Fréttablaðið - 10.02.2008, Síða 85

Fréttablaðið - 10.02.2008, Síða 85
TapasSPÆNSKT HUGMYNDAFLUG Í MATARGERÐ matur 9 eru til að mynda fleiri fiskréttir við strönd- ina en meira kjöt í miðju landi, grænmeti og svo framvegis. Réttirnir bera líka mismun- andi nöfn eftir svæðum. Á suðurslóðum heitir tapas bara tapas en sum staðar á norður slóðum er þetta kallað pinchos sem þýðir tannstöngull. Þá ertu bara með hlað- borð og tannstöngul sem þú stingur í rétt- ina,“ segir Guðni. Réttirnir sem Guðni útbjó fyrir okkur eru nýir en byggðir á gömlum grunni. „Tapas- réttir henta í raun fyrir öll tilefni. Þeir eru bæði vel til þess fallnir að gera sér glaðan dag og til að prófa sig áfram í eldhúsinu á mánudegi. Það er það sem gerir þá svo skemmtilega,“ segir Guðni kíminn. „Tapas hentar sérstaklega vel í veislur. Réttirnir eru ágætis umræðugrundvöllur þar sem þú ert kominn með marga rétti og fólk talar meira um matinn en vanalega. Heilu umræð- urnar geta spunnist í kringum matinn þegar hann er fjölbreyttur og framandi.“ Hráefnið fæst í öllum betri verslunum og Guðni segir að ekki þurfi að leita lengi. „Svo er um að gera að láta hugmyndaflugið leika lausum hala og prófa sig áfram.“ VALENCIA TAPAS BAR Diego Björn Valencia hefur búið á Íslandi meira og minna í þrjátíu ár og er því landinu vel kunnugur. Hann opnaði nýverið tapas- bar á Vitastíg 10a þar sem Kaffi Puccini var áður til húsa. „Mér gafst tækifæri á að opna stað þarna og hafði lengi langað að opna spænskan stað. Ég hef reyndar rekið veit- ingastaði í Reykjavík áður. Ég rak El Som- brero í tvö ár fyrir um tuttugu árum síðan og árið 1993 keypti ég Café au lait í Hafnar- stræti og rak hann í hálft ár en þurfti að hætta af persónulegum ástæðum,“ segir Diego, sem er margt til lista lagt. „Ég er lærður bílasprautunarmaður á Íslandi og er með sveinspróf sem þjónn frá því ég var 19 ára. Ég var í spænskum þjónaskóla og fékk próf í fyrsta flokki bar og veitingastaða og vann við það lengi en matargerð hefur alltaf verið mér ástríða,“ segir Diego áhugasamur og bætir við: „Mér þykir gaman að elda. Þegar ég er kominn í eldhúsið þá gleymi ég öllu og einbeiti mér bara að eldamennsk- unni og er þetta í raun tómstundagaman fyrir mig.“ Diego segist hafa lært mikið af móður sinni í eldamennsku og líka af öllum þeim stöðum sem hann hefur unnið á. „Ég hef ferðast mikið og unnið víða og hef þannig viðað að mér ýmiss konar þekkingu. Það hefur gengið vel eftir að ég opnaði tapasbarinn en ég er að reyna að byggja upp bar á spænska vísu í Reykjavík og það tekur sinn tíma,“ segir Diego keikur og heldur áfram: „Þetta er staður þar sem fólk getur fengið sér drykk og tapas, hlustað á lifandi tónlist og notið lífsins. Síðan er ég með lít- inn sal uppi sem getur hentað vel fyrir einkasamkvæmi,“ segir Diego. Valencia Tapas bar er opinn frá fimm til eitt eftir miðnætti á virkum dögum en um helgar er opið til þrjú að nóttu og er þetta því kjörinn staður fyrir svanga nátthrafna með fágaðan matarsmekk. „Um helgar er líka lifandi tón- list. Það er strákur sem spilar á gítar og ég syng flamenco. Hann er frá Kúbu en er þó með andalúsískt hjarta og erum við því góðir saman,“ segir Diego kíminn og ljóst er að Diego er potturinn og pannan í tapas- barnum sem heitir í höfuðið á honum. „Upp- skriftirnar sem ég gef hér eru einfaldar og góðar. Mestu skiptir að hafa hjarta sem elsk- ar það sem maður er að gera. Ef þú ert með þannig hjarta þá er enginn vandi að gera þetta,“ segir Diego brosandi. - hs Diego Björn vill hafa líf og fjör á nýja tapasbarnum sínum en auk þess að bjóða upp á girnilega tapas- rétti má líka hlusta á lifandi flamenco-tónlist um helgar þar sem Diego syngur og kúbverskur vinur hans spilar undir á gítar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Pepes Tapasbar HVÍTLAUKSRÆKJUR Fyrir fjóra 500 g pillaðar rækjur 3 msk. ólífuolía 3 hvítlauksgeirar 1 glas hvítvín paprikukrydd salt steinselja Fínsaxið hvítlaukinn. Hitið pönnu á miðlungshita og mýkið hvítlaukinn í stutta stund. Setjið rækjurnar á pönnuna og steikið í þrjár mínútur. Kryddið með paprikukryddinu og blandið saman. Setjið hvítvínið á pönnuna, lækkið hitann og látið krauma í um það bil þrjár mínútur. Dreifið saxaðri steinselju yfir. FYLLTAR PIQUILLO PAPRIKUR með saltfiski og humarsósu Fyrir fjóra 1 dós Piquillo paprikur (fluttar inn af Almendros vörum ehf. Steiktar og hreinsaðar paprikur frá La Rioja svæðinu en nota má venjulegar paprikur) 200 g saltfiskur u.þ.b. 4 msk. hveiti u.þ.b. 250 ml mjólk smjör 2 msk. humarmauk 1 glas hvítvín ólífuolía rjómi salt og pipar steinselja Útbúið þykka béchamel- sósu eða jafning úr hveiti, mjólk og smjöri. Saxið roðlausan saltfiskinn í mjög þunna bita. Blandið saman fiski og sósu og kælið. Troðið fyllingunni varlega í tólf paprikur. Blandið saman ólífuolíu, humarmauki og 1 msk. af smjöri á pönnu við lágan hita. Hellið hvítvínsglasi saman við og látið krauma í um þrjár mínútur. Bætið smá rjóma saman við. Kryddið með pipar og salti. Setjið því næst paprikurnar á diska og hellið humarsós- unni vandlega yfir. Skreytið með saxaðri steinselju. Valencia Tapas bar KJÖTBOLLUR A LA ANDALUZA Fyrir fjóra 1,5 kg af nautahakki 2 egg 150 g brauðrasp 2 hvítlauksrif, vel söxuð söxuð steinselja salt og pipar Blandið öllu vel saman þar til það er í sama lit. Búið til bollur og steikið þær í ólífuolíu þar til þær verða ljósbrúnar. Setjið bollurn- ar í steikta tómatsósu og látið sjóða í hálftíma við lágan hita. STEIKT TÓMATSÓSA Gera þarf um kíló af tómatsósu Tómatar (ferskir eða niðursoðnir) – um 2 hálfdósir 2-3 hvítlauksrif 2-3 lárviðarlauf Steikið sósuna þar til súra bragðið er farið og blandið þá kjötbollum saman við. CAMPINONES AL JEREZ Fyrir fjóra 500 g ferskir sveppir í heilu lagi 2 hvítlauksrif, vel söxuð sérrí salt og pipar Steikið hvítlauk og sveppi saman í ólífuolíu þar til sveppirnir verða brúnir. Setjið smá sérrí út í og látið sjóða þar til froða kemur upp. Setjið í bakka og hellið olíunni yfir. Tapasbarinn GEITAOSTUR OG DÖÐLUR innbakaðar í Serranoskinku með Grand Marnier hunangi og ferskum jarðarberjum Fyrir fjóra 5 msk. geitaostur 6 döðlur 6 strá graslaukur 4 sneiðar Serranoskinka svartur pipar jómfrúarólífuolía Setjið geitaostinn, döðlurnar og graslaukinn í matvinnsluvél og maukið vel. Setjið eina matskeið af ostinum á Serrano- skinkuna og rúllið henni upp. Gætið þess að loka báðum endum á skinkunni. Bögglarnir eru settir á ofnskúffu og svört- um pipar stráð yfir og góðri jómfrúarólífuolíu dreift yfir. Setjið í forhitaðan 200 gráðu heitan ofn í 2 mínútur. Berið fram með Grand Marnier hunangi, sneiddum jarðarberjum og ristuðu eða grilluðu súrdeigsbrauði. GRAND MARNIER HUNANG 3 msk. hunang 1 dl Grand Marnier 1 grein timían Setjið líkjörinn á pönnu með timíangrein og sjóðið áfengið úr í 1-2 mínutur. Setjið hunangið í skál á meðan timíangrein- in er tekin frá og vökvan- um hellt saman við hunangið. Hrærið vel. PÖNNUSTEIKTUR SALTFISKUR með pistasíualioli og eld- steiktu chorizo 60 g af saltfiski á mann 1 tsk. hvítlauksolía svartur pipar Skerið saltfiskinn í 60 g bita. Hitið pönnuna vel þar til rétt byrjar að rjúka úr henni. Takið hana þá af hellunni og hellið olíu á hana. Setjið saltfiskinn á pönnuna með roðið niður. Setjið pönnuna aftur á helluna á lágum hita, í 1 ½ mínútu. Kryddið með hvítlauk og pipar. Snúið saltfisknum við og steikið í örfá andartök. PISTASÍUALIOLI 2 eggjarauður 1 stk. köld bökuð kartafla 1 kúfuð msk. Dijon sinnep 1 hvítlauksrif 100 g pistasíuhnetur 2 1/2 dl ólífuolía kalt vatn salt og pipar Setjið allt nema olíuna og 1/3 af hnetunum í matvinnsluvél og maukið vel í 1-2 mínútur. Bætið 1/2 matskeið af köldu vatni við til að þynna kjarnann út. Hellið ólífuolíunni rólega út í á meðan að blandarinn er látinn vinna. Bætið við meira af köldu vatni ef sósan verður of þykk. Kryddið með salti og pipar. Saxið restina af hnetunum og bætið út í fyrir framreiðslu. CHORIZO PYLSA 40 g af Chorizo-pylsu á mann 1 msk. brandý salt og pipar Skerið Chorizo-pylsuna í þunnar sneiðar og setjið á heita pönnu. Steikið pylsuna eitt andartak og kryddið með salti og pipar. Hellið brandýinu út á. Þeir sem treysta sér geta flamberað pylsuna. TAPASUPPSKRIFTIR S
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.