Fréttablaðið - 10.02.2008, Page 11

Fréttablaðið - 10.02.2008, Page 11
SUNNUDAGUR 10. febrúar 2008 11 BRÉF TIL BLAÐSINS UMRÆÐAN REI-málið REI-stýrihópurinn hefur skilað langþráðri skýrslu sinni um „skandalinn“ sem skekið hefur íslenskt samfélag mánuðum saman, kostað viðvarandi umrót í borgarstjórn og reynt verulega á þolrif landsmann. Niðurstaðan er þessi: Svigrúm borgarstjóra til stærri ákvarðana ber að skýra og kaupréttarsamningar starfs- manna sameinaðs orkuútrásar- fyrirtækis REI og Geysis Green kynnu að vera umdeilanlegir. Það var nú allt og sumt. Og þá má spyrja hvort gengið hafi verið til góðs. Kommar í bisness Datt einhverjum í hug að hægt væri að kalla Bjarna Ármannsson, Hannes Smárason og þeirra liðs- menn til samstarfs án kaupréttar- samninga og kjara sambærilegra þeim sem almennt tíðkast á þeirra vettvangi? Taldi einhver að sá mannskapur allur mundi hefja störf á launakjörum opinberra starsfmanna og án þeirra gulróta sem knýja að jafnaði einkageirann – þ.e. hlutdeild í gróða ef einhver verður? Og hefði verið skynsam- legt að gera í sameinuðu fyrirtæki upp á milli þeirra starfsmanna sem áður störfuðu hjá Geysi Green og þeirra sem komu frá REI? Það er e.t.v. skiljanlegt að gömlu Stalínistarnir í VG færu á límingunum við tilhugsunina um að fyrrum starfsmenn „hins opin- bera“ nytu í nýju sameinuðu útrás- arfyrirtæki nútímalegra kjara- bóta ef vel tækist til. En var hagsmunum okkar Reykvíkinga best borgið með því að láta VG hrópa málið af dagskrá eða að fela þeim að semja viðskiptamódel orkuútrásarinnar? Er Bingi Einar Ben 21. aldarinnar? Í umræðunni hefur að undanförnu sjaldnast verið minnst á þann stór- kostlega samning sem Björn Ingi gerði fyrir hönd Reykvíkinga, sumsé að pakka saman þekkingu starfsmanna Hitaveitunnar og verð- meta á heila 10 millj- arða. Það virtist satt að segja ótrúlega góður díll fyrir okkur Reyk- víkinga. Væri einhver tilbúinn að reiða fram þá 10 milljarða í dag? Er einhver af hinum framsæknu útrásar- mönnum Íslands tilbú- inn að stíga „einka“- dans við „hið opinbera“ á þessu sviði eftir það sem á undan er gengið? Þeir einkaaðilar sem nú er gengnir frá ævintýrinu laskaðir og vonsviknir, munu að líkindum ekki mæla sérstaklega með slíku sam- krulli í sínum hópi í bráð. Við hefðum satt að segja þurft á því að halda í miðju skamm- deginu og svartagalls- rausinu sem einkennir samfélagið um þessar mundir, að hafa einn til tvo alvöru athafna- menn til að leiða öfluga orkuútrás og tala fram- tíðina upp fremur en hitt. Minni hagsmunum fórnað fyrir meiri Vinstri grænum tókst ætlunarverk sitt. Að hrópa Úlfur! Úlfur! nægi- lega oft til að fella meirihluta borgar- stjórnar og skipa sjálfum sér þar til forsætis með heilögum umbóta- og vandlætingarsvip. Tímabundið. Sá svipur var vægast sagt orðinn eilítið kindarlegur er moðskýrslan var loks fram reidd. Upp úr krafsinu hlaust ekki bara skaði upp á 10 milljarða heldur a.m.k. annað eins í trúverðuleika og trausti sem „hið opinbera“ glutraði í þessari snaut- legu vegferð. Alvöru fjármála- og útrásarmenn munu að óbreyttu ekki treysta sér með áhættufjármagn sitt í púkk með „hinu opinbera“ eftir þetta. Fyrrum bankar „hins opinbera“ bera gleggst vitni þeim aulagangi sem einkennt hefur „hið opinbera“ í öllum bisness á Íslandi til þessa: Bankar sem seldir voru á 10 millj- arða 2003 voru 2007 eftir stjórn einkaaðila metnir á 600 milljarða. Þegar óáþreifanleg þekking jarð- fræðinga og verkfræðinga Hita- veitunnar fæst metin á 10 milljarða og sóknarfærin blasa við um víða veröld fyrir tilstuðlan einkaaðila, þá leyfa skammsýnir pólitíkusar sér að hleypa öllu upp og blása við- skiptin af borðinu í einu vetfangi. Án þess einu sinni að gera sér grein fyrir eigin skaðræði. Allt fyrir tíma- bundna setu á forsetastóli borgar- stjórnar? Sjálfsagt er að menn taki tilmæl- in í skýrslu stýrihópsins til greina. Mikilvægast er þó að kjörnir full- trúar læri af þessari reynslu hvern- ig á EKKI að halda á sameiginleg- um fjöreggjum landsmanna. Höfundur er tónlistarmaður. Skaðinn af REI-málinu JAKOB FRÍMANN MAGNÚSSON Hátíð í Hafnarfirði Ellert Magnússon, deildarstjóri æskulýðsmála í Hafnarfirði, skrifar: Miðvikudaginn 13. febrúar og fimmtudaginn 14. febrúar verður Grunnskólahátíð ÍTH haldin. Hátíðin er ein sú umfangsmesta sem krakkar í Hafnarfirði standa fyrir og í öllum undirbúningi er lögð mikil áhersla á frumkvæði krakkanna sjálfra, sem hafa staðið sig vel. Í ár er 100 ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstaðar og litast undirbúningurinn af því. Í tilefni afmælisins bauð afmælis- nefnd bæjarins frítt á hátíðina, en að frumkvæði krakkanna sjálfra var ákveðið að aðgangseyrir yrði 100 kr., ein króna fyrir hvert ár, og að öll innkoma rynni til góðgerðamálefna. Ákveðið var að styrkja starfsemi sem sérstaklega snýr að börnum og ungmennum. Þá stendur til að bjóða sérstaklega öllum áhugasömum íbúum Hafnarfjarðar að koma á leik- sýningar sem haldnar verða 13. febrú- ar í íþróttahúsinu við Strandgötu. Fimmtudaginn 14. febrúar er svo haldinn risadansleikur í íþróttahúsinu þar sem dagskrá er afar glæsileg og er búist við um 1.000 krökkum. Allt starfsfólk ÍTH fagnar því að fá að standa fyrir og taka virkan þátt í undirbúningi viðburðar sem þessum og verður að segjast að allt samstarf, hvort heldur er við grunnskólana, félagasamtök eða krakkana sjálfa, hefur verið til fyrirmyndar. Í Hafn- arfirði er mikil áhersla lögð á að virkja börn og ungmenni til þátttöku í skipulagningu, framkvæmd og undirbúningi hinna ýmsu viðburða. Unglingalýðræði í Hafnarfirði er mikils metið og í raun ótrúlegt hversu miklum árangri krakkarnir geta náð þegar skapaður er vettvangur fyrir þau að vinna, tjá sig og framkvæma. Þá er það von okkar að sem flestir þiggi boð krakkanna og líti við á leiksýningar sem þau hafa verið að undirbúa síðustu vikur og taki þannig þátt í þessu mikla framlagi þeirra til afmælisins. LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ Sóttvarnalæknir Austurströnd 5 • 170 Seltjarnarnes • Sími 5101900 • www.influensa.is • www.landlaeknir.is 1. Þvoðu þér reglulega um hendurnar –(einkum fyrir máltíðir) Handþvottur verndar gegn beinni og óbeinni snertingu við inflúensuveiruna. Bein snerting er m.a. að taka í höndina á sýktum einstaklingi sem hefur snert munn sinn eða nef eða haldið fyrir vitin til að hósta eða hnerra. Óbein snerting felst í að snerta hluti sem smitaður einstaklingur hefur handleikið, t.d. hurðarhún eða notaða bréfþurrku. 2. Notaðu bréfþurrkur til að hylja munn og nef þegar þú hnerrar og hóstar Úðadropar úr vitum berast aðeins stutta leið, innan við einn metra. Þeir sem standa næst einstaklingi sem hnerrar eða hóstar án þess að halda fyrir vitin eru í hvað mestri smithættu. Að halda fyrir munn og nef dregur úr líkum á smiti. 3. Hentu notuðum bréfþurrkum beint í ruslið Inflúensuveirur geta lifað tímabundið utan líkamans og hægt er að smitast með því að snerta hluti sem nýlega hafa mengast, s.s. vasaklúta eða bréfþurrkur, eða með því taka í hönd smitaðs einstaklings. Bein eða óbein snerting, t.d. við bréfþurrku, sem smitaður ein- staklingur hefur nýlega notað til að snýta sér með eða hnerra á, getur skapað smithættu. 4. Haltu fyrir vitin ef bréfþurrkur eru ekki til taks Þegar bréfþurrkur eru ekki við hendina skaltu halda fyrir munn og nef og þvo hendurnar strax á eftir eða hnerra á handlegginn eða í olnbogabótina til að hindra dreifingu veiranna. 5. Vertu heima meðan veikindi vara Inflúensa er mest smitandi fljótlega eftir að sjúkdómseinkenni byrja. Enda þótt veirurnar haldi áfram að dreifast í allt að fimm daga frá upphafi veikinda (sjö daga hjá börnum) dregur smám saman úr fjölda þeirra og þar með minnkar smithættan. Ráðlegt er að vera heima frá því að einkenna verður vart. Ef þér versnar skaltu leita læknis. Hvað er inflúensa? Inflúensa – í daglegu tali kölluð flensa – er árlegur faraldur. Hún stafar af inflúensuveirum sem sýkja öndunarfærin (nef, háls, berkjur og stundum lungun). Flensa smitast frá manni til manns með úðadropum sem berast úr öndunarfærum smitaðra þegar þeir hósta og hnerra eða með snertingu þegar veirurnar eru á höndunum. Sjúkdómurinn getur staðið yfir í meir en viku með tiltölulega vægum einkennum en hann getur líka valdið alvarlegum veikindum. Einkenni: Skyndilegur sótthiti, beinverkir, höfuðverkur og almenn vanlíðan. Einnig geta komið fram einkenni eins og þreyta, hósti, hnerri, nefstífla og erting í nefi, augum, hálsi og eyrum. Forðumst flensuna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.