Fréttablaðið - 18.01.2008, Síða 65

Fréttablaðið - 18.01.2008, Síða 65
FÖSTUDAGUR 18. janúar 2008 33 Myndlistarmaðurinn Hjálmar Þorsteinsson opnar sýningu á verkum sínum í Gallerí List, Skip- holti 50A, á morgun kl. 14. Sýning- in stendur yfir til 29. janúar. Hjálmar starfaði lengst af sem kennari á Akranesi, meðal annars við tilraunakennslu í skapandi listum og hlutu nemendur hans mörg verðlaun og viðurkenning- ar. Hjálmar er að mestu sjálf- menntaður í myndlist, en hefur þó unnið jafnt og þétt að listsköpun sinni í nær hálfa öld. Hann tileink- aði sér stíl expressjónistanna snemma á ferlinum, og er frum- kvöðull þeirra, Vincent van Gogh, óumdeilanlega mesti áhrifavald- urinn á myndhugsun Hjálmars. Íslensk náttúra og nánasta umhverfi voru helsta yrkisefni Hjálmars framan af. Snemma á níunda áratug síð- ustu aldar ákvað Hjálmar að snúa sér alfarið að myndlistinni og fluttist því búferlum til Danmerk- ur. Með breyttu umhverfi varð veruleg breyting á myndefni lista- mannsins og fór hann að notast meira við þá sterku liti sem finna má í danskri náttúru. Jafnframt urðu landslagsmyndir hans sífellt meira abstrakt. Íslensku myndlistaráhugafólki gefst nú tækifæri til þess að skoða afrakstur Danmerkurára Hjálm- ars og kynnast af eigin raun þeirri þróun sem orðið hefur í myndlist hans frá því að hann sýndi síðast hér á landi. - vþ Hjálmar snýr aftur LITAGLEÐI Hjálmar Þorsteinsson við eitt verka sinna. Tvær sýningar verða opnaðar í Listasal Mosfellsbæjar á morgun kl. 14. Fyrsta ber að nefna sýningu Júlíu Emblu Katrínardóttur, en sýningin sú nefnist Af líkama og sál. Á henni sýnir Júlía skúlptúr og vídeóverk. Inntak skúlptúrsins er hjólabrettamenning; hún veltir fyrir sér uppbyggingu hjólabrett- arampa og hjólabrettagarða og nýtir sér efnivið og hönnun þeirra. Í vídeóverkinu má sjá efni sem Júlía hefur safnað síðan árið 1996 á 8 mm filmu. Myndirnar gefa tilefni til hugarflugs og gefa til kynna að allt sé mögulegt. Hin sýningin nefnist Klukkutím- ar. Á henni sýnir Þórunn Björns- dóttir verk sem birta áhorfendum klukkutíma sem hafa verið fengnir að láni úr lífi ólíkra einstaklinga. Upptökum af þessum klukkutímum er komið fyrir í kössum sem eru á víð og dreif um sýningarrýmið og býðst sýningar- gestum að stinga höfðinu í kassana og verða um leið hluti af öðrum tíma. - vþ Klukkutímar og hjólabretti EFNIVIÐUR Úr verki eftir Júlíu Emblu Katrínardóttur. Þórunn Elísabet Sveinsdóttir opnar sýninguna Blíðlyndi í Gall- erí Boxi, Kaupvangsstræti 10 á Akureyri, á morgun kl. 16. Á sýn- ingunni má sjá teppi sem Þórunn hefur saumað nýlega. Þórunn hefur unnið við leikhús í um tvo áratugi en einnig gert bún- inga fyrir sjónvarp, tónlistar- myndbönd, auglýsingar og kvik- myndir. Að auki hefur hún komið að ýmissi annarri listsköpun; hún var til að mynda einn höfunda leiksýningarinnar Gyðjan í vél- inni sem sýnd var á Listahátíð 2007 og fékk þar mikla athygli og lofsamlega umfjöllun. Frá unglingsárum hefur Þórunn fengið útrás listsköpunar í teppa- saumi og er óhætt að segja að hún hafi þróað persónulegan stíl á því sviði. Eftir hana liggja mörg hundruð teppi hérlendis og erlend- is, en á sýningunni í Galleríi Boxi eru til sýnis nokkur af nýjustu teppunum hennar. Sýningin stendur til 3. febrúar. - vþ Persónuleg teppi Dagrún Matthíasdóttir opnar sýningu sína „Lífið er saltfiskur“ á Veggverk og í DaLí Gallerý á Akureyri á morgun kl. 17. Dagrún vinnur út frá fagurfræði og formi sólþurrkaða saltfisksins. Saltfisk- urinn vekur upp ljúfar minningar, tælir bragðlaukana og gleður augað og er þannig tilvalinn efniviður til myndsköpunar rétt eftir neyslubrjálæði jólahátíðar- innar. Hugmyndin af verkunum sem sjá má á sýningunni mótast í raun af huglægu bragði og vinnu. Til að framkalla saltbragð þeirra sem á horfa tekur formið á sig mynd á Veggverk og endurvarp- ast með nýjum hætti í DaLí Gallery, af einum vegg yfir á annan. Formleg opnun fer fram á morgun kl. 17 í DaLí Gallerý í Brekkugötu 9 á Akureyri. - vþ Lífið er saltfiskur SÝNINGARRÝMI Veggur DaLí Gallerý á Akureyri. SÉRSTAKT HANDBRAGÐ Eitt af teppum Þórunnar í nærmynd. Skífan Laugavegi 26 opið alla daga til 22 · Skífan Smáralind · Skífan Kringlunni · Skífan Leifsstöð · Póstkröfusími 591-5310 · www.skifan.is ATH: Þetta er aðeins brot af úrvalinu! FRÁBÆRAR PLÖTUR Á 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr.999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.