Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.01.2008, Qupperneq 65

Fréttablaðið - 18.01.2008, Qupperneq 65
FÖSTUDAGUR 18. janúar 2008 33 Myndlistarmaðurinn Hjálmar Þorsteinsson opnar sýningu á verkum sínum í Gallerí List, Skip- holti 50A, á morgun kl. 14. Sýning- in stendur yfir til 29. janúar. Hjálmar starfaði lengst af sem kennari á Akranesi, meðal annars við tilraunakennslu í skapandi listum og hlutu nemendur hans mörg verðlaun og viðurkenning- ar. Hjálmar er að mestu sjálf- menntaður í myndlist, en hefur þó unnið jafnt og þétt að listsköpun sinni í nær hálfa öld. Hann tileink- aði sér stíl expressjónistanna snemma á ferlinum, og er frum- kvöðull þeirra, Vincent van Gogh, óumdeilanlega mesti áhrifavald- urinn á myndhugsun Hjálmars. Íslensk náttúra og nánasta umhverfi voru helsta yrkisefni Hjálmars framan af. Snemma á níunda áratug síð- ustu aldar ákvað Hjálmar að snúa sér alfarið að myndlistinni og fluttist því búferlum til Danmerk- ur. Með breyttu umhverfi varð veruleg breyting á myndefni lista- mannsins og fór hann að notast meira við þá sterku liti sem finna má í danskri náttúru. Jafnframt urðu landslagsmyndir hans sífellt meira abstrakt. Íslensku myndlistaráhugafólki gefst nú tækifæri til þess að skoða afrakstur Danmerkurára Hjálm- ars og kynnast af eigin raun þeirri þróun sem orðið hefur í myndlist hans frá því að hann sýndi síðast hér á landi. - vþ Hjálmar snýr aftur LITAGLEÐI Hjálmar Þorsteinsson við eitt verka sinna. Tvær sýningar verða opnaðar í Listasal Mosfellsbæjar á morgun kl. 14. Fyrsta ber að nefna sýningu Júlíu Emblu Katrínardóttur, en sýningin sú nefnist Af líkama og sál. Á henni sýnir Júlía skúlptúr og vídeóverk. Inntak skúlptúrsins er hjólabrettamenning; hún veltir fyrir sér uppbyggingu hjólabrett- arampa og hjólabrettagarða og nýtir sér efnivið og hönnun þeirra. Í vídeóverkinu má sjá efni sem Júlía hefur safnað síðan árið 1996 á 8 mm filmu. Myndirnar gefa tilefni til hugarflugs og gefa til kynna að allt sé mögulegt. Hin sýningin nefnist Klukkutím- ar. Á henni sýnir Þórunn Björns- dóttir verk sem birta áhorfendum klukkutíma sem hafa verið fengnir að láni úr lífi ólíkra einstaklinga. Upptökum af þessum klukkutímum er komið fyrir í kössum sem eru á víð og dreif um sýningarrýmið og býðst sýningar- gestum að stinga höfðinu í kassana og verða um leið hluti af öðrum tíma. - vþ Klukkutímar og hjólabretti EFNIVIÐUR Úr verki eftir Júlíu Emblu Katrínardóttur. Þórunn Elísabet Sveinsdóttir opnar sýninguna Blíðlyndi í Gall- erí Boxi, Kaupvangsstræti 10 á Akureyri, á morgun kl. 16. Á sýn- ingunni má sjá teppi sem Þórunn hefur saumað nýlega. Þórunn hefur unnið við leikhús í um tvo áratugi en einnig gert bún- inga fyrir sjónvarp, tónlistar- myndbönd, auglýsingar og kvik- myndir. Að auki hefur hún komið að ýmissi annarri listsköpun; hún var til að mynda einn höfunda leiksýningarinnar Gyðjan í vél- inni sem sýnd var á Listahátíð 2007 og fékk þar mikla athygli og lofsamlega umfjöllun. Frá unglingsárum hefur Þórunn fengið útrás listsköpunar í teppa- saumi og er óhætt að segja að hún hafi þróað persónulegan stíl á því sviði. Eftir hana liggja mörg hundruð teppi hérlendis og erlend- is, en á sýningunni í Galleríi Boxi eru til sýnis nokkur af nýjustu teppunum hennar. Sýningin stendur til 3. febrúar. - vþ Persónuleg teppi Dagrún Matthíasdóttir opnar sýningu sína „Lífið er saltfiskur“ á Veggverk og í DaLí Gallerý á Akureyri á morgun kl. 17. Dagrún vinnur út frá fagurfræði og formi sólþurrkaða saltfisksins. Saltfisk- urinn vekur upp ljúfar minningar, tælir bragðlaukana og gleður augað og er þannig tilvalinn efniviður til myndsköpunar rétt eftir neyslubrjálæði jólahátíðar- innar. Hugmyndin af verkunum sem sjá má á sýningunni mótast í raun af huglægu bragði og vinnu. Til að framkalla saltbragð þeirra sem á horfa tekur formið á sig mynd á Veggverk og endurvarp- ast með nýjum hætti í DaLí Gallery, af einum vegg yfir á annan. Formleg opnun fer fram á morgun kl. 17 í DaLí Gallerý í Brekkugötu 9 á Akureyri. - vþ Lífið er saltfiskur SÝNINGARRÝMI Veggur DaLí Gallerý á Akureyri. SÉRSTAKT HANDBRAGÐ Eitt af teppum Þórunnar í nærmynd. Skífan Laugavegi 26 opið alla daga til 22 · Skífan Smáralind · Skífan Kringlunni · Skífan Leifsstöð · Póstkröfusími 591-5310 · www.skifan.is ATH: Þetta er aðeins brot af úrvalinu! FRÁBÆRAR PLÖTUR Á 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr.999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr. 999kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.