Fréttablaðið - 10.02.2008, Síða 98

Fréttablaðið - 10.02.2008, Síða 98
26 10. febrúar 2008 SUNNUDAGUR Fimmtu tónleikar Kammerklúbbs Reykjavíkur verða í Bústaða- kirkju í kvöld og hefjast kl. 20. Þar flytur Biber-tríóið Talna- bandssónötur eftir sautjándu aldar tónskáldið H.I.F. Biber auk Passacaglia eftir hann. Er það í fyrsta sinn sem Talnabandssónöt- urnar eru fluttar í heild sinni hér á landi. Tríóið skipa þeir Martin Frewer, fiðla; Dean Ferrell, viol- one, basse de violon, selló, og Steingrímur Þórhallsson, orgel, semball. Tónskáldið og fiðluleikarinn Heinrich Ignaz Franz von Biber fæddist árið 1644 í Wartenberg (nú Stráž pod Ralskem) í Bæheimi, en starfaði lengst af í Austurríki. Talnabandssónöturnar (Leynd- ardómssónötur) eru í þremur hlutum, með fimm sónötum í hverjum. Hinir gleðilegu leynd- ardómar (gleðisónöturnar) byggja á atvikum í æsku Krists, frá boðum Maríu til Kyndilmessu (Kristur borinn til musterisins). Hinir þjáningarfullu leyndardóm- ar (sorgarsónöturnar) segja frá þjáningunni í grasagarðinum á Olíufjalli fram að krossfesting- unni, en hinir Dýrðarríku leynd- ardómar (dýrðarsónöturnar) ná frá upprisunni fram til krýningar Maríu. Talnabandssónöturnar eru aðeins til í einu handriti, sem er ekki frá hendi Bibers. Sónöturnar eru oft nefndar Leyndardómssón- ötur vegna þess að þær lýsa því sem kristnir menn trúa og þar með leyndardómi trúarinnar. Són- öturnar eru, auk þess að vera hermitónlist, fullar af táknum. Líkast til var verk Bibers upphaf- lega flutt sem hluti af talnabands- bænargjöð safnaðarins, þar sem hver sónata var flutt eftir hvern viðeigandi þátt bænanna. - pbb Talnabandssónötur TÓNLIST Biber-tríóið flytur sjaldheyrðar sónötur í kvöld í Bústaðakirkju. Tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum lýkur í dag með fernum vel völdum tónleik- um. Dagskrá dagsins er sérstök að því leyti að eingöngu íslensk tónskáld koma við sögu. Fyrstu tónleikar dagsins fara fram í Þjóðmenningarhúsinu kl. 13. Þar kemur fram blásarasveitin Sönglúðrar og flytur tónlist eftir Jón Ásgeirsson, Herbert H. Ágústsson, Tryggva M. Baldvinsson, Áskel Másson og Pál Pampichler Pálsson. Síðastnefnda tónskáldið hér að ofan kemur svo enn meira við sögu á tónleikum Blásara- sveitar Reykjavíkur sem fara fram í Seltjarn- arneskirkju kl. 15. Tónleikarnir eru Páli P. Pálssyni áttræðum til heiðurs og verður þar eingöngu leikin tónlist eftir hann. Stjórnandi á tónleikunum er Kjartan Óskarsson. Helga Þórarinsdóttir víóluleikari og Dagný Björgvinsdóttir píanó- og semballeikari flytja verk eftir Áskel Másson, Árna Egilsson og Kjartan Ólafsson í Listasafni Íslands kl. 17. 30. Af fjórum verkum eru tvö frumflutt. Botninn verður svo sleginn í hátíðina í Salnum í Kópavogi kl. 20. Þar koma fram þær Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og leika verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Nordal og Hauk Tómasson. Viðeigandi endir á glæsilegri hátíð. - vþ Hátíð lýkur í dag ANNA GUÐNÝ GUÐMUNDS- DÓTTIR PÍANÓLEIKARI Kemur fram í Salnum í kvöld kl. 20.          ! "##$%&  ! '& ()* +  *, % )"# &+  -. -/ & & ) ,   ,01&1)!. )  ,01 2 ), &,3'  4   3! "/ ,%4," ,) 56 )  7(), "8-99:,  ; 2()*,& 7 &1),* 71), ,<  3' )& *   ,3'  *&(<) &, )* ==>) ,  *(3' (*,&*&1 <)  3!&)72 ) ?! &)==> , ), ; &)%  &% =  <) ,&==  2 )*&, <)   &,&) ,& &-#@ 72 ) <,&,  ,3' &)&    3' %&) 0&  ==>) ; )3  )) ,, 3!  <3'         > 3' , &,  ! "##B C< &)   1! "##B A%( ,)&   <),& &  ) !!"##B ()&1) ! ,01,2 ) -/  ) 3' , 3  &   <)3'  <)&<  2 ) A%( ,0'3' 14 3(7,   ) , , )7D&) 3'    ) , &,3'  = !&) ,7     E,! %4 &  <) )(),  ,%&   &  (,& ,< ,(,0& !  ! -6F-.! &)  &) )(), <) %4 &  %&  4 -.  ,< &3' &+, % )-6 &+ "##$*  -.  ,< ,  &) <3' *3  "/  )! *& &) ()*!&)2 )*> 3'  <)> &< & ))3  ,,  (,>!3 "* :  4 *%1   , ?&)()%& &) )&)&) !GGG )  3'     Þá við göngum inn í heim óperunn- ar erum við komin í þykjustuleik: hér fer fram sögum, fólk syngur um tilfinningar sínar og við fljót- um með, göngum á vald tónlistinni, hrífumst af söngnum, umgerð, búningar, ljós, leikmynd hjálpa, en það er túlkunin sem er aðalatriði, ekki bara hin sönglega túlkun, heldur líka leikur söngvarans. Óperan er félagsleg hefð sem við höfum hér á landi reynt að festa í sessi í hartnær sextíu ár. Fyrir þann tíma þekktu menn hér aðeins óperur af hljómplötum og einstaka flutningi einsöngslaga af sviði á tónleikum. Það eru nær fjörutíu ár síðan Magnús Jónsson og félagar tóku að takla aftur um reglulegar sviðsetn- ingar á óperum. Víst hafði Þjóð- leikhúsið í tíð Guðlaugs Rósen- krans synt óperur í bland við söngleiki og óperettur. Eftirmaður hans, Sveinn Einarsson, hélt því áfram og var aðsókn góð. Framan af ferli Íslensku óper- unnar var sterkur stapi áhorfenda sem sótti óperusýningar í hinu kol- ómögulega kvikmyndahúsi við Ing- ólfsstræti. Miðað við fjárframlög lengi vel var starfsemi þar krafta- verkasmiðja. Og nú þegar uppselt er á allar sýningar á La Traviata í þriðju sviðsetningu Íslensku óper- unnar, glæðast með mönnum vonir að bæti í áhuga almennings á óper- um. Á starfstíma Óperunnar í Ing- ólfsstræti hefur margt breyst. Enn fjölgar menntuðum íslenskum söngvurum sem flestir starfa erlendis. Við menntum söngvara fyrir aðra. Aðgengi að erlendum óperusviðsetningum er breytt. Myndböndin komu til sögu og tóku óperuhús víða um heim að filma sviðsetningar, með DVD jókst enn framboð af slíku efni. Allar stærri sjónvarpsstöðvar í Evrópu bjóða á ári hverju upp á stórar útsending- ar úr glæsilegustu óperuhúsum heims. Það er eiginlega afsönnun á menningarlegu hlutverki Ríkisút- varpsins hversu menn hafa þar algerlega vanrækt upptökur á íslenskum óperusviðsetningum – í fjörutíu ár. Á Youtube má sjá þús- undir myndbrota úr óperum frá öllum tímum. Með öðrum orðum: Hin veika starfsemi við Ingólfs- stræti keppir við bestu hús í heimi, alla bestu söngvarana. Hvernig reiðir Íslensku óper- unni af í þessu ástandi? Það er deg- inum ljósara og blasti við á föstu- dag þegar snotur sýning á La Traviata var frumflutt í Gamla bíói, að hér er við ramman reip að draga. Í sviðsetningu Jamie Hayes, sem kemur hingað í fimmta sinn, er að sjá hið hörmulega aðstöðu- leysi í húsinu til sviðsetninga af þessari stærð. Í fatahengi stendur hluti af leikmynd upp á endann. Inn í sýninguna er skotið milliköfl- um, bæði úr Carmen og píanókafla eftir Weber, til að búa til tíma svo kórinn geti umstaflað leikmynd- inni. Og upphafsatriði er tekið úr Óperudraugnum eftir Lloyd Webb- er. Umbreytingar í leikmynd Elroy Ashmore eru þaulhugsaðar en verða æ klúðurslegri þegar á líður verkið. Innskotin draga líka á lang- inn áskapaða uppbyggingu verks- ins og draga úr slagkrafti þess. Grunnt sviðið í Gamla bíói neyðir leikstjóra til að stilla kór í fram- stöðu. Hið geysilega vandmeð- farna fyrirbæri sem er leikur kórs verður í forgrunni. Sólóistum, sem keyra fram hina miklu dramatík, þeim sem hafa þó mesta þjálfun í leik, er stillt upp við hlið hinna sem hafa litla sem enga þjálfun í kór- leik. Þeir sem vilja vita þekkja að kórleikur er sérstakt fag við stærri óperuhús, oft með sérstökum leik- leiðbeinanda. Og það er skilsmun- ur milli þeirra. Meira um kórinn: Á frumsýning- unni kom þessi stöðuskipan fram í ofkeyrslu kórs á móti hljómsveit – raunar náðist bestur balans í kór og hljómsveit þegar kórinn var kominn upp á hliðarsvalir. Sam- hljómur hans í mikilvægum atrið- um verður sundraður vegna nálægðar fremstu bekkja í salnum við svið. Og leiklega er kórinn að þessu sinni einn af stórum göllum við þessa sviðsetningu. Því miður. Hvers vegna sýnir Íslenska óperan ekki í boðlegum húsum, Borgarleikhúsi eða Þjóðleikhúsi, jafnvel þótt gryfjur þar séu þröng- ar og hljómburður ekki fyrsta flokks? Það er meinsemis fyrir- sláttur að ekki sé pláss fyrir svið- setningar Óperunnar þar sem menn gætu þá nýtt Gamla bíó til sýningarhalds sem rýmist þar. Aðstaða til óperuverka í Tónlistar- húsinu er takmörkuð. Það verður erfitt að snúa upp á höndina og koma þar inn óperusviðsetningum um lengri tíma – í stóra salnum þar mætti afgreiða þessi sex þúsund sem nú vilja sjá La Traviata á fjór- um sýningarkvöldum. Nýtt óperu- hús í Kópavogi er enn fjarlægur draumur. Og hvernig var þá La Traviata í Gamla bíói? Hún er æði misleit leiklega sem veikir hana mikið. Þrengslin skaða hana líka í stöð- um, hreyfanleika og áherslum í uppbyggingu atriða. Hún er víðast þokkalega sungin, kórhljómur sundraður sem er örugglega afar mismunandi eftir því hvar er setið í húsinu. Tónlistin er feikivel flutt og á veikari köflum yndislega spil- uð þar sem hún fær mest pláss í sviðsetningunni. Búningar eru Strákur verður sko LEIKLIST La Traviata Tónlist eftir Giuseppe Verdi. Textar eftir Maria Piave eftir sögu Alex- andre Dumas yngri. Leikmynd: Elroy Ashmore. Búningar: Filippía Elísdóttir. Lýsing: Björn Berg- steinn Guðmundsson. Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar. Hljómsveitarstjóri: Kurt Kopecky. Leikstjóri: Jamie Hayes. ★★★ Rysjótt sviðsetning klemmd í of litlu húsi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.