Fréttablaðið - 10.02.2008, Side 4

Fréttablaðið - 10.02.2008, Side 4
4 10. febrúar 2008 SUNNUDAGUR GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 129,1872 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 67,39 67,71 131,33 131,97 97,53 98,07 13,086 13,162 12,139 12,211 10,33 10,39 0,6275 0,6311 105,94 106,58 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR                   ! # $ %    &      &   '    # ( ! %'  ) # $  *+,  -. *+,  -. /+,  -. 0+,  -. 1+,  -. 1+,  -. 22+,  23+,  23+,  -. 22+,  -. *+,  -. 4+,  -. 21+,  -. 22+,  -. 53+,  -.         !"# $ %!&'( $) '$ * + *' , " !(' -(.'(( /$' " , $0!*1 2/&* !( %*$3 , " " 4(3 356" %,&1 3("' - 8( '& '$ * ( $!3 $,. $' + %!(&'( 3!& %/'1 !$ * %!(&'( %*'( -/"(* " 4(# 3 $ 9'# !& $5) 1 7 (*&5'" -%!$$*( $% . %!$(* $3.(  * %!&(* !*'3  $,&!"*$1 :;< ;  = '&%!$ >#? 3@$1 4(*( !& $ 9') 1 ** ?# $*"1 2/6537 89     2362:7      8  ; " < "       " *"'(&'( A1 "($$B %!&'(.(/&*"'(          C # 2/ 2: 2/ = 2: = 2: 4 23 2: 23   D > C   # # ? ??  BORGARMÁL Óvissa ríkir um stöðu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, odd- vita borgarstjórnarflokks sjálf- stæðismanna, eftir að niðurstaða stýrihóps borgarráðs um REI- málið var kunngjörð. Allt frá því að Vilhjálmur kom fram í Kastljósi Sjónvarpsins á fimmtudagskvöld hefur lítð heyrst frá borgarfulltrúum flokksins og í gær tókst hvorki að ná tali af Geir H. Haarde forsæt- isráðherra né Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra til að svara spurningum um stöðu flokksins í Reykjavík og oddvita hans í kjölfar niðurstöðu skýrslu stýrihóps borgarráðs. Í nefndum Kastljósþætti full- yrti Vilhjálmur að hann hefði fengið álit borgarlögmanns áður en hann samþykkti samruna REI og Geysis Green Energy á eig- endafundi Orkuveitu Reykjavík- ur 3. október síðastliðinn. Í ljós kom að Vilhjálmur leitaði ekki eftir áliti Kristbjargar Stephen- sen borgarlögmanns og sendi Vil- hjálmur frá sér yfirlýsingu á föstudag þar sem hann útskýrði að hann hefði átt við fyrrverandi borgarlögmann, án þess að nafn- greina hann. Yfirlýsinguna sendi hann frá sér eftir að borgarlög- maður hafði farið þess á leit að hann leiðrétti orð sín um aðkomu hennar að málinu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hjör- leifur Kvaran, forstjóri OR, hefur síðan gengist við því að vera nefndur fyrrverandi borgarlög- maður. Sagði hann í viðtali við Fréttablaðið að hann gæfi sér að það hlyti að vera hann sem Vil- hjálmur vísar til. Vilhjálmur stað- festi við fréttavefinn visir.is í gær að Hjörleifur hefði verið álits- gjafi sinn án skýringa á því af hverju hann ráðfærði sig ekki við borgarlögmann. Í skýrslu stýrihóps borgarráðs um REI-málið er mjög dregið í efa að Vilhjálmur hafi haft umboð til að samþykkja samruna fyrir- tækjanna á eigendafundinum. Vilhjálmur fullyrðir þó að svo hafi verið og Hjörleifur efast ekki um umboð Vilhjálms sem þáver- andi borgarstjóra og fulltrúa eig- enda OR. Dagur B. Eggertsson, fyrrver- andi borgarstjóri, sendi frá sér yfirlýsingu í gær. Hann spyr hvort Sjálfstæðisflokkurinn ætli ekki að axla ábyrgð í REI-málinu, þrátt fyrir að skýrsla stýrihópsins sé skýr áfellisdómur yfir þeim vinnubrögðum sem viðhöfð hafi verið og þar komi fram samróma niðurstaða fulltrúa allra flokka um að framganga Vilhjálms sé óverjandi. svavar@frettabladid.is Óvissa um framtíð Vilhjálms Óvissa ríkir um pólitíska framtíð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, fyrrverandi borgarstjóra. Kristbjörg Stephen- sen borgarlögmaður sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna fyrirsagnar á forsíðu Fréttablaðsins. Yfirlýsing borgarlögmanns Kristbjörg Stephensen borgarlög- maður sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna fyrirsagnar Frétta- blaðsins á forsíðu í gær: „Forsíðufyrirsögn Fréttablaðsins í dag (í gær) gefur ekki rétta mynd af samskiptum okkar Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar um ummæli hans í Kastljósi. Við Vilhjálmur vorum sammála um að það væri ekki hlutverk embættismanna að tjá sig um samskipti sín við kjörna fulltrúa heldur væri eðlilegra að hann tjáði sig um málið sem hann og síðan gerði. Ég mun ekki tjá mig frekar um málið.“ Fréttablaðið stendur við frétt sína enda hefur ekkert komið fram sem hrekur þá atburðarás sem dregin er upp. Blaðið stendur jafnframt við fyrir- sögnina enda með heimildir fyrir því að Vilhjálmur hafi beðið borgarlög- mann um að tjá sig ekki um orð hans í Kastljósþætti Sjónvarpsins á fimmtudaginn. Varðandi fyrirsögnina er vandséð hvaða munur er á því að biðja ein- hvern að „tjá sig ekki“ um eitthvað eða „þegja“ um eitthvað. BORGARSTJÓRNARFLOKKUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Frímanns- dóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Kjartan Magnússon. Myndin er tekin kvöldið sem slitnaði upp úr meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓLK „Fólk sér hvað þetta eru fjölbreytt og margvísleg verkefni og hvað þetta fólk er oft að starfa við erfiðar aðstæður,“ segir Garðar Guðjónsson, verkefna- stjóri 112 dagsins, en ljósmynda- sýningin Útkall 2007 var opnuð á fyrstu hæð Kringlunnar á föstudaginn. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, flutti ávarp við opnunina en myndirnar eru meðal annars af lögreglu- mönnum við störf sín. Tilefni sýningarinnar er 112 dagurinn sem er á morgun. Tuttugu og tvær myndir eru á sýningunni en hverri mynd fylgir stuttur texti um það atvik sem um er að ræða. Stendur sýningin til 18. febrúar. - ovd Myndir fréttaljósmyndara: Sýning í tilefni 112 dagsins FRÁ LJÓSMYNDASÝNINGUNNI ÚTKALLI Sýningin stendur til 18. febrúar næst- komandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þórir aðstoðarmaður Björns Þórir Hrafnsson, markaðsráðgjafi á Íslensku auglýsingastofunni, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráð- herra. Björn hefur verið án aðstoðar- manns frá því Þorsteinn Davíðsson héraðsdómari lét af því starfi, en meðal annarra fyrri aðstoðarmanna Björns má nefna Jónmund Guðmars- son, nú bæjarstjóra á Seltjarnarnesi. STJÓRNMÁL ENGLAND Æðsti stjórnandi Englandskirkju, Rowan Williams erkibiskup af Kantaraborg, hefur valdið hörðum deilum eftir að hann lét þau orð falla í viðtali við breska ríkisútvarpið í liðinni viku að hann teldi þróun íslamsks sharia-lagakerfis, sem myndi starfa við hlið breska lagakerfis- ins, óhjákvæmilega í landinu. Samkvæmt fréttavef breska dagblaðsins The Guardian vöktu ummæli biskupsins þegar í stað hörð viðbrögð almennings, jafnt kristinna sem múslima. Tveir ráðamenn innan Englandskirkju hafa nú kallað eftir uppsögn biskupsins vegna málsins. - vþ Enskur biskup umdeildur Telur sharia-lög óhjákvæmileg BORGARMÁL „Ef Vilhjálmur vísar til hennar sérstaklega þá væri hún ekki að brjóta neinar reglur með því að segja opinberlega frá þeim samskiptum eins og þau líta út frá hennar sjónarhóli, ég held að það hljóti að teljast fullkomlega eðli- legt og hennar réttur. Hins vegar er álitamál hvort það sé hennar skylda að gera það,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórn- málafræði og sérfræðingur í sveitarstjórnar málum. Kristbjörg Stephensen borgar- lögmaður sendi frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Fréttablaðsins í gær um samskipti hennar við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgar- stjóra, vegna orða hans í Kastljósi Sjónvarps. Þar segir að þau hafi verið sammála um að það væri ekki hlutverk embættismanna að tjá sig um samskipti sín við kjörna full- trúa. Gunnar Helgi segir jafnframt að það væri ekki óeðlileg ósk almenn- ings að hún segði frá samskiptum sínum við Vilhjálm. „Sú leið sem hún hefur farið er ekki mjög heppi- leg. Eins og hún svarar gefur hún grunsemdum undir fótinn um að eitthvað óeðlilegt hafi verið þarna á ferðinni. Vandinn fyrir embættis- menn er að það er flókið fyrir þá að standa opinberlega í deilum um sannleiksgildi samskipta við stjórn- málamenn. Val hennar er skiljan- legt í því samhengi. Það sem er áberandi við svör hennar í yfirlýs- ingu hennar er að hún ber ekki fréttir til baka efnislega um sam- skipti sín við Vilhjálm og það hlýt- ur að styrkja grunsemdirnar.“ - shá Prófessor í stjórnmálafræði segir eðlilegt að embættismenn tjái sig opinberlega: Leið Kristbjargar óheppileg GUNNAR HELGI KRISTINSSON Þögn borgarlögmanns um samskipti við fyrr- verandi borgarstjóra elur á grunsemdum. GENGIÐ 08.02.2008
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.