Fréttablaðið - 11.01.2008, Side 78

Fréttablaðið - 11.01.2008, Side 78
46 11. janúar 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Laugavegur 4-6. 2 Kristján Gunnarsson. 3 Sam Allardyce. HVAÐ VAR ÉG AÐ SPÁ? LÁRÉTT 2. dýrka 6. hæð 8. kvikmyndahús 9. farfa 11. 2000 12. hroki 14. ljúka 16. ekki 17. eru 18. angan 20. skóli 21. krafs. LÓÐRÉTT 1. mylsna 3. í röð 4. fax 5. auð 7. hringfari 10. mál 13. blástur 15. skyn- færi 16. trjátegund 19. eldsneyti. LAUSN „Það hringdi pía í okkur sem sagð- ist vera til í að sofa hjá honum ef hún væri nógu full,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali, útvarps- maður á FM 957 og einn af stjórnendum þáttarins Zúper. Fiðringur virðist vera kominn í íslenskar stúlkur fyrir komu rokkar- ans Tommy Lee hingað til lands síðar í mánuðinum, enda er hann alræmdur kvennabósi og fyrrver- andi eiginmaður kynbombunnar Pamelu Anderson. „Við töluðum við Magna og hann sagði að þetta væri ábyggilega eins og að sjá um tvö ensk fótboltalið að fá Tommy hingað. Frá því hann lendir og þangað til hann fer er bara partí. Það er ekki bara það að hann sé slæmur sjálfur heldur vill hann að allir aðrir skemmti sér geð- veikt vel. Það tala allir um að skemmtilegustu partíin sem hægt er að fara í séu hjá Tommy Lee,“ segir Svali. „Magni sagði að á smærri giggum úti séu oft langar raðir af stúlkum sem vilja koma við hann og fá koss. Þær vilja allar vera kviðmæðgur Pamelu Ander- son. Ég get ekki beðið eftir því að fara í partí eftir tónleikana bara til að sjá þetta,“ segir hann. Svali fór í eftirpartí þegar hús- bandið sem spilaði undir í Rock- star-þáttunum með Magna kom hingað til lands. „Ég fékk áfall, mér fannst þetta svo fyndið. Það var eins og þeir væru helstu kvik- myndastjörnur heimsins. Þeir voru með tvær stelpur undir sitt hvorri hendinni og hvernig held- urðu að þetta verði hjá Tommy Lee og félögum? Þeir eru að koma hingað til að djamma.“ - fb Íslenska kvenþjóðin spennt fyrir Tommy SVALI Svali ætlar að fara í eftirpartí með Tommy Lee eftir tónleika hans á Nasa. TOMMY LEE Tommy kann svo sannarlega að skemmta sér, miðað við það orðspor sem fer af honum. „Skutull.is er faglegur fréttamiðill og þar er unnið eftir viðurkenndum starfsreglum blaða- og fréttamennsku,“ segir Ólína Þorvarðar- dóttir en hún hefur ásamt Bryndísi Friðgeirs- dóttur lagt fram stjórnsýslukæru á hendur bæjarstjórn Ísafjarðar- bæjar. Aðstandendur vefsíðunnar telja að jafnræðisregla hafi verið brotin þegar meirihluti bæjarráðs synjaði henni um sama rými og vefsíð- an bb.is hefur á vef bæjarins sem og öll auglýsingaviðskipti við bæinn. Með kærunni vilja þær að ákvörðun bæjarstjórnar verði endurskoðuð. Ólína sagði í samtali við Fréttablaðið að um væri að ræða pólitískt mál. Bæjarstjórinn væri ekki að draga skynsamleg skil milli Í-listans annars vegar og vefsíðunnar hins vegar. En Ólína er gift Sigurði Péturssyni sem situr í minnihluta bæjarstjórnar Ísafjarðar fyrir hönd Í-listans. Halldór Halldórsson segir að ákvörðun bæjarráðs hafi ekkert með hans persónulegu skoðun að gera en Halldór lýsti því yfir í útvarpsviðtali að vefurinn væri óneitanlega litaður af liðsmönnum Í-listans. Hins vegar segir Halldór að ekki mætti blanda saman persónulegum skoðun- um hans og svo ákvörð- un bæjarráðs. „Bæjarráð taldi ein- faldlega að það væru margir aðrir vefir á svæðinu og að skutull.is væri ekki sambæri- legur vefur og bb.is sem er einn af tuttugu mest lesnu vefjum landsins,“ segir Halldór sem hefur svarað fyrirspurn frá félagsmála- ráðuneytinu en það óskaði eftir umsögn frá bænum. Ólína gefur lítið fyrir þessar útskýringar bæjarstjórans og segir að Halldór sitji alla fundi bæjarráðs og leggi þar upp öll mál í samstarfi við meirihlutann. „Þegar hann var inntur eftir ástæðum synjunar í útvarpsviðtali sagði hann að skutull væri málgagn Í-listans. Og það er í hæsta máta óeðlilegt að gera það svar sitt nú að sinni persónulegri skoðun,“ segir Ólína. - fgg Ritstjóri og bæjarstjóri í hart PÓLITÍSK ÁKVÖRÐUN Ólína segir ákvörðun bæjar- stjórnar um að hafna skutull.is um sama pláss og bb.is af pólitískum rótum. MARGIR AÐRIR VEFIR Halldór telur ákvörðun bæjarráðs ekkert hafa með pólitík að gera, bb.is og skutull.is séu einfaldlega ekki sambærilegir. Íslenskir dansþættir í formi So You Think You Can Dance-þátt- anna vinsælu hefja göngu sína á Stöð 2 í haust. Pálmi Guðmunds- son, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, staðfesti við Fréttablaðið í gær að formlegur undirbúningur væri hafinn. Þáttaröðin hefur notið gífur lega vinsælda bæði hér á landi og vestanhafs, og er áhorfið sambærilegt við Idol-keppnina og X-factor. „Við stefnum á að hafa áheyrnarpróf með vorinu og frum- sýnum í haust,“ segir Pálmi, en þættirnir eru gerðir í samvinnu við Íslenska dansflokkinn. Danshöfundar og dómarar úr bandarísku þáttunum eru væntan- legir til landsins á næstu mánuð- um og munu vera Stöð 2 innan- handar við gerð þáttanna. „Þeir munu kannski ekki gegna hefð- bundnum hlutverkum sínum, þar sem þeir tala ensku, en ætla að undirbúa þættina með okkur og semja dansrútínur,“ útskýrir Pálmi. Ófá lönd hafa gert sína eigin útgáfu af So You Think You Can Dance, en aðstandendur bandarísku þáttanna hafa ekki komið að slíkri vinnu áður. „Þetta er mjög mikill fengur fyrir okkur,“ segir Pálmi. Íslenskt nafn á þátt- inn er þó enn ófundið. „Allar góðar ábendingar eru vel þegnar,“ segir Pálmi og hlær við. „Það er dálítið snúið að þýða þetta vel.“ Þeir Dan Karaty og Shane Sparks verða fyrstu fulltrúar So You Think You Can Dance hér á landi, en þeir halda dansnámskeið á vegum Dancecenter um miðjan febrúar. Karaty kenndi hér nám- skeið síðastliðið sumar, en Shane Sparks kemur nú í fyrsta skipti. „Það verða fleiri viðburðir á árinu sem verða auglýstir sérstaklega,“ útskýrir Nanna Ósk Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Dancecenter. Á meðal væntanlegra dansgesta er sigurvegarinn úr síðustu þátta- röð, Sabra Johnson, en með henni í för verður Danny Tidwell, sem hreppti annað sætið. „Shane og Dan munu kenna allt það nýjasta frá Los Angeles og New York. Þeir blanda saman alls konar stílum, eins og hip-hoppi, jazz, funki og streetdansi,“ útskýrir Nanna, sem segir þetta frábært tækifæri fyrir íslenska dansunnendur til að kynnast nýjum straumum og stefnum án þess að þurfa að sækja sér þá kennslu til útlanda. „Þeir leggja líka báðir mikla áherslu á að ná því besta úr nemendum sínum. Þeir eru hérna fyrir nemendur, ekki öfugt,“ bætir Nanna við. Skráning á námskeiðið með Kar- aty og Sparks er hafin á dance- center.is. sunna@frettabladid.is PÁLMI GUÐMUNDSSON: ÍSLENSKIR SO YOU THINK YOU CAN DANCE-ÞÆTTIR Erlendir dómarar taka þátt F.V. MARY MURPHY, SHANE SPARKS, DAN KARATY NORDICPHOTOS/GETTY STÓRSTJÖRNUR Í DANSI TIL ÍSLANDS Þeir Dan Karaty og Shane Sparks verða fyrstu fulltrúar So You Think You Can Dance- þáttanna hér á landi, en þeir halda dansnámskeið á vegum Dancecenter og Nönnu Óskar Jónsdóttur í febrúar. Fleiri dómarar og danshöf- undar úr þáttunum munu verða Stöð 2 innan handar við gerð þáttanna. LÁRÉTT: 2. dást, 6. ás, 8. bíó, 9. lit, 11. mm, 12. dramb, 14. klára, 16. ei, 17. séu, 18. ilm, 20. fg, 21. klór. LÓÐRÉTT: 1. sáld, 3. áb, 4. símbréf, 5. tóm, 7. sirkill, 10. tal, 13. más, 15. auga, 16. eik, 19. mó. „Það voru fáir tilbúnir að spons- ora mig, nema ég léki í sjón- varpsauglýsingum. Ég geri það aldrei, og ekki heldur í öðrum auglýsingum.“ Bubbi, í viðtali við Pressuna árið 1992. „Ég gerði það ekkert á þeim tíma. Ef ég man rétt var ég á tónleikaferð í kringum landið, og var ókeypis inn á alla tónleika. Reyndar lék ég í fyrstu sjónvarpsaug- lýsingunni minni árið 1980, þar sem ég auglýsti kaffi,“ segir hann nú. Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson og sjónvarpsmaðurinn Jón Ársæll Þórðar- son leiða saman hesta sína í þætti hins síðarnefnda, Sjálfstæðu fólki, um helgina. Í þættinum verður farið yfir merkan feril Gylfa sem kunnastur er fyrir að hafa samið lagið Minning um mann. Óvænta uppákomu er þó að finna í þættinum að því er heyrst hefur. Í ljós kemur að Gylfi á son sem snýr heim frá Ítalíu. Er honum lýst sem suðrænni útgáfu af Gylfa Ægissyni. Það verður að teljast for- vitnilegt. Spaugstofumenn keppast nú við að setja saman sinn fyrsta þátt eftir jólafrí. Í þættinum er líklegt að Jón Viðar Jónsson leikhúsfröm- uður birtist en hann hefur löngum verið Spaugstofumönnum hugstæður. Jóni Viðari var kippt af frumsýningarlista Borgarleikhússins eins og frægt er orðið en þetta er langt í frá fyrsta skipti sem hann hefur átt í útistöð- um við leikhúsforkólfa. Þannig að Pálmi Gestsson dustar nú væntan- lega rykið af JónsViðarsgervinu sínu. Og líklegt má telja Össur Skarphéðinsson og rauðvínsgjöf Kaupþings komi við sögu í þættin- um auk musterisriddara. Hinn ástsæli útvarpsmaður Freyr Eyjólfsson á Rás 2 rak upp stór augu og stundi þegar hann las 24 stundir í gær. Til að fríska upp á blaðið hafa starfsmenn 24 stunda gripið til þess ágæta ráðs að fletta gömlum Pressum, Morgunpóstum og öðrum slíkum gæðablöðum og vakið þaðan til lífs gamla efnisþætti. Tvífarar vikunnar er einn slíkur en eitthvað skortir á hugkvæmni blaðamanna á 24 stundum við úrvinnslu. Freyr lendir í það minnsta öðru sinni í Tvíför- unum, sem væri sök sér, nema að enn og aftur er bent á að leikarinn Daniel Meade í Ugly Betty-þátt- unum þykir sláandi líkur Frey. - hdm/jbg FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.