaxtalækkun þyrfti að
koma til vegna ástandsins
á fjármálamarkaðnum og
minnkandi atvinnu.
„Bankastjórn Seðlabanka Evrópu
mun grípa til aðgerða gegn öllu
því sem mun riðla stöðugleikan-
um,“ sagði Jean-Claude Trichet,
bankastjóri evrópska seðlabank-
ans í gær og átti þar við verðlags-
hækkun og launaskrið sem gæti
ýtt verðbólgu fram af fullum
þunga.
Verðbólga mældist 3,1 prósent
á evrusvæðinu á síðasta ári, sem
er 0,9 prósentustigum yfir verð-
bólgumarkmiðum bankans. Verð-
bólguþrýstingur í hagkerfinu vó
þyngra á metunum en yfirstand-
andi lausafjárþurrð og lélegt
aðgengi að ódýru lánsfé í skugga
samdráttar þegar kom að ákvörð-
un bankans að halda stýrivöxtum
óbreyttum í fjórum prósentum,
að sögn Trichets. Hann útilokaði
ekki að bankinn hækkaði vexti á
næstu mánuðum til að sporna við
þróuninni.
Ákvörðun og rökstuðningur
bankastjórnar evrópska seðla-
bankans er í takt við niðurstöðu
Englandsbanka, sem sömuleiðis
ákvað í gær að halda stýrivöxtum
óbreyttum í 5,5 prósentum. Mark-
aðsaðilar, sér í lagi í smásölugeir-
anum, kröfðust hins vegar að
bankinn lækkaði vextina í því
skyni að blása lífi í einkaneyslu,
að sögn Bloomberg.
Jólaverslun í Bretlandi var í
heildina undir væntingum mark-
aðsaðila og segja stjórnendur
það skrifast á háa vaxtabyrði og
verðlagshækkanir sem hafi vald-
ið því að neytendur haldi að sér
höndum. Útlit er fyrir erfitt ár
hjá breskum verslunum verði
ekkert að gert, samkvæmt ráða-
mönnum í bresku atvinnulífi.
Áður en vaxtaákvörðun lá fyrir
í gær voru væntingar um að Eng-
landsbanki myndi gefa eftir og
fylgja fordæmi bandaríska seðla-
bankans sem hefur lækkað stýri-
vexti þrívegis um eitt prósentu-
stig vegna lausafjárþurrðar á
fjármálamörkuðum í kjölfar van-
skila á bandarískum undirmáls-
lánamarkaði. Vaxtaákvörðunar-
dagur er í Bandaríkjunum 30.
janúar næstkomandi og reikna
flestir með lækkun upp á fjórð-
ung úr prósenti til að sporna við
því að lausafjárþurrðin smitist að
fullu út í efnahagslífið.
jonab@frettabladid.is
Spornað við verðbólgu
JEAN-CLAUDE TRICHET Bankastjóri evrópska seðlabankans sagði í gær svo geta farið
að bankinn hækkaði stýrivexti á næstu mánuðum til að sporna við verðbólguþróun.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP